Kærir leikskóla heyrnarlauss sonar síns: Stundum hafi hann engan til að eiga samskipti við Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. júlí 2022 20:00 Sigríður Vala Jóhannsdóttir og Hannes. bjarni einarsson Móðir heyrnarlauss drengs treystir sér oft ekki til að senda son sinn á leikskólann þótt skólinn sérhæfi sig í að mæta þörfum heyrnarlausra barna. Stundum hafi drengurinn engan til að eiga samskipti við þar sem oft vanti táknmálstalandi starfsmann á vakt. Hún hefur kært skólann til menntamálaráðuneytisins og óttast að þurfa að flytja út fyrir landsteinana í leit að þjónustu fyrir börnin. Sigríður Vala og unnusti hennar Sindri eru heyrnarlaus og eiga tvo heyrnarlausa syni. Eldri sonurinn Hannes er fjögurra ára og er á leikskólanum Sólborg sem er eini leikskólinn á landinu sem sérhæfir sig í að mæta þörfum heyrnarlausra barna. „Þar eru heyrnarskert börn, börn með kuðungsígræðslu og táknmálstalandi börn. Þetta er eina valið sem við höfum, við getum ekki valið hvaða leikskóla sem er,“ segir Sigríður Vala Jóhannsdóttir, móðir Hannesar. Þrátt fyrir þessa sérhæfingu telur Sigríður að víða sé pottur brotinn og að í raun sé þörfum heyrnarlausra barna ekki mætt. Stundum enginn táknmálstalandi að sinna barninu Sigríður segir að til dæmis sé oft sé enginn táknmálstalandi starfsmaður á deild Hannesar auk þess sem hann hafi um tíma verið eina heyrnarlausa barnið á sinni deild. Hannes hafi því oft hvorki haft jafningja né umönnunaraðila til að eiga í samskiptum við. „Til dæmis í hádegismatnum þá sitja börnin og starfsfólkið aðstoðar og spyr: Viltu meira? Viltu svona? Starfsfólkið er alltaf að tala við þau en hann fær ekkert af þeim samskiptum þegar það er ekki táknmálstalandi starfsmaður.“ Feðgarnir saman.aðsend Samskipti mikilvæg í lífi barna Sigríður hefur lært samskiptafræði og menntunarfræði og veit vel hvað þarf að vera til staðar svo að umhverfi sé táknmálsvænt. Hún ítrekar að táknmál er tungumál Hannesar en ekki sérstakur stuðningur og að samskipti séu sérstaklega mikilvæg á mótunarárum barna. „Þegar þau fara út að leika þá kannski dettur hann og meiðir sig og vill tala við starfsmann en það er enginn starfsmaður úti sem talar táknmál.“ Treystir sér stundum ekki til að senda hann á leikskólann Vegna þessa hefur Sigríður oft ekki treyst sér til að senda Hannes á leikskólann. Þá er tveggja ára sonur Sigríðar ekki á leikskólanum þar sem henni finnst skólinn ekki mæta þörfum hans. „Oft er Hannes bara heima og meira að segja þegar ég var ólétt af yngra barninu þá hafði ég hann heima því mér fannst óþægilegt að senda hann í skólann.“ Sigríður vill að ríkið beri ábyrgð í málinu.bjarni einarsson Sigríður var í ítrekuðum samskiptum við skólann árið 2019 og reyndi að leita lausna. „Til dæmis lagði ég til að öll táknmálstalandi börn óháð aldri væru höfð á sömu deildinni og að táknmálstalandi starfsmaður yrði á þeirri deild þannig að þar yrði táknmálsumhverfi, hvort að það væri möguleiki sem lausn, en það var ekki gert.“ Og rökin voru þau að á leikskólanum væri börnum deildarskipt eftir aldri. Ákvað að kæra skólann til ráðuneytisins Fyrir fimmtán mánuðum kærði Sigríður leikskólann til mennta- og menningarmálaráðuneytisins þar sem hún telur að leikskólinn komi ekki til móts við þarfir Hannesar til sérstakrar aðstoðar eins og lög gera ráð fyrir. Sigurbaldur Frímannsson, starfandi leikskólastjóri Sólborgar viðurkennir í samtali við fréttastofu að skólinn hefði átt að tryggja betur að alltaf væri táknmálstalandi starfsmaður á vakt þegar Hannes byrjaði á skólanum árið 2019. Hannes er fjögurra ára. Sigríður segir brýnt að fá niðurstöðu í málið sem fyrst í ljósi þess hve mikilvæg mótunarárin eru í lífi barna.aðsend Skólann skortir fjármagn Sigurbaldur er þó ekki sammála því að oft sé enginn táknmálstalandi starfsmaður þar sem þeim starfsmönnum hafi fjölgað á leikskólanum. Þá segir hann skólann skorta fjármagn og umgjörð til þess að geta veitt þjónustuna. Til samanburðar er Hlíðaskóli með sjö stöðugildi fyrir táknmálstúlk en Sólborg aðeins með eitt. Þá bendir Sigurbergur á að kerfin tali illa saman. Ríkið setji lögin en enginn aðgerðarpakki fylgi þeim. Það sé undir sveitarfélögunum að fjármagna þjónustuna en í tilfelli Sólborgar er leikskólinn í Reykjavík en börn úr öðrum sveitarfélögum sæki einnig skólann. „Ef að Reykjavíkurborg vill að Sólborg sé með þessa ábyrgð, að sinna börnum sem nota táknmál, þá ætti að fjármagna skólann svo að hann geti sinnt því. Geti ráðið til sín sérfræðinga á því sviði og veitt þessa þjónustu,“ segir Sigríður Vala. Bræðurnir.aðsend Gæti þurft að flytja út fyrir landsteinana í leit að þjónustu Sjálf ólst Sigríður upp í Bandaríkjunum þar sem hún gekk í grunn- og leikskóla, en foreldrar hennar fluttu með hana þangað til þess að sækja betri menntun fyrir hana á táknmáli. Hún segir að þjónustan þar og þjónustan hér sé ekki sambærileg. „Foreldrar mínir voru ekki sáttir við að þurfa að fara til Bandaríkjanna til að sækja betri menntun. Ég flutti aftur til Íslands sem fullorðin manneskja og er nú með börn hér og mér finnst Ísland ekki hafa breyst það mikið á öllum þessum áratugum. Ef þetta er ástandið sem er í boði þá neyðist ég kannski til að gera það sama og foreldrar mínir, að flytja með börnin úr landi.“ Sigríður segir að þjónustan hér á landi sé ekki sambærileg þjónustunni í Bandaríkjunum, en þar ólst hún upp.aðsend Vill að ríkið beri ábyrgð Sigríður segir að eðlilegt væri að ríkið bæri ábyrgð. „Mér finnst að ríkið eigi að bera ábyrgð á þessu. Það er vísað á milli Sólborgar og Reykjavíkurborgar, ég bý í Kópavogi, þannig það er vísað á milli sveitarfélaga. Það var þannig og er þannig að það fæðast börn sem þurfa táknmál úti um allt land, þannig það væri lang best ef að ríkið bæri ábyrgð á svona skóla.“ Sigríður segir að í dag, fimmtán mánuðum eftir að kæran var lögð fram, hafi ekkert gerst í málinu. Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Táknmál Jafnréttismál Börn og uppeldi Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Sigríður Vala og unnusti hennar Sindri eru heyrnarlaus og eiga tvo heyrnarlausa syni. Eldri sonurinn Hannes er fjögurra ára og er á leikskólanum Sólborg sem er eini leikskólinn á landinu sem sérhæfir sig í að mæta þörfum heyrnarlausra barna. „Þar eru heyrnarskert börn, börn með kuðungsígræðslu og táknmálstalandi börn. Þetta er eina valið sem við höfum, við getum ekki valið hvaða leikskóla sem er,“ segir Sigríður Vala Jóhannsdóttir, móðir Hannesar. Þrátt fyrir þessa sérhæfingu telur Sigríður að víða sé pottur brotinn og að í raun sé þörfum heyrnarlausra barna ekki mætt. Stundum enginn táknmálstalandi að sinna barninu Sigríður segir að til dæmis sé oft sé enginn táknmálstalandi starfsmaður á deild Hannesar auk þess sem hann hafi um tíma verið eina heyrnarlausa barnið á sinni deild. Hannes hafi því oft hvorki haft jafningja né umönnunaraðila til að eiga í samskiptum við. „Til dæmis í hádegismatnum þá sitja börnin og starfsfólkið aðstoðar og spyr: Viltu meira? Viltu svona? Starfsfólkið er alltaf að tala við þau en hann fær ekkert af þeim samskiptum þegar það er ekki táknmálstalandi starfsmaður.“ Feðgarnir saman.aðsend Samskipti mikilvæg í lífi barna Sigríður hefur lært samskiptafræði og menntunarfræði og veit vel hvað þarf að vera til staðar svo að umhverfi sé táknmálsvænt. Hún ítrekar að táknmál er tungumál Hannesar en ekki sérstakur stuðningur og að samskipti séu sérstaklega mikilvæg á mótunarárum barna. „Þegar þau fara út að leika þá kannski dettur hann og meiðir sig og vill tala við starfsmann en það er enginn starfsmaður úti sem talar táknmál.“ Treystir sér stundum ekki til að senda hann á leikskólann Vegna þessa hefur Sigríður oft ekki treyst sér til að senda Hannes á leikskólann. Þá er tveggja ára sonur Sigríðar ekki á leikskólanum þar sem henni finnst skólinn ekki mæta þörfum hans. „Oft er Hannes bara heima og meira að segja þegar ég var ólétt af yngra barninu þá hafði ég hann heima því mér fannst óþægilegt að senda hann í skólann.“ Sigríður vill að ríkið beri ábyrgð í málinu.bjarni einarsson Sigríður var í ítrekuðum samskiptum við skólann árið 2019 og reyndi að leita lausna. „Til dæmis lagði ég til að öll táknmálstalandi börn óháð aldri væru höfð á sömu deildinni og að táknmálstalandi starfsmaður yrði á þeirri deild þannig að þar yrði táknmálsumhverfi, hvort að það væri möguleiki sem lausn, en það var ekki gert.“ Og rökin voru þau að á leikskólanum væri börnum deildarskipt eftir aldri. Ákvað að kæra skólann til ráðuneytisins Fyrir fimmtán mánuðum kærði Sigríður leikskólann til mennta- og menningarmálaráðuneytisins þar sem hún telur að leikskólinn komi ekki til móts við þarfir Hannesar til sérstakrar aðstoðar eins og lög gera ráð fyrir. Sigurbaldur Frímannsson, starfandi leikskólastjóri Sólborgar viðurkennir í samtali við fréttastofu að skólinn hefði átt að tryggja betur að alltaf væri táknmálstalandi starfsmaður á vakt þegar Hannes byrjaði á skólanum árið 2019. Hannes er fjögurra ára. Sigríður segir brýnt að fá niðurstöðu í málið sem fyrst í ljósi þess hve mikilvæg mótunarárin eru í lífi barna.aðsend Skólann skortir fjármagn Sigurbaldur er þó ekki sammála því að oft sé enginn táknmálstalandi starfsmaður þar sem þeim starfsmönnum hafi fjölgað á leikskólanum. Þá segir hann skólann skorta fjármagn og umgjörð til þess að geta veitt þjónustuna. Til samanburðar er Hlíðaskóli með sjö stöðugildi fyrir táknmálstúlk en Sólborg aðeins með eitt. Þá bendir Sigurbergur á að kerfin tali illa saman. Ríkið setji lögin en enginn aðgerðarpakki fylgi þeim. Það sé undir sveitarfélögunum að fjármagna þjónustuna en í tilfelli Sólborgar er leikskólinn í Reykjavík en börn úr öðrum sveitarfélögum sæki einnig skólann. „Ef að Reykjavíkurborg vill að Sólborg sé með þessa ábyrgð, að sinna börnum sem nota táknmál, þá ætti að fjármagna skólann svo að hann geti sinnt því. Geti ráðið til sín sérfræðinga á því sviði og veitt þessa þjónustu,“ segir Sigríður Vala. Bræðurnir.aðsend Gæti þurft að flytja út fyrir landsteinana í leit að þjónustu Sjálf ólst Sigríður upp í Bandaríkjunum þar sem hún gekk í grunn- og leikskóla, en foreldrar hennar fluttu með hana þangað til þess að sækja betri menntun fyrir hana á táknmáli. Hún segir að þjónustan þar og þjónustan hér sé ekki sambærileg. „Foreldrar mínir voru ekki sáttir við að þurfa að fara til Bandaríkjanna til að sækja betri menntun. Ég flutti aftur til Íslands sem fullorðin manneskja og er nú með börn hér og mér finnst Ísland ekki hafa breyst það mikið á öllum þessum áratugum. Ef þetta er ástandið sem er í boði þá neyðist ég kannski til að gera það sama og foreldrar mínir, að flytja með börnin úr landi.“ Sigríður segir að þjónustan hér á landi sé ekki sambærileg þjónustunni í Bandaríkjunum, en þar ólst hún upp.aðsend Vill að ríkið beri ábyrgð Sigríður segir að eðlilegt væri að ríkið bæri ábyrgð. „Mér finnst að ríkið eigi að bera ábyrgð á þessu. Það er vísað á milli Sólborgar og Reykjavíkurborgar, ég bý í Kópavogi, þannig það er vísað á milli sveitarfélaga. Það var þannig og er þannig að það fæðast börn sem þurfa táknmál úti um allt land, þannig það væri lang best ef að ríkið bæri ábyrgð á svona skóla.“ Sigríður segir að í dag, fimmtán mánuðum eftir að kæran var lögð fram, hafi ekkert gerst í málinu.
Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Táknmál Jafnréttismál Börn og uppeldi Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira