Handbolti

Íslenska liðið komið í átta liða úrslit

Hjörvar Ólafsson skrifar
Leikmenn íslenska liðsins fagna sigrinum gegn Íran fyrr í dag. 
Leikmenn íslenska liðsins fagna sigrinum gegn Íran fyrr í dag.  Mynd/HSÍ

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri er komið í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins sem fram fer í Skopje í Norður-Makedónínu þessa dagana. 

Þetta varð ljóst eftir jafntefli Norður-Makedóníu og Svíþjóðar í seinni leik dagsins annarri umferð í milliriðli íslenska liðsins á mótinu. Ísland hafði betur gegn Íran í fyrri leiknum í dag en íslenska liðið er taplaust á mótinu til þessa. 

Fram kemur í umfjöllun handboltasambands Íslands um áfangann að um sögulegan árangur sé að ræða þar sem ekkert íslenskt kvennalandslið í nokkrum aldursflokki hafi áður komist í útsláttarkeppni stórmóts. 

 

Ísland mætir Norður-Makedóníu í lokaumferð milliriðilsins á föstudaginn en á föstudagskvöldið kemur í ljós hver verður andstæðingur íslenska liðsins í átta liða úrslitum mótsins. 

Tinna Sigurrós Traustadóttir var valin besti leikmaður leiksins þegar Ísland bar sigurorð af Íran í dag. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×