Lillestrøm hafði betur í fyrri leiknum með einu marki gegn engu og fer því þægilega áfram í þriðju umferð undankeppninnar.
Sveinn Aron Guðjohnsen lék fyrstu 74 mínúturnar þegar Elfsborg laut í lægra haldi fyrir Molde, 2-1. Molde vann einvígið samanlagt 6-2.
Hákon Rafn Valdimarsson sat allan tímann á varamannabekk Elfsborgar í leiknum.
Patrik Sigurður Gunnarsson stóð á milli stanganna hjá Viking Stavanger þegar liðið lagði Sparta Prag að velli, 2-1, og fór þar af leiðandi áfram eftir markalaust jafntefli í fyrri leik liðanna.
Samúel Kári Friðjónsson spilaði sömuleiðis allan leikinn fyrir Viking Stavanger en hann lék inni á miðsvæðinu hjá norska liðinu.