Dómsmálaráðuneytið rannsakar aðild Trumps að áhlaupinu á þinghúsið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. júlí 2022 15:40 Í ræðu sem Trump flutti 6. janúar 2021 fyrir framan Hvíta húsið í Washington hvatti hann stuðningsmenn sína, sem höfðu safnast saman fyrir framan þinghúsið, áfram. Þeir enduðu á að ráðast þangað inn sem leiddi til dauða nokkurra. Getty/Tayfun Coskun Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur til rannsóknar aðild Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta að tilraunum til að snúa við niðurstöðu forsetakosninganna þar í landi árið 2020. Alríkissaksóknarar eru sagðir hafa spurt vitni beint út í hegðun forsetans fyrrverandi í tengslum við málið. Frá þessu greina fjölmiðlar vestanhafs en samkvæmt þeim hefur sakamálarannsókn á hegðun Trumps ekki verið opnuð formlega. Fyrirspurnir saksóknaranna um hegðun Trumps tengjast rannsóknum þeirra á áhlaupi stuðningsmanna hans á bandaríska þinghúsið 6. janúar 2021, en það var tilraun þeirra til að koma í veg fyrir að sigur Joe Bidens, Bandaríkjaforseta, í kosningunum yrði staðfestur. Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir hegðun sína þennan dag en hann sendi mjög misvísandi skilaboð hvatti annars vegar stuðningsmenn sína áfram og hrósaði þeim og hvatti þá hins vegar til að halda sig hæga og standa við bakið á viðbragðsaðilum. Samkvæmt fréttum frá Bandaríkjunum þýðir það eitt, að saksóknarar séu að spyrjast fyrir um hlutverk Trumps þennan dag, ekki að þeir muni enda á því að ákæra hann. Enginn bandarískur forseti hefur nokkurn tíma verið sakfelldur fyrir saknæmt athæfi. Þessi rannsókn tengist þá ekki rannsókn öldungadeildarinnar, sem hefur verið sjónvarpað undanfarnar vikur, en sú hefur vakið mikla athygli og Trump hefur sagt hana pólitískar nornaveiðar. Að sögn heimildamanna voru vitni spurð að því hvaða fyrirskipanir Trump hafi gefið til að koma í veg fyrir að bandaríska þingið staðfesti kosningasigur Bidens. Einhverjar spurninganna beindust þá að starfsmönnum Mike Pence, fyrrverandi varaforseta. Hingað til hefur dómsmálaráðuneytið neitað að greina frá hvort það hyggist rannsaka aðild Trumps að atburðunum í janúar 2021. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Bannon sekur um vanvirðingu gegn þinginu Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður Donald Trump, hefur verið dæmdur sekur um vanvirðingu gegn bandaríska þinginu. Hann gæti þurft að sitja í fangelsi í allt að tvö ár. 22. júlí 2022 19:09 Vitnisburður staðfesti aðgerðarleysi Trump Seinustu réttarhöld vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna í Washington D.C. þangað til í september voru haldin í gær. Þingnefndin nýtti réttarhöldin til þess að sýna fram á aðgerðarleysi Trump þegar það kom að árás stuðningsfólks hans á þinghúsið. Einblínt var á þær 187 mínútur sem liðu milli þess að Trump hvatti stuðningsfólk sitt til að ráðast að þinghúsinu og þegar hann sagði þeim að fara heim. 22. júlí 2022 11:40 Fleiri Repúblikanar ósáttir við Trump Stór hluti kjósenda Repúblikanaflokksins segist tilbúinn til að snúa bakinu við Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann er sagður íhuga að bjóða sig aftur fram til embættis forseta Bandaríkjanna í kosningunum 2024 en staða hans innan Repúblikanaflokksins hefur versnað að undanförnu. 12. júlí 2022 14:15 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Fleiri fréttir Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Sjá meira
Frá þessu greina fjölmiðlar vestanhafs en samkvæmt þeim hefur sakamálarannsókn á hegðun Trumps ekki verið opnuð formlega. Fyrirspurnir saksóknaranna um hegðun Trumps tengjast rannsóknum þeirra á áhlaupi stuðningsmanna hans á bandaríska þinghúsið 6. janúar 2021, en það var tilraun þeirra til að koma í veg fyrir að sigur Joe Bidens, Bandaríkjaforseta, í kosningunum yrði staðfestur. Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir hegðun sína þennan dag en hann sendi mjög misvísandi skilaboð hvatti annars vegar stuðningsmenn sína áfram og hrósaði þeim og hvatti þá hins vegar til að halda sig hæga og standa við bakið á viðbragðsaðilum. Samkvæmt fréttum frá Bandaríkjunum þýðir það eitt, að saksóknarar séu að spyrjast fyrir um hlutverk Trumps þennan dag, ekki að þeir muni enda á því að ákæra hann. Enginn bandarískur forseti hefur nokkurn tíma verið sakfelldur fyrir saknæmt athæfi. Þessi rannsókn tengist þá ekki rannsókn öldungadeildarinnar, sem hefur verið sjónvarpað undanfarnar vikur, en sú hefur vakið mikla athygli og Trump hefur sagt hana pólitískar nornaveiðar. Að sögn heimildamanna voru vitni spurð að því hvaða fyrirskipanir Trump hafi gefið til að koma í veg fyrir að bandaríska þingið staðfesti kosningasigur Bidens. Einhverjar spurninganna beindust þá að starfsmönnum Mike Pence, fyrrverandi varaforseta. Hingað til hefur dómsmálaráðuneytið neitað að greina frá hvort það hyggist rannsaka aðild Trumps að atburðunum í janúar 2021.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Bannon sekur um vanvirðingu gegn þinginu Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður Donald Trump, hefur verið dæmdur sekur um vanvirðingu gegn bandaríska þinginu. Hann gæti þurft að sitja í fangelsi í allt að tvö ár. 22. júlí 2022 19:09 Vitnisburður staðfesti aðgerðarleysi Trump Seinustu réttarhöld vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna í Washington D.C. þangað til í september voru haldin í gær. Þingnefndin nýtti réttarhöldin til þess að sýna fram á aðgerðarleysi Trump þegar það kom að árás stuðningsfólks hans á þinghúsið. Einblínt var á þær 187 mínútur sem liðu milli þess að Trump hvatti stuðningsfólk sitt til að ráðast að þinghúsinu og þegar hann sagði þeim að fara heim. 22. júlí 2022 11:40 Fleiri Repúblikanar ósáttir við Trump Stór hluti kjósenda Repúblikanaflokksins segist tilbúinn til að snúa bakinu við Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann er sagður íhuga að bjóða sig aftur fram til embættis forseta Bandaríkjanna í kosningunum 2024 en staða hans innan Repúblikanaflokksins hefur versnað að undanförnu. 12. júlí 2022 14:15 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Fleiri fréttir Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Sjá meira
Bannon sekur um vanvirðingu gegn þinginu Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður Donald Trump, hefur verið dæmdur sekur um vanvirðingu gegn bandaríska þinginu. Hann gæti þurft að sitja í fangelsi í allt að tvö ár. 22. júlí 2022 19:09
Vitnisburður staðfesti aðgerðarleysi Trump Seinustu réttarhöld vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna í Washington D.C. þangað til í september voru haldin í gær. Þingnefndin nýtti réttarhöldin til þess að sýna fram á aðgerðarleysi Trump þegar það kom að árás stuðningsfólks hans á þinghúsið. Einblínt var á þær 187 mínútur sem liðu milli þess að Trump hvatti stuðningsfólk sitt til að ráðast að þinghúsinu og þegar hann sagði þeim að fara heim. 22. júlí 2022 11:40
Fleiri Repúblikanar ósáttir við Trump Stór hluti kjósenda Repúblikanaflokksins segist tilbúinn til að snúa bakinu við Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann er sagður íhuga að bjóða sig aftur fram til embættis forseta Bandaríkjanna í kosningunum 2024 en staða hans innan Repúblikanaflokksins hefur versnað að undanförnu. 12. júlí 2022 14:15