Víkingur vann stærsta alþjóðlega mót heims Hjörvar Ólafsson skrifar 23. júlí 2022 20:46 Víkingar fagna sigri sínum á Gothia Cup. Mynd/Gothia Cup Víkingur bar sigur úr býtum á hinu alþjóðlega móti móti í fótbolta drengja yngri en 16 ára. Víkingur lagði Stjörnuna að velli í úrslitaleik mótsins eftir markalausan leik og vítaspyrnukeppni. Alls voru 167 lið sem kepptu í þessum aldursflokki og árangur Víkings og Stjörnunnar þar af leiðandi frábær. Gothia Cup er stærsta alþjóðlega ungmennamót í fótbolta sem haldið er í heiminum ár hvert en þar keppa 1.700 lið frá 80 þjóðum í aldursflokkunum 13 - 16 ára drengja og stúlkna. „Við höfðum betur í öllum leikjum okkar á mótinu. Ég er himinlifandi með að hafa unnið mótið og ég trúi þessu í raun ekki ennþá,“ sagði Ketill Guðlaugur Ágústsson, fyrirliði Víkings í samtali við heimasíðu mótsins í leikslok. „Við finnum varla fyrir fótunum okkar við erum svo þreyttir. Ég er gráti næst, þetta er svo frábær tilfinning," sagði fyrirliðinn enn fremur. Það var Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem veitti Víkingum sigurverðlaunin að leik loknum en sonur hans var á meðal þátttakenda á mótinu. Vikingur 1 won and was handed the trophy by the president of Iceland! #gothiacup #gothiacup2022— Gothia Cup (@Gothia_Cup) July 23, 2022 Fjölmörg íslensk félög sendu lið á mótið sem er haldið í fyrsta sinn frá árinu 2019 vegna kórónuveirufaraldursins. Stjarnan fagnaði sigri á mótinu í flokknum síðast þegar það var haldið. Þá voru núverandi meistaraflokksleikmenn á við Adolf Daða Birgisson, Ísak Andra Sigurgeirsson og Eggert Aron Guðmundsson allir í liðinu. Breiðablik, FH, Fjölnir, Fylkir, Grótta, HK, ÍBV, KA, Keflavík, KR, Leiknir R., Njarðvík, Stjarnan og Víkingur R. sendu öll lið til að keppa í aldurflokknum 13 til 16 ára í bæði karla- og kvennaflokki. Alls fóru yfir 1.200 íslenskir leikmenn, þjálfarar og fararstjórar á mótið og gert er ráð fyrir að yfir 2.000 Íslendingar hafi mætt á mótið ef foreldrar. Stjarnan 1 í flokki 14 ára stúlkna laut í lægra haldi fyrir Street Ball FC frá Vancouver í Kanada í úrslitaleik í þeim flokki. Stjarnan hafði borið sigurorð gegn þremur bandarískum liðum á leið sinni í úrslitin. Fótbolti Víkingur Reykjavík Íþróttir barna Íslendingar erlendis Svíþjóð Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Sjá meira
Alls voru 167 lið sem kepptu í þessum aldursflokki og árangur Víkings og Stjörnunnar þar af leiðandi frábær. Gothia Cup er stærsta alþjóðlega ungmennamót í fótbolta sem haldið er í heiminum ár hvert en þar keppa 1.700 lið frá 80 þjóðum í aldursflokkunum 13 - 16 ára drengja og stúlkna. „Við höfðum betur í öllum leikjum okkar á mótinu. Ég er himinlifandi með að hafa unnið mótið og ég trúi þessu í raun ekki ennþá,“ sagði Ketill Guðlaugur Ágústsson, fyrirliði Víkings í samtali við heimasíðu mótsins í leikslok. „Við finnum varla fyrir fótunum okkar við erum svo þreyttir. Ég er gráti næst, þetta er svo frábær tilfinning," sagði fyrirliðinn enn fremur. Það var Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem veitti Víkingum sigurverðlaunin að leik loknum en sonur hans var á meðal þátttakenda á mótinu. Vikingur 1 won and was handed the trophy by the president of Iceland! #gothiacup #gothiacup2022— Gothia Cup (@Gothia_Cup) July 23, 2022 Fjölmörg íslensk félög sendu lið á mótið sem er haldið í fyrsta sinn frá árinu 2019 vegna kórónuveirufaraldursins. Stjarnan fagnaði sigri á mótinu í flokknum síðast þegar það var haldið. Þá voru núverandi meistaraflokksleikmenn á við Adolf Daða Birgisson, Ísak Andra Sigurgeirsson og Eggert Aron Guðmundsson allir í liðinu. Breiðablik, FH, Fjölnir, Fylkir, Grótta, HK, ÍBV, KA, Keflavík, KR, Leiknir R., Njarðvík, Stjarnan og Víkingur R. sendu öll lið til að keppa í aldurflokknum 13 til 16 ára í bæði karla- og kvennaflokki. Alls fóru yfir 1.200 íslenskir leikmenn, þjálfarar og fararstjórar á mótið og gert er ráð fyrir að yfir 2.000 Íslendingar hafi mætt á mótið ef foreldrar. Stjarnan 1 í flokki 14 ára stúlkna laut í lægra haldi fyrir Street Ball FC frá Vancouver í Kanada í úrslitaleik í þeim flokki. Stjarnan hafði borið sigurorð gegn þremur bandarískum liðum á leið sinni í úrslitin.
Fótbolti Víkingur Reykjavík Íþróttir barna Íslendingar erlendis Svíþjóð Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Sjá meira