Fyrrum heimsmeistarinn tekur sæti Vettels Valur Páll Eiríksson skrifar 1. ágúst 2022 11:01 Alonso er ekki dauður úr öllum æðum þrátt fyrir að vera kominn á fimmtugsaldurinn. Clive Rose/Getty Images Fyrrum heimsmeistarinn Fernando Alonso á nóg eftir í Formúlu 1 þrátt fyrir að vera 41 árs gamall. Hann hefur gert langtímasamning við Aston Martin um að keyra fyrir framleiðandann frá og með næsta tímabili í Formúlu 1. Þjóðverjinn Sebastian Vettel, sem vann fjóra heimsmeistaratitla með Red Bull í Formúlu 1, tilkynnti í vikunni að hann ætlaði sér að hætta í Formúlunni að yfirstandandi leiktíð lokinni. Þónokkrir hafa verið orðaðir við sæti hans hjá Aston Martin frá því að greint var frá því. Nú er ljóst að annar fyrrum heimsmeistari, Fernando Alonso, sem vann með Renault 2005 og 2006 mun taka sæti hans. Alonso keyrði fyrir Ferrari þegar Vettel fagnaði sínum titlum á árunum 2010 til 2013 en hann varð annar í keppni ökuþóra árin 2010, 2012 og 2013. Sá spænski hætti sjálfur í Formúlu 1 árið 2019 en sneri aftur til að keyra fyrir Alpine í fyrra. Hann mun nú yfirgefa liðið eftir tveggja ára veru. BREAKING: Fernando Alonso will join Aston Martin from 2023 on a multi-year contract #F1 pic.twitter.com/dfwktaMk6F— Formula 1 (@F1) August 1, 2022 Akstursíþróttir Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Fleiri fréttir Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel, sem vann fjóra heimsmeistaratitla með Red Bull í Formúlu 1, tilkynnti í vikunni að hann ætlaði sér að hætta í Formúlunni að yfirstandandi leiktíð lokinni. Þónokkrir hafa verið orðaðir við sæti hans hjá Aston Martin frá því að greint var frá því. Nú er ljóst að annar fyrrum heimsmeistari, Fernando Alonso, sem vann með Renault 2005 og 2006 mun taka sæti hans. Alonso keyrði fyrir Ferrari þegar Vettel fagnaði sínum titlum á árunum 2010 til 2013 en hann varð annar í keppni ökuþóra árin 2010, 2012 og 2013. Sá spænski hætti sjálfur í Formúlu 1 árið 2019 en sneri aftur til að keyra fyrir Alpine í fyrra. Hann mun nú yfirgefa liðið eftir tveggja ára veru. BREAKING: Fernando Alonso will join Aston Martin from 2023 on a multi-year contract #F1 pic.twitter.com/dfwktaMk6F— Formula 1 (@F1) August 1, 2022
Akstursíþróttir Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Fleiri fréttir Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira