Átti eitt besta hlaup sögunnar og gekk frá heimsmetinu Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2022 09:01 McLaughlin átti eitt besta hlaup sögunnar í nótt. Mustafa Yalcin/Anadolu Agency via Getty Images Óhætt er að segja að hin bandaríska Sydney McLaughlin hafi stolið senunni á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Eugene í Oregon í nótt. Hún lék sér að því að slá eigið heimsmet í 400 metra grindahlaupi. Mikil spenna var fyrir greininni þar sem þær þrjár fljótustu í sögunni voru allar á meðal keppenda. Femke Bol frá Hollandi og Delilah Muhammad frá Bandaríkjunum áttu hins vegar ekki roð í McLaughlin. McLaughlin þótti líklegust til sigurs eftir að hafa sett heimsmet í greininni fyrir rúmum mánuði síðan er hún hljóp metrana á 51,41 sekúndu. Fáir bjuggust hins vegar við yfirburðunum sem hún sýndi í nótt. Hún stakk snemma af og var ein á auðum sjó síðustu 200 metrana. Þá kom hún í mark á 50,78 sekúndum og bætti því fyrra met sitt um 76 hundraðshluta úr sekúndu. Töluvert á eftir McLaughlin kom Bol önnur í mark á 52,27 sekúndum og Muhammad hlaut brons. Sérfræðingar vestanhafs segja hlaup næturinnar vera á meðal þeirra betri í sögunni. Töluvert er síðan met hefur verið bætt svo rækilega, auk þess sem 51 sekúndna múrinn í greininni er fallinn. McLaughlin var að bæta heimsmetið í fjórða sinn á ferli sínum og sást þakka guði ítrekað eftir að hafa komið í mark. Hún sat þá ein á hlaupabrautinni töluvert lengi eftir að hlaupinu lauk. „Ég var bara að reyna að vinna úr mjólkursýrunni, en ég vildi líka staldra aðeins við og njóta augnabliksins,“ sagði McLaughlin í viðtali. Hún kveðst þó hvergi nærri hætt. „Ég held það sé alltaf hægt að bæta sig enn frekar. Það er ekki til hið fullkomna hlaup og ég held að framkvæmd þessa hlaups hafi ekki verið fullkomin,“ Næst síðasti dagur mótsins er í nótt og lokadagur þess er á aðfaranótt mánudags. Frjálsar íþróttir Bandaríkin Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Mikil spenna var fyrir greininni þar sem þær þrjár fljótustu í sögunni voru allar á meðal keppenda. Femke Bol frá Hollandi og Delilah Muhammad frá Bandaríkjunum áttu hins vegar ekki roð í McLaughlin. McLaughlin þótti líklegust til sigurs eftir að hafa sett heimsmet í greininni fyrir rúmum mánuði síðan er hún hljóp metrana á 51,41 sekúndu. Fáir bjuggust hins vegar við yfirburðunum sem hún sýndi í nótt. Hún stakk snemma af og var ein á auðum sjó síðustu 200 metrana. Þá kom hún í mark á 50,78 sekúndum og bætti því fyrra met sitt um 76 hundraðshluta úr sekúndu. Töluvert á eftir McLaughlin kom Bol önnur í mark á 52,27 sekúndum og Muhammad hlaut brons. Sérfræðingar vestanhafs segja hlaup næturinnar vera á meðal þeirra betri í sögunni. Töluvert er síðan met hefur verið bætt svo rækilega, auk þess sem 51 sekúndna múrinn í greininni er fallinn. McLaughlin var að bæta heimsmetið í fjórða sinn á ferli sínum og sást þakka guði ítrekað eftir að hafa komið í mark. Hún sat þá ein á hlaupabrautinni töluvert lengi eftir að hlaupinu lauk. „Ég var bara að reyna að vinna úr mjólkursýrunni, en ég vildi líka staldra aðeins við og njóta augnabliksins,“ sagði McLaughlin í viðtali. Hún kveðst þó hvergi nærri hætt. „Ég held það sé alltaf hægt að bæta sig enn frekar. Það er ekki til hið fullkomna hlaup og ég held að framkvæmd þessa hlaups hafi ekki verið fullkomin,“ Næst síðasti dagur mótsins er í nótt og lokadagur þess er á aðfaranótt mánudags.
Frjálsar íþróttir Bandaríkin Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira