Hugmyndir Björns „fullkomlega óraunhæfar“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 25. júlí 2022 12:01 Oddný er nefndarmaður Samfylkingarinnar í velferðarnefnd. vísir/vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar segir hugmyndir formanns stjórnar Landspítala um að fækka starfsfólki spítalans á stuðningssviðum í hagræðingarskyni fullkomlega óraunhæfar. Stuðningsfólkið létti undir með hjúkrunarfræðingum. Nóg álag sé á þeim nú þegar. Björn Zoëga, formaður nýrrar stjórnar Landspítala, sagði í gær að til greina kæmi að fækka starfsmönnum spítalans í hagræðingarskyni. Stöðum á svokölluðum stuðningssviðum yrði þá fækkað, sem vinna ekki beint með sjúklingum. Þessar hugmyndir falla illa í kramið hjá Samfylkingunni. Björn Zoëga var skipaður formaður nýrrar stjórnar Landspítalans af heilbrigðisráðherra fyrr á þessu ári.Karolinska „Ég held að væntingar um það að það sé hægt að halda kostnaði niðri við rekstur Landspítala með því að segja upp starfsfólki og halda uppi sömu þjónustu séu fullkomlega óraunhæfar,“ segir Oddný G. Harðardóttir, nefndarmaður Samfylkingarinnar í velferðarnefnd. Formaður Félags lífeindafræðinga sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að spítalinn mætti alls ekki við því að starfsfólki fækki. Vinna þeirra sem ynnu ekki með sjúklingum væri gríðarlega mikilvæg fyrir endaniðurstöðu á meðferð þeirra. „Við þurfum að sjá til þess að heilbrigðisstarfsfólkið okkar haldist í vinnu og það yfirgefi ekki vettvang vegna álags eins og það hefur verið að gera núna síðustu ár, sérstaklega eftir Covid-faraldurinn. Þannig að það að fara að segja upp stuðningsfólki sem er ráðið til að létta undir með hjúkrunarfólkinu. Það væri óraunhæft,“ segir Oddný. Hún er sammála Birni Zoëga í því að mannekla sé helsta vandamál spítalans. Álagið hafi því verið gríðarlegt á starfsfólkinu. „Þess vegna hefur stuðningsfólkið verið ráðið inn og það getur varla verið fyrsta verk að segja upp því fólki. Fyrsta verk hlýtur að vera að reyna að bregðast við vandanum með því að fjölga hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum með öllum ráðum,“ segir Oddný. Stjórnvöld verði að sætta sig við að það muni kosta talsvert fjármagn að halda í heilbrigðisstarfsfólk; bæta þurfi launakjör þess og tryggja þeim viðunandi starfsaðstæður svo fátt eitt sé nefnt. Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Sjá meira
Björn Zoëga, formaður nýrrar stjórnar Landspítala, sagði í gær að til greina kæmi að fækka starfsmönnum spítalans í hagræðingarskyni. Stöðum á svokölluðum stuðningssviðum yrði þá fækkað, sem vinna ekki beint með sjúklingum. Þessar hugmyndir falla illa í kramið hjá Samfylkingunni. Björn Zoëga var skipaður formaður nýrrar stjórnar Landspítalans af heilbrigðisráðherra fyrr á þessu ári.Karolinska „Ég held að væntingar um það að það sé hægt að halda kostnaði niðri við rekstur Landspítala með því að segja upp starfsfólki og halda uppi sömu þjónustu séu fullkomlega óraunhæfar,“ segir Oddný G. Harðardóttir, nefndarmaður Samfylkingarinnar í velferðarnefnd. Formaður Félags lífeindafræðinga sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að spítalinn mætti alls ekki við því að starfsfólki fækki. Vinna þeirra sem ynnu ekki með sjúklingum væri gríðarlega mikilvæg fyrir endaniðurstöðu á meðferð þeirra. „Við þurfum að sjá til þess að heilbrigðisstarfsfólkið okkar haldist í vinnu og það yfirgefi ekki vettvang vegna álags eins og það hefur verið að gera núna síðustu ár, sérstaklega eftir Covid-faraldurinn. Þannig að það að fara að segja upp stuðningsfólki sem er ráðið til að létta undir með hjúkrunarfólkinu. Það væri óraunhæft,“ segir Oddný. Hún er sammála Birni Zoëga í því að mannekla sé helsta vandamál spítalans. Álagið hafi því verið gríðarlegt á starfsfólkinu. „Þess vegna hefur stuðningsfólkið verið ráðið inn og það getur varla verið fyrsta verk að segja upp því fólki. Fyrsta verk hlýtur að vera að reyna að bregðast við vandanum með því að fjölga hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum með öllum ráðum,“ segir Oddný. Stjórnvöld verði að sætta sig við að það muni kosta talsvert fjármagn að halda í heilbrigðisstarfsfólk; bæta þurfi launakjör þess og tryggja þeim viðunandi starfsaðstæður svo fátt eitt sé nefnt.
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Sjá meira