„Að spila gegn Stjörnunni er eins og að spila á móti sjálfum sér“ Andri Már Eggertsson skrifar 3. ágúst 2022 21:40 Jón Sveinsson, þjálfari Fram, var svekktur með jafntefli Vísir/Diego Jón Sveinsson, þjálfari Fram, var svekktur með að hafa ekki tekið þrjú stig gegn Stjörnunni eftir öfluga byrjun þar sem Fram skoraði tvö mörk á fyrstu fimmtán mínútunum. „Menn eru hundsvekktir að hafa ekki unnið þennan leik. Við lentum marki undir en svöruðum því með tveimur mörkum og framan af síðari hálfleik stjórnuðum við leiknum og fengum færi sem okkur tókst ekki að nýta,“ sagði Jón Sveinsson og hélt áfram. „Við vitum það að Stjarnan er stórhættulegt lið og þetta er eins og að spila á móti sjálfum sér þar sem þetta eru lík lið. Bæði lið eru öflug sóknarlega og alltaf líkleg til að skora mörk sem kom á daginn en ég hefði viljað sjá mína menn klára leikinn með þriðja markinu.“ Tiago Fernandes skoraði tvö afar falleg mörk með skömmu millibili á fyrsta korteri leiksins sem Jón var afar ánægður með. „Tiago er frábær leikmaður og hefur sýnt það í allt sumar. Hins vegar fannst mér við detta niður eftir að við komumst yfir og Stjarnan spilaði vel um miðjan fyrri hálfleik en Ólafur [Íshólm Ólafsson] varði vel og við héldum fyrri hálfleikinn út.“ Fram var með yfirhöndina um miðjan síðari hálfleik og var Jón svekktur með að hans menn hafi ekki tekist að nýta færin. „Okkur tókst bara ekki að setja hann framhjá Haraldi [Björnssyni] við fengum færi til þess en Stjarnan gerði vel í að halda okkur frá markinu og það er alltaf leikur þegar það munar aðeins einu marki.“ Jóni þótti það afar svekkjandi að fá á sig jöfnunarmark úr hornspyrnu. „Við missum manninn sem átti að vera á þessu svæði og þá riðlaðist augnablikið en höfðum engan annan kost og vorum mögulega ekki á tánum,“ sagði Jón Sveinsson að lokum. Fram Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Sjá meira
„Menn eru hundsvekktir að hafa ekki unnið þennan leik. Við lentum marki undir en svöruðum því með tveimur mörkum og framan af síðari hálfleik stjórnuðum við leiknum og fengum færi sem okkur tókst ekki að nýta,“ sagði Jón Sveinsson og hélt áfram. „Við vitum það að Stjarnan er stórhættulegt lið og þetta er eins og að spila á móti sjálfum sér þar sem þetta eru lík lið. Bæði lið eru öflug sóknarlega og alltaf líkleg til að skora mörk sem kom á daginn en ég hefði viljað sjá mína menn klára leikinn með þriðja markinu.“ Tiago Fernandes skoraði tvö afar falleg mörk með skömmu millibili á fyrsta korteri leiksins sem Jón var afar ánægður með. „Tiago er frábær leikmaður og hefur sýnt það í allt sumar. Hins vegar fannst mér við detta niður eftir að við komumst yfir og Stjarnan spilaði vel um miðjan fyrri hálfleik en Ólafur [Íshólm Ólafsson] varði vel og við héldum fyrri hálfleikinn út.“ Fram var með yfirhöndina um miðjan síðari hálfleik og var Jón svekktur með að hans menn hafi ekki tekist að nýta færin. „Okkur tókst bara ekki að setja hann framhjá Haraldi [Björnssyni] við fengum færi til þess en Stjarnan gerði vel í að halda okkur frá markinu og það er alltaf leikur þegar það munar aðeins einu marki.“ Jóni þótti það afar svekkjandi að fá á sig jöfnunarmark úr hornspyrnu. „Við missum manninn sem átti að vera á þessu svæði og þá riðlaðist augnablikið en höfðum engan annan kost og vorum mögulega ekki á tánum,“ sagði Jón Sveinsson að lokum.
Fram Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Sjá meira