Segir fásinnu að stuðningur við rafbíla sé óhagkvæmur Árni Sæberg skrifar 22. júlí 2022 12:55 Tómas Kristjánsson er formaður Rafbílasambands Íslands. Aðsend Formaður rafbílasambands segir mikið af ranghugmyndum í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um hagkvæmni loftslagsaðgerða. Stofnunin gefi sér mikið af röngum forsendum og algjör fásinna sé að skella loftslagsskuldinni á rafbíla. Tómas Kristjánsson er formaður Rafbílasambands Íslands og hann er ekki sáttur með þá mynd sem teiknuð er upp í skýrslu Hagfræðistofnunar. Í skýrslunni segir að stuðningur við kaup á rafbílum sé langóhagkvæmasta loftslagsaðgerðin sem íslensk stjórnvöld hafa ráðist í. Það sem hann segir athyglisverðast sé sú aðferð sem Hagfræðistofnun beitir til að reikna kostnað við stuðning við rafbíla. „Þeir eru þarna með töflu í skýrslunni yfir niðurfellingu á virðisaukaskatti. Niðurfelling á virðisaukaskatti er náttúrulega ekki ríkið að setja pening í eitthvað heldur bara ríkið að verða af tekjum. Það er grundvallarmunur á því,“ segir Tómas. Þá gagnrýnir hann að gert sé ráð fyrir fullri niðurfellingu virðisaukaskatts til ársins 2030, sem enginn sé að tala um. „Núverandi aðgerðir eru upp í tuttugu þúsund bíl, sem verður trúlega um mitt ár 2023,“ segir Tómas. Hann segir að Rafbílasambandið geri ekki ráð fyrir því að virðisaukaskattur verði felldur niður lengi. Eðlilegt sé að það sé gert á meðan rafbílar eru dýrari en sambærilegir bílar sem knúnir eru af jarðefnaeldsneyti. Gert sé ráð fyrir að rafbílar verði orðnir helmingi ódýrari en aðrir bílar árið 2030 og því sé rangt að reikna með niðurfellingu svo lengi. Í skýrslunni segir að niðurfelling viðrisaukaskatts muni kosta ríkið 34,2 milljarða króna árið 2030. Því sé hægt að leiðrétta allan hallann af stuðningi við rafbíla og gott betur séu árin 2029 og 2030 tekin út. Hallinn færi þá úr 38 milljörðum í 28 milljarða króna hagnað. Orkuskipti Loftslagsmál Vistvænir bílar Bílar Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Tómas Kristjánsson er formaður Rafbílasambands Íslands og hann er ekki sáttur með þá mynd sem teiknuð er upp í skýrslu Hagfræðistofnunar. Í skýrslunni segir að stuðningur við kaup á rafbílum sé langóhagkvæmasta loftslagsaðgerðin sem íslensk stjórnvöld hafa ráðist í. Það sem hann segir athyglisverðast sé sú aðferð sem Hagfræðistofnun beitir til að reikna kostnað við stuðning við rafbíla. „Þeir eru þarna með töflu í skýrslunni yfir niðurfellingu á virðisaukaskatti. Niðurfelling á virðisaukaskatti er náttúrulega ekki ríkið að setja pening í eitthvað heldur bara ríkið að verða af tekjum. Það er grundvallarmunur á því,“ segir Tómas. Þá gagnrýnir hann að gert sé ráð fyrir fullri niðurfellingu virðisaukaskatts til ársins 2030, sem enginn sé að tala um. „Núverandi aðgerðir eru upp í tuttugu þúsund bíl, sem verður trúlega um mitt ár 2023,“ segir Tómas. Hann segir að Rafbílasambandið geri ekki ráð fyrir því að virðisaukaskattur verði felldur niður lengi. Eðlilegt sé að það sé gert á meðan rafbílar eru dýrari en sambærilegir bílar sem knúnir eru af jarðefnaeldsneyti. Gert sé ráð fyrir að rafbílar verði orðnir helmingi ódýrari en aðrir bílar árið 2030 og því sé rangt að reikna með niðurfellingu svo lengi. Í skýrslunni segir að niðurfelling viðrisaukaskatts muni kosta ríkið 34,2 milljarða króna árið 2030. Því sé hægt að leiðrétta allan hallann af stuðningi við rafbíla og gott betur séu árin 2029 og 2030 tekin út. Hallinn færi þá úr 38 milljörðum í 28 milljarða króna hagnað.
Orkuskipti Loftslagsmál Vistvænir bílar Bílar Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent