Innlent

Barnið sem féll út um glugga er eins og hálfs árs

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Slysið átti sér stað í blokkaríbúð í austurborginni.
Slysið átti sér stað í blokkaríbúð í austurborginni. Vísir/Vilhelm

Barnið sem féll út um glugga á fjölbýlishúsi í gær er eins og hálfs árs. Barnið féll út um opinn glugga á fjórðu hæð hússins fimmtán metra niður. 

Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. Hann segir slysið hafa orðið í blokkaríbúð í austurborginni.

„Við erum núna bara að skoða það hvernig barnið kemst þangað, það var einhver opinn gluggi þarna á fjórðu hæðinni.“

Að sögn Jóhanns er barnið eins og hálfs árs en engir sjáanlegir áverkar voru á barninu þegar það var flutt á sjúkrahús. Eins og stendur liggur barnið á spítala.


Tengdar fréttir

Barn féll fimm­tán metra út um glugga á fjöl­býlis­húsi

Ungt barn féll út um glugga á fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu í dag. Samkvæmt dagbók lögreglu var fallhæðin um fimmtán metrar en ekki kemur fram hver nákvæmur aldur barnsins er. Barnið var flutt á bráðamóttöku til aðhlynningar en er ekki með alvarlegt beinbrot. Innvortis meiðsli eru til skoðunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×