Fréttablaðið ætlar ekki að biðja rússneska sendiráðið afsökunar Bjarki Sigurðsson skrifar 10. ágúst 2022 20:05 Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, segir ritstjórn ekki ætla að biðjast afsökunar á myndbirtingunni. Vísir/Vilhelm Ritstjóri Fréttablaðsins segist ekki ætla að biðjast afsökunar á mynd sem birtist í blaðinu í morgun. Á myndinni má sjá einstakling traðka á rússneska fánanum en að sögn rússneska sendiráðsins á Íslandi er myndin móðgun fyrir Rússneska sambandsríkið. Myndin sem um ræðir var hluti af grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun með fyrirsögninni „Enginn uppgjafarhugur í Úkraínumönnum“ en þar var rætt við blaðamanninn Val Gunnarsson sem nú er staddur í Kænugarði. Á myndinni sést einstaklingur traðka á rússneska fánanum en myndatextinn er „Úkraínumenn hafa fundið ný not fyrir rússneska fánann.“. Myndin sem Rússar kvörtuðu yfir ásamt myndatextanum.Skjáskot/Fréttablaðið Rússneska sendiráðið á Íslandi metur það sem svo að með því að birta myndina sé Fréttablaðið að sýna Rússlandi óvirðingu en í færslu á Facebook-síðu sendiráðsins krefjast Rússar þess að ritstjórn blaðsins biðjist afsökunar á myndbirtingunni. Í samtali við fréttastofu segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, að ritstjórn ætli ekki að biðjast afsökunar á myndbirtingunni. Hann segir myndina vera fréttamynd, rétt eins og hver önnur mynd úr átökum milli þjóða. „Það er ekkert heilagt í stríði þar sem börn, mæður, gamalmenni eru drepin og heilu samfélögin lögð í rúst. Þar er fáni nánast aukaatriði enda er víða traðkað á fánum um allan heim í mótmælaskyni,“ segir Sigmundur. „Ég held að Rússar ættu fyrst og fremst að hugsa um það að koma almennilega fram við aðrar þjóðir í kringum sig heldur enn að vera að væla út af mynd í Fréttablaðinu.“ Valur Gunnarsson, viðmælandi Fréttablaðsins í greininni, hefur tjáð sig um færsluna á Facebook-síðu sinni. Hann segist ekki búast við því að mega fara til Rússlands á næstunni. Rússland Fjölmiðlar Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Myndin sem um ræðir var hluti af grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun með fyrirsögninni „Enginn uppgjafarhugur í Úkraínumönnum“ en þar var rætt við blaðamanninn Val Gunnarsson sem nú er staddur í Kænugarði. Á myndinni sést einstaklingur traðka á rússneska fánanum en myndatextinn er „Úkraínumenn hafa fundið ný not fyrir rússneska fánann.“. Myndin sem Rússar kvörtuðu yfir ásamt myndatextanum.Skjáskot/Fréttablaðið Rússneska sendiráðið á Íslandi metur það sem svo að með því að birta myndina sé Fréttablaðið að sýna Rússlandi óvirðingu en í færslu á Facebook-síðu sendiráðsins krefjast Rússar þess að ritstjórn blaðsins biðjist afsökunar á myndbirtingunni. Í samtali við fréttastofu segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, að ritstjórn ætli ekki að biðjast afsökunar á myndbirtingunni. Hann segir myndina vera fréttamynd, rétt eins og hver önnur mynd úr átökum milli þjóða. „Það er ekkert heilagt í stríði þar sem börn, mæður, gamalmenni eru drepin og heilu samfélögin lögð í rúst. Þar er fáni nánast aukaatriði enda er víða traðkað á fánum um allan heim í mótmælaskyni,“ segir Sigmundur. „Ég held að Rússar ættu fyrst og fremst að hugsa um það að koma almennilega fram við aðrar þjóðir í kringum sig heldur enn að vera að væla út af mynd í Fréttablaðinu.“ Valur Gunnarsson, viðmælandi Fréttablaðsins í greininni, hefur tjáð sig um færsluna á Facebook-síðu sinni. Hann segist ekki búast við því að mega fara til Rússlands á næstunni.
Rússland Fjölmiðlar Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira