Fréttablaðið ætlar ekki að biðja rússneska sendiráðið afsökunar Bjarki Sigurðsson skrifar 10. ágúst 2022 20:05 Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, segir ritstjórn ekki ætla að biðjast afsökunar á myndbirtingunni. Vísir/Vilhelm Ritstjóri Fréttablaðsins segist ekki ætla að biðjast afsökunar á mynd sem birtist í blaðinu í morgun. Á myndinni má sjá einstakling traðka á rússneska fánanum en að sögn rússneska sendiráðsins á Íslandi er myndin móðgun fyrir Rússneska sambandsríkið. Myndin sem um ræðir var hluti af grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun með fyrirsögninni „Enginn uppgjafarhugur í Úkraínumönnum“ en þar var rætt við blaðamanninn Val Gunnarsson sem nú er staddur í Kænugarði. Á myndinni sést einstaklingur traðka á rússneska fánanum en myndatextinn er „Úkraínumenn hafa fundið ný not fyrir rússneska fánann.“. Myndin sem Rússar kvörtuðu yfir ásamt myndatextanum.Skjáskot/Fréttablaðið Rússneska sendiráðið á Íslandi metur það sem svo að með því að birta myndina sé Fréttablaðið að sýna Rússlandi óvirðingu en í færslu á Facebook-síðu sendiráðsins krefjast Rússar þess að ritstjórn blaðsins biðjist afsökunar á myndbirtingunni. Í samtali við fréttastofu segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, að ritstjórn ætli ekki að biðjast afsökunar á myndbirtingunni. Hann segir myndina vera fréttamynd, rétt eins og hver önnur mynd úr átökum milli þjóða. „Það er ekkert heilagt í stríði þar sem börn, mæður, gamalmenni eru drepin og heilu samfélögin lögð í rúst. Þar er fáni nánast aukaatriði enda er víða traðkað á fánum um allan heim í mótmælaskyni,“ segir Sigmundur. „Ég held að Rússar ættu fyrst og fremst að hugsa um það að koma almennilega fram við aðrar þjóðir í kringum sig heldur enn að vera að væla út af mynd í Fréttablaðinu.“ Valur Gunnarsson, viðmælandi Fréttablaðsins í greininni, hefur tjáð sig um færsluna á Facebook-síðu sinni. Hann segist ekki búast við því að mega fara til Rússlands á næstunni. Rússland Fjölmiðlar Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira
Myndin sem um ræðir var hluti af grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun með fyrirsögninni „Enginn uppgjafarhugur í Úkraínumönnum“ en þar var rætt við blaðamanninn Val Gunnarsson sem nú er staddur í Kænugarði. Á myndinni sést einstaklingur traðka á rússneska fánanum en myndatextinn er „Úkraínumenn hafa fundið ný not fyrir rússneska fánann.“. Myndin sem Rússar kvörtuðu yfir ásamt myndatextanum.Skjáskot/Fréttablaðið Rússneska sendiráðið á Íslandi metur það sem svo að með því að birta myndina sé Fréttablaðið að sýna Rússlandi óvirðingu en í færslu á Facebook-síðu sendiráðsins krefjast Rússar þess að ritstjórn blaðsins biðjist afsökunar á myndbirtingunni. Í samtali við fréttastofu segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, að ritstjórn ætli ekki að biðjast afsökunar á myndbirtingunni. Hann segir myndina vera fréttamynd, rétt eins og hver önnur mynd úr átökum milli þjóða. „Það er ekkert heilagt í stríði þar sem börn, mæður, gamalmenni eru drepin og heilu samfélögin lögð í rúst. Þar er fáni nánast aukaatriði enda er víða traðkað á fánum um allan heim í mótmælaskyni,“ segir Sigmundur. „Ég held að Rússar ættu fyrst og fremst að hugsa um það að koma almennilega fram við aðrar þjóðir í kringum sig heldur enn að vera að væla út af mynd í Fréttablaðinu.“ Valur Gunnarsson, viðmælandi Fréttablaðsins í greininni, hefur tjáð sig um færsluna á Facebook-síðu sinni. Hann segist ekki búast við því að mega fara til Rússlands á næstunni.
Rússland Fjölmiðlar Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira