Með sérstakan mútusjóð til að greiða fórnarlömbum kynferðisofbeldis Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2022 23:31 Kanadíski fáninn og íshokkíkylfa. Getty Images Kanadískir fjölmiðlar greina frá því að Íshokkísamband landsins nýti skráningarfé úr starfi yngri flokka til að greiða meintum fórnarlömbum kynferðisofbeldis bætur. Sambandið hefur sætt mikilli gagnrýni í sumar eftir að kona steig fram í apríl síðastliðnum og sakaði átta kanadíska unglingalandsliðsmenn um nauðgun sem hún segir hafa átt sér stað árið 2018. This is a shocking report. A slush fund paid for by the fees of kids playing hockey. If true, this could bring down all of Hockey Canada. pic.twitter.com/1sVbGSU4Wc— Damien Cox (@DamoSpin) July 19, 2022 Í frétt á íþróttavefnum The Athletic er greint frá því að sambandið hafi nýtt sérstakan sjóð til að borga meintum fórnarlömbum kynferðisofbeldis, má því segja að um svokallaðan mútusjóð sé að ræða. Í fréttinni kemur einnig fram að alls hafi rúmir tveir milljarðar íslenskra króna nú þegar verið greiddir til meintra fórnarlamba íshokkíleikmanna á undanförnum árum. Kanadískir þingmenn hafa gagnrýnt sambandið harðlega en málið verður tekið fyrir af sérstakri þingnefnd í næstu viku. Síðan lögsóknin var opinberuð hafa stórir styrktaðilar sagst ætla að draga styrki sína til baka og þá hefur Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagt meðhöndlun sambandsins á málinu vera „óásættanlega.“ Talsmaður sambandsins segir að sjóðurinn eigi að dekka hin ýmsu útgjöld er kemur að öryggi, vellíðan og jafnrétti innan sambandsins. Einnig á sjóðurinn að dekka kostnað sem tryggingar gera ekki, þar má nefna líkamlegan skaða, áreiti eða kynferðisbrot. Hockey Canada says its National Equity Fund will no longer be used to settle sexual assault claims.HC statement: Hockey Canada recognizes we have significant work to do to rebuild trust with Canadians." pic.twitter.com/KwvXeY1h1X— Rick Westhead (@rwesthead) July 20, 2022 Eftir að fréttir bárust að sjóðurinn hefði verið notaður til að greiða meintum fórnarlömbum kynferðisofbeldis hefur talsmaður sambandsins stigið fram og sagt að það verði ekki gert aftur. Í yfirlýsingu frá sambandinu segist það vita að mikil vinna sé framundan til að hinn hefðbundni Kanadamaður geti treyst því á ný. Það eru eflaust orð að sönnu en í vitnisburði tengdum málinu frá 2018 kom fram að ein til tvær ásakanir hafi komið árlega á borð Íshokkísambandsins undanfarin sex ár. Kanada Íshokkí Kynferðisofbeldi Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Sjá meira
Sambandið hefur sætt mikilli gagnrýni í sumar eftir að kona steig fram í apríl síðastliðnum og sakaði átta kanadíska unglingalandsliðsmenn um nauðgun sem hún segir hafa átt sér stað árið 2018. This is a shocking report. A slush fund paid for by the fees of kids playing hockey. If true, this could bring down all of Hockey Canada. pic.twitter.com/1sVbGSU4Wc— Damien Cox (@DamoSpin) July 19, 2022 Í frétt á íþróttavefnum The Athletic er greint frá því að sambandið hafi nýtt sérstakan sjóð til að borga meintum fórnarlömbum kynferðisofbeldis, má því segja að um svokallaðan mútusjóð sé að ræða. Í fréttinni kemur einnig fram að alls hafi rúmir tveir milljarðar íslenskra króna nú þegar verið greiddir til meintra fórnarlamba íshokkíleikmanna á undanförnum árum. Kanadískir þingmenn hafa gagnrýnt sambandið harðlega en málið verður tekið fyrir af sérstakri þingnefnd í næstu viku. Síðan lögsóknin var opinberuð hafa stórir styrktaðilar sagst ætla að draga styrki sína til baka og þá hefur Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagt meðhöndlun sambandsins á málinu vera „óásættanlega.“ Talsmaður sambandsins segir að sjóðurinn eigi að dekka hin ýmsu útgjöld er kemur að öryggi, vellíðan og jafnrétti innan sambandsins. Einnig á sjóðurinn að dekka kostnað sem tryggingar gera ekki, þar má nefna líkamlegan skaða, áreiti eða kynferðisbrot. Hockey Canada says its National Equity Fund will no longer be used to settle sexual assault claims.HC statement: Hockey Canada recognizes we have significant work to do to rebuild trust with Canadians." pic.twitter.com/KwvXeY1h1X— Rick Westhead (@rwesthead) July 20, 2022 Eftir að fréttir bárust að sjóðurinn hefði verið notaður til að greiða meintum fórnarlömbum kynferðisofbeldis hefur talsmaður sambandsins stigið fram og sagt að það verði ekki gert aftur. Í yfirlýsingu frá sambandinu segist það vita að mikil vinna sé framundan til að hinn hefðbundni Kanadamaður geti treyst því á ný. Það eru eflaust orð að sönnu en í vitnisburði tengdum málinu frá 2018 kom fram að ein til tvær ásakanir hafi komið árlega á borð Íshokkísambandsins undanfarin sex ár.
Kanada Íshokkí Kynferðisofbeldi Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Sjá meira