Fullviss um að Kína undirbúi innrás Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. ágúst 2022 08:15 Joseph Wu, utanríkisráðherra Taívan. Getty Utanríkisráðherra Taívan kveðst fullviss um að Kínverjar undirbúi innrás inn í landið. Hann segir gremju Kínverja út í Nancy Pelosi, vegna heimsóknar hennar til Taívan, einungis vera afsökun fyrir því að halda heræfingum og ögrunum áfram. Ráðherrann, Joseph Wu, ræddi fréttamenn í morgun. Kínverjar héldu uppteknum hætti með heræfingar sínar í morgun en Taívan hefur svarað í sömu mynt og hófu sambærilegar æfingar í dag. Wu sakar nú Kínverja um gróf brot á alþjóðalögum. „Kínverjar hafa notað þessar æfingar til þess að undirbúa innrás sína í Taívan. Þeir eru að framkvæma mjög umfangsmiklar heræfingar með stórskotaliðshernaði. Við það bæta þeir árásum á tölvubúnað, dreifingu falsfrétta og efnahagsþvingunum, allt til þess að veikja stöðu Taívan.“ Hann segir æfingar hersins myndu hafa tekið mun lengri tíma, væru þær viðbrögð við heimsókn Pelosi. Taktík Kínverja segir hann ganga út á það að bægja öðrum ríkjum frá því að grípa inn í átökin og gera tilraun til þess að stilla til friðar milli ríkjanna. „Markmið Kína er hrófla við núverandi stöðu í Taívansundi og ríkinu í heild,“ segir Joseph Wu. Í síðustu viku fóru um hundrað kínversk skip yfir miðlínu Taívansunds, óformleg landamæri ríkjanna, sem bæði ríki höfðu virt fram að þessu. Wu segir yfirvöld í Peking því í raun búin að slá eign sinni á sundið. Hann segir aðgerðir Kínverja beinlínis hafa miðað að því að virða samkomulag um sundið að vettugi. „Þeir munu sennilega ekki stoppa hér, en áframhaldandi tilraunir Kínverja til þess að ógna Taívan munu ekki vekja upp skelfingu, né munu þeir nokkurn tímann sigra okkur, “ sagði Wu að lokum. Taívan Kína Hernaður Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Fleiri fréttir Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Sjá meira
Ráðherrann, Joseph Wu, ræddi fréttamenn í morgun. Kínverjar héldu uppteknum hætti með heræfingar sínar í morgun en Taívan hefur svarað í sömu mynt og hófu sambærilegar æfingar í dag. Wu sakar nú Kínverja um gróf brot á alþjóðalögum. „Kínverjar hafa notað þessar æfingar til þess að undirbúa innrás sína í Taívan. Þeir eru að framkvæma mjög umfangsmiklar heræfingar með stórskotaliðshernaði. Við það bæta þeir árásum á tölvubúnað, dreifingu falsfrétta og efnahagsþvingunum, allt til þess að veikja stöðu Taívan.“ Hann segir æfingar hersins myndu hafa tekið mun lengri tíma, væru þær viðbrögð við heimsókn Pelosi. Taktík Kínverja segir hann ganga út á það að bægja öðrum ríkjum frá því að grípa inn í átökin og gera tilraun til þess að stilla til friðar milli ríkjanna. „Markmið Kína er hrófla við núverandi stöðu í Taívansundi og ríkinu í heild,“ segir Joseph Wu. Í síðustu viku fóru um hundrað kínversk skip yfir miðlínu Taívansunds, óformleg landamæri ríkjanna, sem bæði ríki höfðu virt fram að þessu. Wu segir yfirvöld í Peking því í raun búin að slá eign sinni á sundið. Hann segir aðgerðir Kínverja beinlínis hafa miðað að því að virða samkomulag um sundið að vettugi. „Þeir munu sennilega ekki stoppa hér, en áframhaldandi tilraunir Kínverja til þess að ógna Taívan munu ekki vekja upp skelfingu, né munu þeir nokkurn tímann sigra okkur, “ sagði Wu að lokum.
Taívan Kína Hernaður Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Fleiri fréttir Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Sjá meira