Fyrrum heimsmeistarinn tekur sæti Vettels Valur Páll Eiríksson skrifar 1. ágúst 2022 11:01 Alonso er ekki dauður úr öllum æðum þrátt fyrir að vera kominn á fimmtugsaldurinn. Clive Rose/Getty Images Fyrrum heimsmeistarinn Fernando Alonso á nóg eftir í Formúlu 1 þrátt fyrir að vera 41 árs gamall. Hann hefur gert langtímasamning við Aston Martin um að keyra fyrir framleiðandann frá og með næsta tímabili í Formúlu 1. Þjóðverjinn Sebastian Vettel, sem vann fjóra heimsmeistaratitla með Red Bull í Formúlu 1, tilkynnti í vikunni að hann ætlaði sér að hætta í Formúlunni að yfirstandandi leiktíð lokinni. Þónokkrir hafa verið orðaðir við sæti hans hjá Aston Martin frá því að greint var frá því. Nú er ljóst að annar fyrrum heimsmeistari, Fernando Alonso, sem vann með Renault 2005 og 2006 mun taka sæti hans. Alonso keyrði fyrir Ferrari þegar Vettel fagnaði sínum titlum á árunum 2010 til 2013 en hann varð annar í keppni ökuþóra árin 2010, 2012 og 2013. Sá spænski hætti sjálfur í Formúlu 1 árið 2019 en sneri aftur til að keyra fyrir Alpine í fyrra. Hann mun nú yfirgefa liðið eftir tveggja ára veru. BREAKING: Fernando Alonso will join Aston Martin from 2023 on a multi-year contract #F1 pic.twitter.com/dfwktaMk6F— Formula 1 (@F1) August 1, 2022 Akstursíþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel, sem vann fjóra heimsmeistaratitla með Red Bull í Formúlu 1, tilkynnti í vikunni að hann ætlaði sér að hætta í Formúlunni að yfirstandandi leiktíð lokinni. Þónokkrir hafa verið orðaðir við sæti hans hjá Aston Martin frá því að greint var frá því. Nú er ljóst að annar fyrrum heimsmeistari, Fernando Alonso, sem vann með Renault 2005 og 2006 mun taka sæti hans. Alonso keyrði fyrir Ferrari þegar Vettel fagnaði sínum titlum á árunum 2010 til 2013 en hann varð annar í keppni ökuþóra árin 2010, 2012 og 2013. Sá spænski hætti sjálfur í Formúlu 1 árið 2019 en sneri aftur til að keyra fyrir Alpine í fyrra. Hann mun nú yfirgefa liðið eftir tveggja ára veru. BREAKING: Fernando Alonso will join Aston Martin from 2023 on a multi-year contract #F1 pic.twitter.com/dfwktaMk6F— Formula 1 (@F1) August 1, 2022
Akstursíþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira