Hvað þýðir verðbólgan sem nú geisar innanlands fyrir þig? Tómas Ellert Tómasson skrifar 2. ágúst 2022 11:31 Einfalda svarið við þeirri spurningu er sú, að ef þú ert ráðherra sem fæddist með silfurskeið í munni að þá ert þú að græða fullt, en ef aftur á móti ef að þú ert venjulegur Íslendingur og telst til almennings að þá ert þú að tapa helling. Mikil verðbólga eins og nú geisar flytur nefnilega helling af fjármunum frá þér lesandi góður yfir í vasa fjármagnseigenda og fagfjárfesta. Ástæður og sökudólgar brennandi verðbólgubálsins Nokkrar ástæður hafa verið nefndar af lægra setnum ráðherrum og fræðimönnum af hverju þessi mikla verðbólga stafar. Stríðið í Úkraínu og alþjóðleg verðbólga hafa verið nefnd sem sökudólgar. Að auki hefur Seðlabankinn minnst á að innlend verðbólga gæti átt hlut að máli og að óvissa væri um erlendu áhrifin þó fyrrum starfsmaður bankans geri það ekki í sínum útskýringum, heldur segir erlendu áhrifin aðalsökudólginn. Í fersku minni er þegar útrásarvíkingarnir okkar sálugu og nú upprisnu, skelltu skuldinni á alþjóðlega fjármálakreppu fyrir bankahruninu hér um árið. Hraun í ÖxnadalListamaður óþekktur Hverjar svo sem ástæðurnar fyrir verðbólgubálinu eru að þá er það ljóst að mikil verðbólga eykur á félagslegan ójöfnuð og dregur úr samstöðu milli þjóðfélagshópa. Togstreita á milli tekjuhópa verður til og getur aukist svo mjög að til alvarlegra átaka geta komið á vinnumarkaði sem allt stefnir í að verði reyndin í haust og vetur. Engin „stétt með stétt“ mun komast að við lausn þeirrar empirísku jöfnu nú þegar að höfuðstóll verðtryggðu húsnæðislánanna þinna hækka um hundruðir þúsunda á mánuði, matarkarfan þín hefur hækkað og þú kemst nú færri kílómetra á bílnum þínum en áður nema náttúrulega ef að þú hefur haft efni á að splæsa í niðurgreiddan efri stéttar rafmagnsbíl sem ég reyndar efast um að þú hafir haft efni á ef þú „lækar“ og deilir þessari grein. Verðbólgan hefur einnig haft þau áhrif að launin þín hafa lækkað að raunvirði gagnvart flestallri vöru og þjónustu. Tími óþekkta listamannsins og heimaklipptra hárkolla hjá flestum heimilum landsins er runninn upp að nýju eftir ríflega 10 ára hlé, jafnvel þó að farið verði í neyðaraðgerðir strax til bjargar heimilunum. Höfundur er byggingarverkfræðingur. p.s. Málverkið sem fylgir greininni hangir uppi á heimili mínu á Selfossi en tengist þessari grein ekki beint, hún tengist betur annarri nýlegri grein[1]. [1] https://www.visir.is/g/20222292306d/hae-verd-bolgu-balid-brennur-bjarma-a-kinnar-slaer Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Efnahagsmál Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Einfalda svarið við þeirri spurningu er sú, að ef þú ert ráðherra sem fæddist með silfurskeið í munni að þá ert þú að græða fullt, en ef aftur á móti ef að þú ert venjulegur Íslendingur og telst til almennings að þá ert þú að tapa helling. Mikil verðbólga eins og nú geisar flytur nefnilega helling af fjármunum frá þér lesandi góður yfir í vasa fjármagnseigenda og fagfjárfesta. Ástæður og sökudólgar brennandi verðbólgubálsins Nokkrar ástæður hafa verið nefndar af lægra setnum ráðherrum og fræðimönnum af hverju þessi mikla verðbólga stafar. Stríðið í Úkraínu og alþjóðleg verðbólga hafa verið nefnd sem sökudólgar. Að auki hefur Seðlabankinn minnst á að innlend verðbólga gæti átt hlut að máli og að óvissa væri um erlendu áhrifin þó fyrrum starfsmaður bankans geri það ekki í sínum útskýringum, heldur segir erlendu áhrifin aðalsökudólginn. Í fersku minni er þegar útrásarvíkingarnir okkar sálugu og nú upprisnu, skelltu skuldinni á alþjóðlega fjármálakreppu fyrir bankahruninu hér um árið. Hraun í ÖxnadalListamaður óþekktur Hverjar svo sem ástæðurnar fyrir verðbólgubálinu eru að þá er það ljóst að mikil verðbólga eykur á félagslegan ójöfnuð og dregur úr samstöðu milli þjóðfélagshópa. Togstreita á milli tekjuhópa verður til og getur aukist svo mjög að til alvarlegra átaka geta komið á vinnumarkaði sem allt stefnir í að verði reyndin í haust og vetur. Engin „stétt með stétt“ mun komast að við lausn þeirrar empirísku jöfnu nú þegar að höfuðstóll verðtryggðu húsnæðislánanna þinna hækka um hundruðir þúsunda á mánuði, matarkarfan þín hefur hækkað og þú kemst nú færri kílómetra á bílnum þínum en áður nema náttúrulega ef að þú hefur haft efni á að splæsa í niðurgreiddan efri stéttar rafmagnsbíl sem ég reyndar efast um að þú hafir haft efni á ef þú „lækar“ og deilir þessari grein. Verðbólgan hefur einnig haft þau áhrif að launin þín hafa lækkað að raunvirði gagnvart flestallri vöru og þjónustu. Tími óþekkta listamannsins og heimaklipptra hárkolla hjá flestum heimilum landsins er runninn upp að nýju eftir ríflega 10 ára hlé, jafnvel þó að farið verði í neyðaraðgerðir strax til bjargar heimilunum. Höfundur er byggingarverkfræðingur. p.s. Málverkið sem fylgir greininni hangir uppi á heimili mínu á Selfossi en tengist þessari grein ekki beint, hún tengist betur annarri nýlegri grein[1]. [1] https://www.visir.is/g/20222292306d/hae-verd-bolgu-balid-brennur-bjarma-a-kinnar-slaer
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun