„Að spila gegn Stjörnunni er eins og að spila á móti sjálfum sér“ Andri Már Eggertsson skrifar 3. ágúst 2022 21:40 Jón Sveinsson, þjálfari Fram, var svekktur með jafntefli Vísir/Diego Jón Sveinsson, þjálfari Fram, var svekktur með að hafa ekki tekið þrjú stig gegn Stjörnunni eftir öfluga byrjun þar sem Fram skoraði tvö mörk á fyrstu fimmtán mínútunum. „Menn eru hundsvekktir að hafa ekki unnið þennan leik. Við lentum marki undir en svöruðum því með tveimur mörkum og framan af síðari hálfleik stjórnuðum við leiknum og fengum færi sem okkur tókst ekki að nýta,“ sagði Jón Sveinsson og hélt áfram. „Við vitum það að Stjarnan er stórhættulegt lið og þetta er eins og að spila á móti sjálfum sér þar sem þetta eru lík lið. Bæði lið eru öflug sóknarlega og alltaf líkleg til að skora mörk sem kom á daginn en ég hefði viljað sjá mína menn klára leikinn með þriðja markinu.“ Tiago Fernandes skoraði tvö afar falleg mörk með skömmu millibili á fyrsta korteri leiksins sem Jón var afar ánægður með. „Tiago er frábær leikmaður og hefur sýnt það í allt sumar. Hins vegar fannst mér við detta niður eftir að við komumst yfir og Stjarnan spilaði vel um miðjan fyrri hálfleik en Ólafur [Íshólm Ólafsson] varði vel og við héldum fyrri hálfleikinn út.“ Fram var með yfirhöndina um miðjan síðari hálfleik og var Jón svekktur með að hans menn hafi ekki tekist að nýta færin. „Okkur tókst bara ekki að setja hann framhjá Haraldi [Björnssyni] við fengum færi til þess en Stjarnan gerði vel í að halda okkur frá markinu og það er alltaf leikur þegar það munar aðeins einu marki.“ Jóni þótti það afar svekkjandi að fá á sig jöfnunarmark úr hornspyrnu. „Við missum manninn sem átti að vera á þessu svæði og þá riðlaðist augnablikið en höfðum engan annan kost og vorum mögulega ekki á tánum,“ sagði Jón Sveinsson að lokum. Fram Besta deild karla Stjarnan Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
„Menn eru hundsvekktir að hafa ekki unnið þennan leik. Við lentum marki undir en svöruðum því með tveimur mörkum og framan af síðari hálfleik stjórnuðum við leiknum og fengum færi sem okkur tókst ekki að nýta,“ sagði Jón Sveinsson og hélt áfram. „Við vitum það að Stjarnan er stórhættulegt lið og þetta er eins og að spila á móti sjálfum sér þar sem þetta eru lík lið. Bæði lið eru öflug sóknarlega og alltaf líkleg til að skora mörk sem kom á daginn en ég hefði viljað sjá mína menn klára leikinn með þriðja markinu.“ Tiago Fernandes skoraði tvö afar falleg mörk með skömmu millibili á fyrsta korteri leiksins sem Jón var afar ánægður með. „Tiago er frábær leikmaður og hefur sýnt það í allt sumar. Hins vegar fannst mér við detta niður eftir að við komumst yfir og Stjarnan spilaði vel um miðjan fyrri hálfleik en Ólafur [Íshólm Ólafsson] varði vel og við héldum fyrri hálfleikinn út.“ Fram var með yfirhöndina um miðjan síðari hálfleik og var Jón svekktur með að hans menn hafi ekki tekist að nýta færin. „Okkur tókst bara ekki að setja hann framhjá Haraldi [Björnssyni] við fengum færi til þess en Stjarnan gerði vel í að halda okkur frá markinu og það er alltaf leikur þegar það munar aðeins einu marki.“ Jóni þótti það afar svekkjandi að fá á sig jöfnunarmark úr hornspyrnu. „Við missum manninn sem átti að vera á þessu svæði og þá riðlaðist augnablikið en höfðum engan annan kost og vorum mögulega ekki á tánum,“ sagði Jón Sveinsson að lokum.
Fram Besta deild karla Stjarnan Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira