Býst við að umferðin verði þyngst í átt að góða veðrinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. júlí 2022 11:43 Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Sigurjón Hatíðarhöld fara fram víða um land um helgina með tilheyrandi umferðarþunga. Lögregla á von á að umferðin fari að þyngjast eftir hádegi og verði hvað þyngst um Suðurlandsveg á leið austur. Landsmenn munu eins og þekkt er um verslunarmannahelgina sletta úr klaufunum um allt land. Hátíðir virðast á hverju strái en þeim fylgja ferðalög og umferðarþungi. Guðbrandur Sigurðsson, hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að enn sem komið er sé umferðin frekar greið úr bænum. „Oft hefur umferðin dreifst yfir á vikudagana, alveg jafnvel frá þriðjudegi en nú höfum við ekki verið áberandi varir við mikla umferð út úr bænum og ekki í morgun, hún var ekki sérlega mikil.“ Hann eigi þó von á að hún fari að þyngjast eftir hádegi. „Og undir seinni partinn. Miðað við veðurspá þá ætla ég að það verði meiri umferð um Suðurlandsveg, austur fyrir fjall.“ Hann segir að umferðarmenning á Íslandi hafi farið batnandi og segir varfærni og tillitssemi ökumanna hafa aukist. Hann ítrekar að áfengi og akstur fari ekki saman. „Það sem fylgir oft svona helgum er mikil gleði og þá er áfengi stundum haft um hönd. Fólk þarf að passa að hafa fengið nægilega góðan svefn eftir slíka neyslu og passa að fara ekki of snemma af stað að aka ökutæki. Eins að nota öryggisbelti og öryggisbúnað barna, gæta vel að því. Framúrakstur er hættulegur og mikilvægt að fólk haldi sig á hámarkshraða. Við komumst ekkert fyrr heim eða fyrr á leiðarenda ef við tökum fram úr tveimur, þremur bílum og lendum þar í bílalest.“ „Þeir sem eru með ferðavagna þurfa að gæta að því að vera með búnað í lagi, framlengda hliðarspegla þar sem þess er þörf. Þá tala ég ekki um út frá veðurspá, þar sem er spáð miklu hvassviðri þarf fólk að gæta þess að vera ekki á ferðinni með eftirvagna nema það sé talið óhætt út frá vindi og veðri.“ Umferð Umferðaröryggi Ferðalög Lögreglumál Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Landsmenn munu eins og þekkt er um verslunarmannahelgina sletta úr klaufunum um allt land. Hátíðir virðast á hverju strái en þeim fylgja ferðalög og umferðarþungi. Guðbrandur Sigurðsson, hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að enn sem komið er sé umferðin frekar greið úr bænum. „Oft hefur umferðin dreifst yfir á vikudagana, alveg jafnvel frá þriðjudegi en nú höfum við ekki verið áberandi varir við mikla umferð út úr bænum og ekki í morgun, hún var ekki sérlega mikil.“ Hann eigi þó von á að hún fari að þyngjast eftir hádegi. „Og undir seinni partinn. Miðað við veðurspá þá ætla ég að það verði meiri umferð um Suðurlandsveg, austur fyrir fjall.“ Hann segir að umferðarmenning á Íslandi hafi farið batnandi og segir varfærni og tillitssemi ökumanna hafa aukist. Hann ítrekar að áfengi og akstur fari ekki saman. „Það sem fylgir oft svona helgum er mikil gleði og þá er áfengi stundum haft um hönd. Fólk þarf að passa að hafa fengið nægilega góðan svefn eftir slíka neyslu og passa að fara ekki of snemma af stað að aka ökutæki. Eins að nota öryggisbelti og öryggisbúnað barna, gæta vel að því. Framúrakstur er hættulegur og mikilvægt að fólk haldi sig á hámarkshraða. Við komumst ekkert fyrr heim eða fyrr á leiðarenda ef við tökum fram úr tveimur, þremur bílum og lendum þar í bílalest.“ „Þeir sem eru með ferðavagna þurfa að gæta að því að vera með búnað í lagi, framlengda hliðarspegla þar sem þess er þörf. Þá tala ég ekki um út frá veðurspá, þar sem er spáð miklu hvassviðri þarf fólk að gæta þess að vera ekki á ferðinni með eftirvagna nema það sé talið óhætt út frá vindi og veðri.“
Umferð Umferðaröryggi Ferðalög Lögreglumál Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira