Fullviss um að Kína undirbúi innrás Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. ágúst 2022 08:15 Joseph Wu, utanríkisráðherra Taívan. Getty Utanríkisráðherra Taívan kveðst fullviss um að Kínverjar undirbúi innrás inn í landið. Hann segir gremju Kínverja út í Nancy Pelosi, vegna heimsóknar hennar til Taívan, einungis vera afsökun fyrir því að halda heræfingum og ögrunum áfram. Ráðherrann, Joseph Wu, ræddi fréttamenn í morgun. Kínverjar héldu uppteknum hætti með heræfingar sínar í morgun en Taívan hefur svarað í sömu mynt og hófu sambærilegar æfingar í dag. Wu sakar nú Kínverja um gróf brot á alþjóðalögum. „Kínverjar hafa notað þessar æfingar til þess að undirbúa innrás sína í Taívan. Þeir eru að framkvæma mjög umfangsmiklar heræfingar með stórskotaliðshernaði. Við það bæta þeir árásum á tölvubúnað, dreifingu falsfrétta og efnahagsþvingunum, allt til þess að veikja stöðu Taívan.“ Hann segir æfingar hersins myndu hafa tekið mun lengri tíma, væru þær viðbrögð við heimsókn Pelosi. Taktík Kínverja segir hann ganga út á það að bægja öðrum ríkjum frá því að grípa inn í átökin og gera tilraun til þess að stilla til friðar milli ríkjanna. „Markmið Kína er hrófla við núverandi stöðu í Taívansundi og ríkinu í heild,“ segir Joseph Wu. Í síðustu viku fóru um hundrað kínversk skip yfir miðlínu Taívansunds, óformleg landamæri ríkjanna, sem bæði ríki höfðu virt fram að þessu. Wu segir yfirvöld í Peking því í raun búin að slá eign sinni á sundið. Hann segir aðgerðir Kínverja beinlínis hafa miðað að því að virða samkomulag um sundið að vettugi. „Þeir munu sennilega ekki stoppa hér, en áframhaldandi tilraunir Kínverja til þess að ógna Taívan munu ekki vekja upp skelfingu, né munu þeir nokkurn tímann sigra okkur, “ sagði Wu að lokum. Taívan Kína Hernaður Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Ráðherrann, Joseph Wu, ræddi fréttamenn í morgun. Kínverjar héldu uppteknum hætti með heræfingar sínar í morgun en Taívan hefur svarað í sömu mynt og hófu sambærilegar æfingar í dag. Wu sakar nú Kínverja um gróf brot á alþjóðalögum. „Kínverjar hafa notað þessar æfingar til þess að undirbúa innrás sína í Taívan. Þeir eru að framkvæma mjög umfangsmiklar heræfingar með stórskotaliðshernaði. Við það bæta þeir árásum á tölvubúnað, dreifingu falsfrétta og efnahagsþvingunum, allt til þess að veikja stöðu Taívan.“ Hann segir æfingar hersins myndu hafa tekið mun lengri tíma, væru þær viðbrögð við heimsókn Pelosi. Taktík Kínverja segir hann ganga út á það að bægja öðrum ríkjum frá því að grípa inn í átökin og gera tilraun til þess að stilla til friðar milli ríkjanna. „Markmið Kína er hrófla við núverandi stöðu í Taívansundi og ríkinu í heild,“ segir Joseph Wu. Í síðustu viku fóru um hundrað kínversk skip yfir miðlínu Taívansunds, óformleg landamæri ríkjanna, sem bæði ríki höfðu virt fram að þessu. Wu segir yfirvöld í Peking því í raun búin að slá eign sinni á sundið. Hann segir aðgerðir Kínverja beinlínis hafa miðað að því að virða samkomulag um sundið að vettugi. „Þeir munu sennilega ekki stoppa hér, en áframhaldandi tilraunir Kínverja til þess að ógna Taívan munu ekki vekja upp skelfingu, né munu þeir nokkurn tímann sigra okkur, “ sagði Wu að lokum.
Taívan Kína Hernaður Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira