Meira en 70 ferkílómetrar orðið eldunum við Yosemite að bráð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júlí 2022 10:43 Meira en 2.500 slökkviliðsmenn hafa barist við skógareldana við Yosemite. AP/Ethan Swope Slökkviliðsmönnum í Kaliforníu hefur tekist að hægja verulega á útbreiðslu skógarelda í nágrenni við Yosemite þjóðgarðinn. Nú hafa 55 mannvirki orðið eldunum að bráð og þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín. „Þetta var mjög góður dagur hjá okkur, eldarnir dreifðu lítið úr sér. Þyrlur helltu meira en 1.130.000 lítrum af vatni á eldana,“ sagði í tilkynningu frá Slökkviliði Kaliforníu í gærkvöldi. Gærdagurinn var sérstaklega slæmur hvað varðaði reyk frá eldunum en reykurinn barst um 322 kílómetra norðvestur af þjóðgarðinum, alla leið til Lake Tahoe, hluta Nevada og San Francisco svæðisins. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín vegna eldanna.AP Photo/Noah Berge Meira en 2.500 slökkviliðsmenn hafa barist við eldana, með hjálp úr lofti. Eldarnir, sem fengið hafa heitið Eikareldar (e. Oak Fire), kviknuðu á föstudaginn suðvestur af þjóðagarðinum nærri bænum Midpines í Mariposa sýslu. Vegna mikilla þurrka hafa eldarnir náð að dreifa verulega úr sér og erfitt hefur reynst að slökkva þá. Eldarnir hafa nú brennt meira en 70 ferkílómetra af skógi frá því á föstudag. Enn hefur slökkvilið Kaliforníu ekki komist að því hvað olli eldinum. Samkvæmt frétt AP um málið var gærdagurinn slökkviliðsmönnum erfiður en þeir börðust við eldana í bröttum hlíðum og náði hitinn 35°C. Tveir miklir skógareldar brenna nú í Kaliforníu. Númi Sveinsson, Íslendingur búsettur í San Francisco, sagði í samtali við fréttastofu í gær að það boðaði ekki gott að skógareldatímabilið byrjaði með svo miklu offorsi og fólk geri ráð fyrir að miklir eldar muni brenna á Vesturströndinni þetta árið. Skógareldatímabilið muni svo ná hámarki í september þegar Santa Ana og Diablo vindarnir fari að blása í ríkinu. „Við höfum verið heppin hingað til. Mun færri eldar hafa brunnið í ár en á sama tíma í fyrra. En gróðurinn er mun þurrari en í fyrra, það er svo þurrt þarna úti,“ segir Kim Zagaris, ráðgjafi hjá Sambandi slökkviliðsstjóra á Vesturströndinni. Árlegum gróðureldum í Kaliforníu hefur á undanförnum áratugum fjölgað og þeir verða stærri og erfiðari viðureignar með hverju árinu vegna loftslagsbreytinga. Vegna þeirra er vesturströnd Bandaríkjanna orðin mun heitari og þurrkar meiri sömuleiðis. Vísindamenn hafa sagt að vegna loftslagsbreytinga verði veður öfgakenndara og gróðureldar algengari, óútreiknanlegri og muni valda meiri skaða. Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Skógareldarnir brenni í offorsi svæði sem hefðu átt að brenna á mörgum árum Íslendingur búsettur í Kaliforníu segir ekki boða gott að fyrstu gróðureldar sumarsins brenni með svo miklu offorsi. Eldarnir séu afleiðing áratugalangra mistaka hjá stjórnvöldum sem skilji ekki náttúruna á svæðinu. 25. júlí 2022 18:01 Stjórnlausir eldar í Kaliforníu Slökkviliðsmönnum í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur ekkert gengið í baráttunni við skógareldinn sem brennur í Mariposa sýslu 25. júlí 2022 07:29 Neyðarástand vegna skógarelda í Kaliforníu Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna skógarelda í Kaliforníu en eldarnir nálgast nú Yosemite þjóðgarðinn. 24. júlí 2022 08:39 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
„Þetta var mjög góður dagur hjá okkur, eldarnir dreifðu lítið úr sér. Þyrlur helltu meira en 1.130.000 lítrum af vatni á eldana,“ sagði í tilkynningu frá Slökkviliði Kaliforníu í gærkvöldi. Gærdagurinn var sérstaklega slæmur hvað varðaði reyk frá eldunum en reykurinn barst um 322 kílómetra norðvestur af þjóðgarðinum, alla leið til Lake Tahoe, hluta Nevada og San Francisco svæðisins. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín vegna eldanna.AP Photo/Noah Berge Meira en 2.500 slökkviliðsmenn hafa barist við eldana, með hjálp úr lofti. Eldarnir, sem fengið hafa heitið Eikareldar (e. Oak Fire), kviknuðu á föstudaginn suðvestur af þjóðagarðinum nærri bænum Midpines í Mariposa sýslu. Vegna mikilla þurrka hafa eldarnir náð að dreifa verulega úr sér og erfitt hefur reynst að slökkva þá. Eldarnir hafa nú brennt meira en 70 ferkílómetra af skógi frá því á föstudag. Enn hefur slökkvilið Kaliforníu ekki komist að því hvað olli eldinum. Samkvæmt frétt AP um málið var gærdagurinn slökkviliðsmönnum erfiður en þeir börðust við eldana í bröttum hlíðum og náði hitinn 35°C. Tveir miklir skógareldar brenna nú í Kaliforníu. Númi Sveinsson, Íslendingur búsettur í San Francisco, sagði í samtali við fréttastofu í gær að það boðaði ekki gott að skógareldatímabilið byrjaði með svo miklu offorsi og fólk geri ráð fyrir að miklir eldar muni brenna á Vesturströndinni þetta árið. Skógareldatímabilið muni svo ná hámarki í september þegar Santa Ana og Diablo vindarnir fari að blása í ríkinu. „Við höfum verið heppin hingað til. Mun færri eldar hafa brunnið í ár en á sama tíma í fyrra. En gróðurinn er mun þurrari en í fyrra, það er svo þurrt þarna úti,“ segir Kim Zagaris, ráðgjafi hjá Sambandi slökkviliðsstjóra á Vesturströndinni. Árlegum gróðureldum í Kaliforníu hefur á undanförnum áratugum fjölgað og þeir verða stærri og erfiðari viðureignar með hverju árinu vegna loftslagsbreytinga. Vegna þeirra er vesturströnd Bandaríkjanna orðin mun heitari og þurrkar meiri sömuleiðis. Vísindamenn hafa sagt að vegna loftslagsbreytinga verði veður öfgakenndara og gróðureldar algengari, óútreiknanlegri og muni valda meiri skaða.
Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Skógareldarnir brenni í offorsi svæði sem hefðu átt að brenna á mörgum árum Íslendingur búsettur í Kaliforníu segir ekki boða gott að fyrstu gróðureldar sumarsins brenni með svo miklu offorsi. Eldarnir séu afleiðing áratugalangra mistaka hjá stjórnvöldum sem skilji ekki náttúruna á svæðinu. 25. júlí 2022 18:01 Stjórnlausir eldar í Kaliforníu Slökkviliðsmönnum í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur ekkert gengið í baráttunni við skógareldinn sem brennur í Mariposa sýslu 25. júlí 2022 07:29 Neyðarástand vegna skógarelda í Kaliforníu Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna skógarelda í Kaliforníu en eldarnir nálgast nú Yosemite þjóðgarðinn. 24. júlí 2022 08:39 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Skógareldarnir brenni í offorsi svæði sem hefðu átt að brenna á mörgum árum Íslendingur búsettur í Kaliforníu segir ekki boða gott að fyrstu gróðureldar sumarsins brenni með svo miklu offorsi. Eldarnir séu afleiðing áratugalangra mistaka hjá stjórnvöldum sem skilji ekki náttúruna á svæðinu. 25. júlí 2022 18:01
Stjórnlausir eldar í Kaliforníu Slökkviliðsmönnum í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur ekkert gengið í baráttunni við skógareldinn sem brennur í Mariposa sýslu 25. júlí 2022 07:29
Neyðarástand vegna skógarelda í Kaliforníu Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna skógarelda í Kaliforníu en eldarnir nálgast nú Yosemite þjóðgarðinn. 24. júlí 2022 08:39