Handbolti

Sigur í fyrsta leik í milliriðli hjá íslenska liðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslensku stelpurnar og þjálfarateymið létt í lund eftir stórsigurinn á Alsír í gær, 18-42.
Íslensku stelpurnar og þjálfarateymið létt í lund eftir stórsigurinn á Alsír í gær, 18-42. Mynd/HSÍ

Ísland vann sannfærandi 28-17 sigur þegar liðið mættir Íran í fyrri leik sínum í millriðli 1 á heimsmeistaramóti U-18 ára í handbolta kvenna í Skopje í Makedóníu í dag.

Tinna Sigurrós Traustadóttir var valin besti leikmaður leiksins, en hún skoraði sjö mörk og spilaði frábæran varnarleik.

Mörk Íslands í leiknum: Lilja Ágústsdóttir 8, Tinna Sigurrós Traustadóttir 7, Elín Klara Þorkelsdóttir 5, Inga Dís Jóhannsdóttir 2, Sara Dröfn Richardsdóttir 2, Alfa Brá Hagalín Oddsdóttir 1, Brynja Katrín Benediktsdóttir 1, Thelma Melsteð Björgvinsdóttir 1.

Varin skot: Ethel Gyða Bjarnasen 8/1, Ingunn María Brynjarsdóttir 4/1.

Auk Íslands og Írans eru Svíþjóð og heimalið Norður-Makedóníu í milliriðli 1. Ísland og Norður-Makedónía byrja bæði með tvö stig en Íran og Svíþjóð eru án stiga.

Tvö efstu liðin í milliriðlunum fjórum komast áfram í átta liða úrslit sem fara fram 7. og 8. ágúst.

Íslendingar unnu A-riðil með fimm stigum. Ísland vann Svíþjóð og Alsír en gerði jafntefli við Svartfjallaland. Svíar enduðu í 2. sæti riðilsins og því tóku Íslendingar tvö stig með sér í milliriðil.

Íslenska liðið mætir Norður-Makedóníu í lokaumferð milliriðilsins á föstudaginn kemur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×