Dómsmálaráðuneytið rannsakar aðild Trumps að áhlaupinu á þinghúsið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. júlí 2022 15:40 Í ræðu sem Trump flutti 6. janúar 2021 fyrir framan Hvíta húsið í Washington hvatti hann stuðningsmenn sína, sem höfðu safnast saman fyrir framan þinghúsið, áfram. Þeir enduðu á að ráðast þangað inn sem leiddi til dauða nokkurra. Getty/Tayfun Coskun Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur til rannsóknar aðild Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta að tilraunum til að snúa við niðurstöðu forsetakosninganna þar í landi árið 2020. Alríkissaksóknarar eru sagðir hafa spurt vitni beint út í hegðun forsetans fyrrverandi í tengslum við málið. Frá þessu greina fjölmiðlar vestanhafs en samkvæmt þeim hefur sakamálarannsókn á hegðun Trumps ekki verið opnuð formlega. Fyrirspurnir saksóknaranna um hegðun Trumps tengjast rannsóknum þeirra á áhlaupi stuðningsmanna hans á bandaríska þinghúsið 6. janúar 2021, en það var tilraun þeirra til að koma í veg fyrir að sigur Joe Bidens, Bandaríkjaforseta, í kosningunum yrði staðfestur. Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir hegðun sína þennan dag en hann sendi mjög misvísandi skilaboð hvatti annars vegar stuðningsmenn sína áfram og hrósaði þeim og hvatti þá hins vegar til að halda sig hæga og standa við bakið á viðbragðsaðilum. Samkvæmt fréttum frá Bandaríkjunum þýðir það eitt, að saksóknarar séu að spyrjast fyrir um hlutverk Trumps þennan dag, ekki að þeir muni enda á því að ákæra hann. Enginn bandarískur forseti hefur nokkurn tíma verið sakfelldur fyrir saknæmt athæfi. Þessi rannsókn tengist þá ekki rannsókn öldungadeildarinnar, sem hefur verið sjónvarpað undanfarnar vikur, en sú hefur vakið mikla athygli og Trump hefur sagt hana pólitískar nornaveiðar. Að sögn heimildamanna voru vitni spurð að því hvaða fyrirskipanir Trump hafi gefið til að koma í veg fyrir að bandaríska þingið staðfesti kosningasigur Bidens. Einhverjar spurninganna beindust þá að starfsmönnum Mike Pence, fyrrverandi varaforseta. Hingað til hefur dómsmálaráðuneytið neitað að greina frá hvort það hyggist rannsaka aðild Trumps að atburðunum í janúar 2021. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Bannon sekur um vanvirðingu gegn þinginu Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður Donald Trump, hefur verið dæmdur sekur um vanvirðingu gegn bandaríska þinginu. Hann gæti þurft að sitja í fangelsi í allt að tvö ár. 22. júlí 2022 19:09 Vitnisburður staðfesti aðgerðarleysi Trump Seinustu réttarhöld vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna í Washington D.C. þangað til í september voru haldin í gær. Þingnefndin nýtti réttarhöldin til þess að sýna fram á aðgerðarleysi Trump þegar það kom að árás stuðningsfólks hans á þinghúsið. Einblínt var á þær 187 mínútur sem liðu milli þess að Trump hvatti stuðningsfólk sitt til að ráðast að þinghúsinu og þegar hann sagði þeim að fara heim. 22. júlí 2022 11:40 Fleiri Repúblikanar ósáttir við Trump Stór hluti kjósenda Repúblikanaflokksins segist tilbúinn til að snúa bakinu við Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann er sagður íhuga að bjóða sig aftur fram til embættis forseta Bandaríkjanna í kosningunum 2024 en staða hans innan Repúblikanaflokksins hefur versnað að undanförnu. 12. júlí 2022 14:15 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Sjá meira
