Óskar Hrafn: Dagur Dan frábær í algjörlega nýrri stöðu Hjörvar Ólafsson skrifar 1. ágúst 2022 22:14 Óskar Hrafn Þorvaldsson hrósaði leikmönnum fyrir frammistöðu sína í leiknum. Vísir/Diego Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var heilt yfir sáttur við lærisveina sína í 3-1 sigri liðsins á móti Skagamönnum í 15. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Kópavogsvelli í kvöld. „Mér fannst þessu sigur fyllilega sanngjarn og það breytti litlu hvað spilamennsku okkar varðar að hafa lent undir. Við settum bara aðeins meiri kraft í sóknaraðerðir okkar og það skilaði sér. Það var ekkert stress við að fá markið í andlitið, það er styrkleikamerki," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks að leik loknum. „Við vorum svolítið værukærir í sendingum og því sem við vorum að gera framan af leik. Það var hins vegar ekkert út á vinnuframlagið eða viljann að setja í þessum leik. Leikmenn gáfu allt sem þeir gátu í leikinn og þegar við brutum ísinn gengum við á lagið," sagði Óskar Hrafn sem var svo spurður út í frammistöðu bakvarða sinna sem tóku virkan þátt í sóknarleiknum. „Dagur Dan var algjörlega frábær í stöðu sem hann hefur aldrei spilað áður. Hann var síógnandi allan leikinn og uppskar laun erfiðsins þegar hann lagði upp þriðja markið. Við viljum hafa bakverðina með í sóknaraðgerðum okkar og það gekk upp í þessum leik að koma þeim vel inn í uppspilið," sagði þjálfarinn glaður. „Nú þurfum við bara að ná góðri endurheimt fyrir komandi verkefni. Það er afar jákvætt að hafa nóg að gera og þú færð mig ekki til þess að kvarta yfir leikjaálagi. Svona viljum við hafa þetta og við erum orðnir vanir að hafa stutt á milli leikja," sagði hann um framhaldið. Breiðablik fær tyrkneska liðið Istanbul Basaksehir í heimsókn á Kópavogsvöll í næsta leik sínum en leikurinn er liður í þriðju umferð í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu og fer fram á fimmtudagskvöldið kemur. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sjá meira
„Mér fannst þessu sigur fyllilega sanngjarn og það breytti litlu hvað spilamennsku okkar varðar að hafa lent undir. Við settum bara aðeins meiri kraft í sóknaraðerðir okkar og það skilaði sér. Það var ekkert stress við að fá markið í andlitið, það er styrkleikamerki," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks að leik loknum. „Við vorum svolítið værukærir í sendingum og því sem við vorum að gera framan af leik. Það var hins vegar ekkert út á vinnuframlagið eða viljann að setja í þessum leik. Leikmenn gáfu allt sem þeir gátu í leikinn og þegar við brutum ísinn gengum við á lagið," sagði Óskar Hrafn sem var svo spurður út í frammistöðu bakvarða sinna sem tóku virkan þátt í sóknarleiknum. „Dagur Dan var algjörlega frábær í stöðu sem hann hefur aldrei spilað áður. Hann var síógnandi allan leikinn og uppskar laun erfiðsins þegar hann lagði upp þriðja markið. Við viljum hafa bakverðina með í sóknaraðgerðum okkar og það gekk upp í þessum leik að koma þeim vel inn í uppspilið," sagði þjálfarinn glaður. „Nú þurfum við bara að ná góðri endurheimt fyrir komandi verkefni. Það er afar jákvætt að hafa nóg að gera og þú færð mig ekki til þess að kvarta yfir leikjaálagi. Svona viljum við hafa þetta og við erum orðnir vanir að hafa stutt á milli leikja," sagði hann um framhaldið. Breiðablik fær tyrkneska liðið Istanbul Basaksehir í heimsókn á Kópavogsvöll í næsta leik sínum en leikurinn er liður í þriðju umferð í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu og fer fram á fimmtudagskvöldið kemur.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sjá meira