Frá EM í Englandi og út í Eyjar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2022 10:31 Sif Atladóttir og Auður Scheving á æfingu með íslenska landsliðinu á EM í England. Vísir/Vilhelm Einn af landsliðsmarkvörðum Íslands á Evrópumótinu er komin í nýtt félag fyrir lokasprettinn í Bestu deildinni því hún mun klára tímabilið í Vestmannaeyjum. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving kom inn í íslenska EM-hópinn þegar Cecilía Rán Rúnarsdóttir puttabrotnaði rétt fyrir fyrsta leik. View this post on Instagram A post shared by I BV Knattspyrna (@ibv.fc) Auður var í láni hjá Aftureldingu fyrri hluta tímabilsins en hafði skipt aftur í móðurfélagið sitt Val. Það er ekkert pláss í byrjunarliði Vals því þar spilar byrjunarliðsmarkvörður íslenska landsliðsins og einn besti leikmaður liðsins á EM, Sandra Sigurðardóttir. Nú lána Valsmenn Auði því til ÍBV þar sem hún hafði leikið undanfarin tvö tímabil við góðan orðstír. Auður verður ekki tvítug fyrr en í næsta mánuði en hún varð næstyngsti leikmaður íslenska landsliðsins hópsins eftir að Cecilía Rán datt út. Auður er aftur að leysa af meiddan leikmann því Guðný Geirsdóttir lék fyrstu átta deildarleiki ÍBV á tímabilinu áður en hún meiddist í bikarleik gegn Stjörnunni. Hún er enn frá vegna þeirra meiðsla og kemur Auður því sterk inn. ÍBV er í hörkubaráttu í efri hluta Bestu deildarinnar sem Eyjaliðið er í fjórða sæti með sautján stig eftir tíu leiku. „Mikil ánægja er með komu Auðar til ÍBV og býst knattspyrnudeildin við miklu af Auði sem hefur verið ein af betri markvörðum Íslands síðustu ár,“ segir í frétt á heimasíðu ÍBV. Besta deild kvenna Valur ÍBV Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Sjá meira
Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving kom inn í íslenska EM-hópinn þegar Cecilía Rán Rúnarsdóttir puttabrotnaði rétt fyrir fyrsta leik. View this post on Instagram A post shared by I BV Knattspyrna (@ibv.fc) Auður var í láni hjá Aftureldingu fyrri hluta tímabilsins en hafði skipt aftur í móðurfélagið sitt Val. Það er ekkert pláss í byrjunarliði Vals því þar spilar byrjunarliðsmarkvörður íslenska landsliðsins og einn besti leikmaður liðsins á EM, Sandra Sigurðardóttir. Nú lána Valsmenn Auði því til ÍBV þar sem hún hafði leikið undanfarin tvö tímabil við góðan orðstír. Auður verður ekki tvítug fyrr en í næsta mánuði en hún varð næstyngsti leikmaður íslenska landsliðsins hópsins eftir að Cecilía Rán datt út. Auður er aftur að leysa af meiddan leikmann því Guðný Geirsdóttir lék fyrstu átta deildarleiki ÍBV á tímabilinu áður en hún meiddist í bikarleik gegn Stjörnunni. Hún er enn frá vegna þeirra meiðsla og kemur Auður því sterk inn. ÍBV er í hörkubaráttu í efri hluta Bestu deildarinnar sem Eyjaliðið er í fjórða sæti með sautján stig eftir tíu leiku. „Mikil ánægja er með komu Auðar til ÍBV og býst knattspyrnudeildin við miklu af Auði sem hefur verið ein af betri markvörðum Íslands síðustu ár,“ segir í frétt á heimasíðu ÍBV.
Besta deild kvenna Valur ÍBV Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Sjá meira