Frá þessu greina fjölmiðlar vestanhafs en samkvæmt þeim hefur sakamálarannsókn á hegðun Trumps ekki verið opnuð formlega. Fyrirspurnir saksóknaranna um hegðun Trumps tengjast rannsóknum þeirra á áhlaupi stuðningsmanna hans á bandaríska þinghúsið 6. janúar 2021, en það var tilraun þeirra til að koma í veg fyrir að sigur Joe Bidens, Bandaríkjaforseta, í kosningunum yrði staðfestur. Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir hegðun sína þennan dag en hann sendi mjög misvísandi skilaboð hvatti annars vegar stuðningsmenn sína áfram og hrósaði þeim og hvatti þá hins vegar til að halda sig hæga og standa við bakið á viðbragðsaðilum. Samkvæmt fréttum frá Bandaríkjunum þýðir það eitt, að saksóknarar séu að spyrjast fyrir um hlutverk Trumps þennan dag, ekki að þeir muni enda á því að ákæra hann. Enginn bandarískur forseti hefur nokkurn tíma verið sakfelldur fyrir saknæmt athæfi. Þessi rannsókn tengist þá ekki rannsókn öldungadeildarinnar, sem hefur verið sjónvarpað undanfarnar vikur, en sú hefur vakið mikla athygli og Trump hefur sagt hana pólitískar nornaveiðar. Að sögn heimildamanna voru vitni spurð að því hvaða fyrirskipanir Trump hafi gefið til að koma í veg fyrir að bandaríska þingið staðfesti kosningasigur Bidens. Einhverjar spurninganna beindust þá að starfsmönnum Mike Pence, fyrrverandi varaforseta. Hingað til hefur dómsmálaráðuneytið neitað að greina frá hvort það hyggist rannsaka aðild Trumps að atburðunum í janúar 2021.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Bannon sekur um vanvirðingu gegn þinginu Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður Donald Trump, hefur verið dæmdur sekur um vanvirðingu gegn bandaríska þinginu. Hann gæti þurft að sitja í fangelsi í allt að tvö ár. 22. júlí 2022 19:09 Vitnisburður staðfesti aðgerðarleysi Trump Seinustu réttarhöld vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna í Washington D.C. þangað til í september voru haldin í gær. Þingnefndin nýtti réttarhöldin til þess að sýna fram á aðgerðarleysi Trump þegar það kom að árás stuðningsfólks hans á þinghúsið. Einblínt var á þær 187 mínútur sem liðu milli þess að Trump hvatti stuðningsfólk sitt til að ráðast að þinghúsinu og þegar hann sagði þeim að fara heim. 22. júlí 2022 11:40 Fleiri Repúblikanar ósáttir við Trump Stór hluti kjósenda Repúblikanaflokksins segist tilbúinn til að snúa bakinu við Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann er sagður íhuga að bjóða sig aftur fram til embættis forseta Bandaríkjanna í kosningunum 2024 en staða hans innan Repúblikanaflokksins hefur versnað að undanförnu. 12. júlí 2022 14:15 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Sjá meira
Bannon sekur um vanvirðingu gegn þinginu Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður Donald Trump, hefur verið dæmdur sekur um vanvirðingu gegn bandaríska þinginu. Hann gæti þurft að sitja í fangelsi í allt að tvö ár. 22. júlí 2022 19:09
Vitnisburður staðfesti aðgerðarleysi Trump Seinustu réttarhöld vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna í Washington D.C. þangað til í september voru haldin í gær. Þingnefndin nýtti réttarhöldin til þess að sýna fram á aðgerðarleysi Trump þegar það kom að árás stuðningsfólks hans á þinghúsið. Einblínt var á þær 187 mínútur sem liðu milli þess að Trump hvatti stuðningsfólk sitt til að ráðast að þinghúsinu og þegar hann sagði þeim að fara heim. 22. júlí 2022 11:40
Fleiri Repúblikanar ósáttir við Trump Stór hluti kjósenda Repúblikanaflokksins segist tilbúinn til að snúa bakinu við Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann er sagður íhuga að bjóða sig aftur fram til embættis forseta Bandaríkjanna í kosningunum 2024 en staða hans innan Repúblikanaflokksins hefur versnað að undanförnu. 12. júlí 2022 14:15