Furðar sig á gagnrýni leigubílstjóra Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 6. ágúst 2022 16:31 Innviðaráðherra furðar sig á gagnrýni leigubílstjóra á frumvarp ráðherrans um leigubílaakstur. Með frumvarpinu er ætlað að rýmka mjög þau skilyrði sem þarf til að reka leigubíl. Leigubílstjórar hafa gagnrýnt frumvarpið harðlega og formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama og Bandalags íslenskra leigubifreiðstjóra segir beinlínis kynt undir ofbeldi í garð leigubílstjóra með lagabreytingunum. Sumir telja að með frumvarpinu sé verið að gefa starfsemi leigubílaaksturs frjálsa. Leigubílstjórar segja að ekki hafi verið tekið mark á athugasemdum fagmanna, sem skjóti skökku við, enda hafi stéttin mesta þekkingu og reynslu í atvinnugreininni. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra kveðst hissa á gagnrýninni í samtali við fréttastofu. Hann segir að reynt hafi verið að koma til móts við sem flesta. „Frumvarpið byggði nú á starfshópi sem þeir sátu í - gagnrýnin hefur ekki verið minni frá þeim sem vilja gefa hér allt frjálst. Hér er gerð tilraun til þess að fara bil beggja, einhvers konar málamiðlun, sem á að tryggja betri þjónustu,“ segir Sigurður Ingi. Hann bætir við að frumvarpið eigi að gera það að verkum að fleiri geti ekið leigubílum: „Fleiri konur, fleiri sem eru ekki með fulla starfsgetu og svona opna á ýmsa nýjungar og tækni. Þannig að ég er svolítið hissa á þessari gagnrýni þeirra,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Leigubílar Alþingi Samkeppnismál Vinnumarkaður Samgöngur Tengdar fréttir Telja líklegt að ráðamenn séu undir áhrifum „undirróðursstarfsemi“ Uber Tvö félög leigubílstjóra hafa sent frá sér harðorða umsögn um frumvarp innviðaráðherra til laga um leigubifreiðaakstur. Formaður þeirra telur að með frumvarpinu séu lögð drög að lagabreytingum sem munu gera út af við leigubílaakstur hér á landi. 3. ágúst 2022 11:05 Ungir sjálfstæðismenn keyrðu djammara: „Þetta er bara það besta sem ég veit um“ Samband ungra sjálfstæðismanna stóð fyrir gjörningi í gærkvöldi þar sem fulltrúar þess keyrðu fólk í og úr miðborginni. Tilgangurinn var að sýna fram á það að þörf sé á breytingum á leigubílalöggjöf. Djammarar tóku vel í framtakið og var eftirspurn eftir ókeypis fari meiri en ungir sjálfstæðismenn höfðu ímyndað sér. 12. júní 2022 07:00 Óþörf vistarbönd þjóni hvorki hagsmunum leigubílstjóra né neytenda Viðskiptaráð hefur lagt fram umsögn um frumvarp innviðaráðherra um leigubifreiðaakstur á Íslandi. Þar er lagt til að ýmis skilyrði leigubifreðiaaksturs verði afnumin og að gamaldags gjaldmælar skuli heyra sögunni til. 8. júní 2022 17:06 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Leigubílstjórar hafa gagnrýnt frumvarpið harðlega og formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama og Bandalags íslenskra leigubifreiðstjóra segir beinlínis kynt undir ofbeldi í garð leigubílstjóra með lagabreytingunum. Sumir telja að með frumvarpinu sé verið að gefa starfsemi leigubílaaksturs frjálsa. Leigubílstjórar segja að ekki hafi verið tekið mark á athugasemdum fagmanna, sem skjóti skökku við, enda hafi stéttin mesta þekkingu og reynslu í atvinnugreininni. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra kveðst hissa á gagnrýninni í samtali við fréttastofu. Hann segir að reynt hafi verið að koma til móts við sem flesta. „Frumvarpið byggði nú á starfshópi sem þeir sátu í - gagnrýnin hefur ekki verið minni frá þeim sem vilja gefa hér allt frjálst. Hér er gerð tilraun til þess að fara bil beggja, einhvers konar málamiðlun, sem á að tryggja betri þjónustu,“ segir Sigurður Ingi. Hann bætir við að frumvarpið eigi að gera það að verkum að fleiri geti ekið leigubílum: „Fleiri konur, fleiri sem eru ekki með fulla starfsgetu og svona opna á ýmsa nýjungar og tækni. Þannig að ég er svolítið hissa á þessari gagnrýni þeirra,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra.
Leigubílar Alþingi Samkeppnismál Vinnumarkaður Samgöngur Tengdar fréttir Telja líklegt að ráðamenn séu undir áhrifum „undirróðursstarfsemi“ Uber Tvö félög leigubílstjóra hafa sent frá sér harðorða umsögn um frumvarp innviðaráðherra til laga um leigubifreiðaakstur. Formaður þeirra telur að með frumvarpinu séu lögð drög að lagabreytingum sem munu gera út af við leigubílaakstur hér á landi. 3. ágúst 2022 11:05 Ungir sjálfstæðismenn keyrðu djammara: „Þetta er bara það besta sem ég veit um“ Samband ungra sjálfstæðismanna stóð fyrir gjörningi í gærkvöldi þar sem fulltrúar þess keyrðu fólk í og úr miðborginni. Tilgangurinn var að sýna fram á það að þörf sé á breytingum á leigubílalöggjöf. Djammarar tóku vel í framtakið og var eftirspurn eftir ókeypis fari meiri en ungir sjálfstæðismenn höfðu ímyndað sér. 12. júní 2022 07:00 Óþörf vistarbönd þjóni hvorki hagsmunum leigubílstjóra né neytenda Viðskiptaráð hefur lagt fram umsögn um frumvarp innviðaráðherra um leigubifreiðaakstur á Íslandi. Þar er lagt til að ýmis skilyrði leigubifreðiaaksturs verði afnumin og að gamaldags gjaldmælar skuli heyra sögunni til. 8. júní 2022 17:06 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Telja líklegt að ráðamenn séu undir áhrifum „undirróðursstarfsemi“ Uber Tvö félög leigubílstjóra hafa sent frá sér harðorða umsögn um frumvarp innviðaráðherra til laga um leigubifreiðaakstur. Formaður þeirra telur að með frumvarpinu séu lögð drög að lagabreytingum sem munu gera út af við leigubílaakstur hér á landi. 3. ágúst 2022 11:05
Ungir sjálfstæðismenn keyrðu djammara: „Þetta er bara það besta sem ég veit um“ Samband ungra sjálfstæðismanna stóð fyrir gjörningi í gærkvöldi þar sem fulltrúar þess keyrðu fólk í og úr miðborginni. Tilgangurinn var að sýna fram á það að þörf sé á breytingum á leigubílalöggjöf. Djammarar tóku vel í framtakið og var eftirspurn eftir ókeypis fari meiri en ungir sjálfstæðismenn höfðu ímyndað sér. 12. júní 2022 07:00
Óþörf vistarbönd þjóni hvorki hagsmunum leigubílstjóra né neytenda Viðskiptaráð hefur lagt fram umsögn um frumvarp innviðaráðherra um leigubifreiðaakstur á Íslandi. Þar er lagt til að ýmis skilyrði leigubifreðiaaksturs verði afnumin og að gamaldags gjaldmælar skuli heyra sögunni til. 8. júní 2022 17:06