Fyrrum heimsmeistarinn tekur sæti Vettels Valur Páll Eiríksson skrifar 1. ágúst 2022 11:01 Alonso er ekki dauður úr öllum æðum þrátt fyrir að vera kominn á fimmtugsaldurinn. Clive Rose/Getty Images Fyrrum heimsmeistarinn Fernando Alonso á nóg eftir í Formúlu 1 þrátt fyrir að vera 41 árs gamall. Hann hefur gert langtímasamning við Aston Martin um að keyra fyrir framleiðandann frá og með næsta tímabili í Formúlu 1. Þjóðverjinn Sebastian Vettel, sem vann fjóra heimsmeistaratitla með Red Bull í Formúlu 1, tilkynnti í vikunni að hann ætlaði sér að hætta í Formúlunni að yfirstandandi leiktíð lokinni. Þónokkrir hafa verið orðaðir við sæti hans hjá Aston Martin frá því að greint var frá því. Nú er ljóst að annar fyrrum heimsmeistari, Fernando Alonso, sem vann með Renault 2005 og 2006 mun taka sæti hans. Alonso keyrði fyrir Ferrari þegar Vettel fagnaði sínum titlum á árunum 2010 til 2013 en hann varð annar í keppni ökuþóra árin 2010, 2012 og 2013. Sá spænski hætti sjálfur í Formúlu 1 árið 2019 en sneri aftur til að keyra fyrir Alpine í fyrra. Hann mun nú yfirgefa liðið eftir tveggja ára veru. BREAKING: Fernando Alonso will join Aston Martin from 2023 on a multi-year contract #F1 pic.twitter.com/dfwktaMk6F— Formula 1 (@F1) August 1, 2022 Akstursíþróttir Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel, sem vann fjóra heimsmeistaratitla með Red Bull í Formúlu 1, tilkynnti í vikunni að hann ætlaði sér að hætta í Formúlunni að yfirstandandi leiktíð lokinni. Þónokkrir hafa verið orðaðir við sæti hans hjá Aston Martin frá því að greint var frá því. Nú er ljóst að annar fyrrum heimsmeistari, Fernando Alonso, sem vann með Renault 2005 og 2006 mun taka sæti hans. Alonso keyrði fyrir Ferrari þegar Vettel fagnaði sínum titlum á árunum 2010 til 2013 en hann varð annar í keppni ökuþóra árin 2010, 2012 og 2013. Sá spænski hætti sjálfur í Formúlu 1 árið 2019 en sneri aftur til að keyra fyrir Alpine í fyrra. Hann mun nú yfirgefa liðið eftir tveggja ára veru. BREAKING: Fernando Alonso will join Aston Martin from 2023 on a multi-year contract #F1 pic.twitter.com/dfwktaMk6F— Formula 1 (@F1) August 1, 2022
Akstursíþróttir Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira