Úkraínuforseti birtist óvænt á stuttermabol á höfninni í Odessa Heimir Már Pétursson skrifar 29. júlí 2022 20:01 Volodymyr Zelenskyy heimsótti hafnirnar í Chornomork og Odessa, tvær af þremur helstu útflutningshöfnum Úkraínu, þar sem verið var að dæla korni um borð í flutingaskip. AP/forsetaskrifstofa Úkraínu Forseti Úkraínu heimsótti óvænt hafnarborgina Odessa ásamt sendiherrum sjö ríkja í dag til að kynna sér undirbúning fyrir útflutning á milljónum tonna af korni frá Úkraínu. Vonir eru bundnar við að útflutningurinn geti hafist í dag eða á morgun. Öryggisverðir gæta korngeymslna við höfnina í Odessa í dag. Flytja þarf út um 20 milljónir tonna til að pláss verði fyrir haustuppskeru þessa árs.AP/David Goldman Volodymyr Zelenskyy var yfirvegaður þar sem hann gekk um hafnarsvæðið í stuttermabol í dag. Hann bar þess ekki merki að rússneska leyniþjónustan sæti um líf hans og Rússar hefðu nýlega gert eldflaugaárás á Odessa og hafnarsvæðið þar. Hann fékk munnlega skýrslu um stöðu mála og var viðstaddur þegar verið var að dæla korni um borð í fyrsta skipið. „Þetta er tyrkneskt skip sem ég stend hérna við. Þetta gefur til kynna að höfnin hafi tekið til starfa. Það mikilvægasta fyrir okkur er að höfnin og fólkið geti starfað,“ sagði forsetinn. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu kynnti sér aðstæður á útflutningshöfninni í Odessa í fylgd sendiherra ýmissra ríkja og fulltrúa Sameinuðu þjóðanna í dag.AP/forsetaskrifstofa Úkraínu Allt væri til reiðu Úkraínu meginn til að hefja útflutninginn. Nú væri bara beðið eftir merki frá samhæfingarmiðstöð í Tyrklandi. „Um leið og Tyrkir og Sameinuðu þjóðirnar gefa merki um að þeir séu tilbúnir að taka við farminum og að við getum hafið útflutning byrjar þetta allt. Ég held að ferlið muni hefjast í dag eða á morgun“, sagði Zelenskyy. Um hundrað flutningaskip hafa legið föst í útflutningshöfnum Úkraínu frá því innrás Rússa í landið hófst hinn 24. febrúar.AP/David Goldman Yuzhny, Odessa og Chornomorsk eru aðalútflutningshafnir Úkraínu og er allt til reiðu í þeim tveimur síðar nefndu. Flytja þarf út um 20 milljónir tonna af korni og mikið af áburði á þeim 120 dögum sem samkomulag Úkraínumanna og Rússa fyrir milligöngu Tyrkja og Sameinuðu þjóðanna um útflutninginn nær til. Samhæfingarmiðstöð skipuð fulltrúum þessara aðila var formlega opnuð í Istanbúl í Tyrklandi í gær. Þaðan verður öllum flutningunum stjórnað. Hulusi Akar varnarmálaráðherra Tyrklands segir alla leggja metnað sinn í að útflutningurinn frá Úkraínu gangi vel í nafni friðar í heiminum. Náið eftirlit verði með siglingunum.AP/Khalil Hamra Hulusi Akar varnarmálaráðherra Tyrklands segir að fylgst verði með skipunum með aðstoð gervihnatta og öðrum samskiptum. Fylgst verði með lestun þeirra í Úkraínu og farmur þeirra skoðaður í Tyrklandi áður en skipin haldi lengra. Ekki þurfi að slægja upp tundurdufl vegna siglinganna að þessu sinni. „Starfsmennirnir í þessari miðstöð vita að augu heimsins hvíla á þeim. Það er von okkar að með samvinnu og vel heppnuðu starfi muni miðstöðin ná hámarksframlagi til mannúðarþarfa og friðar,“ sagði tyrkneski varnarmálaráðherrann í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Tyrkland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Putin heldur áfram að ofsækja fjölmiðla Rússnesk stjórnvöld halda áfram að ofsækja fréttamenn og fjölmiðla sem voga sér að lýsa andstöðu við innrás Rússa í Úkraínu og kalla hana stríð en ekki sérstaka hernaðaraðgerð. Fjölmiðlaráð Rússlands hefur krafist þess að Hæstiréttur landsins afturkalli starfsleyfi vefútgáfu eina frjálsa dagblaðsins í landinu. 29. júlí 2022 13:13 Eldfjöll, sundlaugar, ís og nammi í uppáhaldi Skapandi sumarnámskeið ætlað úkraínskum börnum sem flúið hafa hingað til lands hefur vakið mikla lukku, en þar fá þau útrás fyrir sköpunargleðina. Þau segjast hrifin af Íslandi, en eldfjöll, sundlaugar og rjómaís eru á meðal þess sem þeim finnst best við landið. 29. júlí 2022 08:31 Úkraína ætlar að útvega Evrópu rafmagn Almenningur í Þýskalandi er byrjaður að undirbúa sig undir kaldan vetur vegna þess að Rússar hafa meira og minna skrúfað fyrir gasflutninga til landsins. Í Köln er hiti lækkaður í mörgum fjölbýlishúsum yfir nóttina til að spara gasið. 28. júlí 2022 21:47 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Sjá meira
Öryggisverðir gæta korngeymslna við höfnina í Odessa í dag. Flytja þarf út um 20 milljónir tonna til að pláss verði fyrir haustuppskeru þessa árs.AP/David Goldman Volodymyr Zelenskyy var yfirvegaður þar sem hann gekk um hafnarsvæðið í stuttermabol í dag. Hann bar þess ekki merki að rússneska leyniþjónustan sæti um líf hans og Rússar hefðu nýlega gert eldflaugaárás á Odessa og hafnarsvæðið þar. Hann fékk munnlega skýrslu um stöðu mála og var viðstaddur þegar verið var að dæla korni um borð í fyrsta skipið. „Þetta er tyrkneskt skip sem ég stend hérna við. Þetta gefur til kynna að höfnin hafi tekið til starfa. Það mikilvægasta fyrir okkur er að höfnin og fólkið geti starfað,“ sagði forsetinn. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu kynnti sér aðstæður á útflutningshöfninni í Odessa í fylgd sendiherra ýmissra ríkja og fulltrúa Sameinuðu þjóðanna í dag.AP/forsetaskrifstofa Úkraínu Allt væri til reiðu Úkraínu meginn til að hefja útflutninginn. Nú væri bara beðið eftir merki frá samhæfingarmiðstöð í Tyrklandi. „Um leið og Tyrkir og Sameinuðu þjóðirnar gefa merki um að þeir séu tilbúnir að taka við farminum og að við getum hafið útflutning byrjar þetta allt. Ég held að ferlið muni hefjast í dag eða á morgun“, sagði Zelenskyy. Um hundrað flutningaskip hafa legið föst í útflutningshöfnum Úkraínu frá því innrás Rússa í landið hófst hinn 24. febrúar.AP/David Goldman Yuzhny, Odessa og Chornomorsk eru aðalútflutningshafnir Úkraínu og er allt til reiðu í þeim tveimur síðar nefndu. Flytja þarf út um 20 milljónir tonna af korni og mikið af áburði á þeim 120 dögum sem samkomulag Úkraínumanna og Rússa fyrir milligöngu Tyrkja og Sameinuðu þjóðanna um útflutninginn nær til. Samhæfingarmiðstöð skipuð fulltrúum þessara aðila var formlega opnuð í Istanbúl í Tyrklandi í gær. Þaðan verður öllum flutningunum stjórnað. Hulusi Akar varnarmálaráðherra Tyrklands segir alla leggja metnað sinn í að útflutningurinn frá Úkraínu gangi vel í nafni friðar í heiminum. Náið eftirlit verði með siglingunum.AP/Khalil Hamra Hulusi Akar varnarmálaráðherra Tyrklands segir að fylgst verði með skipunum með aðstoð gervihnatta og öðrum samskiptum. Fylgst verði með lestun þeirra í Úkraínu og farmur þeirra skoðaður í Tyrklandi áður en skipin haldi lengra. Ekki þurfi að slægja upp tundurdufl vegna siglinganna að þessu sinni. „Starfsmennirnir í þessari miðstöð vita að augu heimsins hvíla á þeim. Það er von okkar að með samvinnu og vel heppnuðu starfi muni miðstöðin ná hámarksframlagi til mannúðarþarfa og friðar,“ sagði tyrkneski varnarmálaráðherrann í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Tyrkland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Putin heldur áfram að ofsækja fjölmiðla Rússnesk stjórnvöld halda áfram að ofsækja fréttamenn og fjölmiðla sem voga sér að lýsa andstöðu við innrás Rússa í Úkraínu og kalla hana stríð en ekki sérstaka hernaðaraðgerð. Fjölmiðlaráð Rússlands hefur krafist þess að Hæstiréttur landsins afturkalli starfsleyfi vefútgáfu eina frjálsa dagblaðsins í landinu. 29. júlí 2022 13:13 Eldfjöll, sundlaugar, ís og nammi í uppáhaldi Skapandi sumarnámskeið ætlað úkraínskum börnum sem flúið hafa hingað til lands hefur vakið mikla lukku, en þar fá þau útrás fyrir sköpunargleðina. Þau segjast hrifin af Íslandi, en eldfjöll, sundlaugar og rjómaís eru á meðal þess sem þeim finnst best við landið. 29. júlí 2022 08:31 Úkraína ætlar að útvega Evrópu rafmagn Almenningur í Þýskalandi er byrjaður að undirbúa sig undir kaldan vetur vegna þess að Rússar hafa meira og minna skrúfað fyrir gasflutninga til landsins. Í Köln er hiti lækkaður í mörgum fjölbýlishúsum yfir nóttina til að spara gasið. 28. júlí 2022 21:47 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Sjá meira
Putin heldur áfram að ofsækja fjölmiðla Rússnesk stjórnvöld halda áfram að ofsækja fréttamenn og fjölmiðla sem voga sér að lýsa andstöðu við innrás Rússa í Úkraínu og kalla hana stríð en ekki sérstaka hernaðaraðgerð. Fjölmiðlaráð Rússlands hefur krafist þess að Hæstiréttur landsins afturkalli starfsleyfi vefútgáfu eina frjálsa dagblaðsins í landinu. 29. júlí 2022 13:13
Eldfjöll, sundlaugar, ís og nammi í uppáhaldi Skapandi sumarnámskeið ætlað úkraínskum börnum sem flúið hafa hingað til lands hefur vakið mikla lukku, en þar fá þau útrás fyrir sköpunargleðina. Þau segjast hrifin af Íslandi, en eldfjöll, sundlaugar og rjómaís eru á meðal þess sem þeim finnst best við landið. 29. júlí 2022 08:31
Úkraína ætlar að útvega Evrópu rafmagn Almenningur í Þýskalandi er byrjaður að undirbúa sig undir kaldan vetur vegna þess að Rússar hafa meira og minna skrúfað fyrir gasflutninga til landsins. Í Köln er hiti lækkaður í mörgum fjölbýlishúsum yfir nóttina til að spara gasið. 28. júlí 2022 21:47