Með sérstakan mútusjóð til að greiða fórnarlömbum kynferðisofbeldis Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2022 23:31 Kanadíski fáninn og íshokkíkylfa. Getty Images Kanadískir fjölmiðlar greina frá því að Íshokkísamband landsins nýti skráningarfé úr starfi yngri flokka til að greiða meintum fórnarlömbum kynferðisofbeldis bætur. Sambandið hefur sætt mikilli gagnrýni í sumar eftir að kona steig fram í apríl síðastliðnum og sakaði átta kanadíska unglingalandsliðsmenn um nauðgun sem hún segir hafa átt sér stað árið 2018. This is a shocking report. A slush fund paid for by the fees of kids playing hockey. If true, this could bring down all of Hockey Canada. pic.twitter.com/1sVbGSU4Wc— Damien Cox (@DamoSpin) July 19, 2022 Í frétt á íþróttavefnum The Athletic er greint frá því að sambandið hafi nýtt sérstakan sjóð til að borga meintum fórnarlömbum kynferðisofbeldis, má því segja að um svokallaðan mútusjóð sé að ræða. Í fréttinni kemur einnig fram að alls hafi rúmir tveir milljarðar íslenskra króna nú þegar verið greiddir til meintra fórnarlamba íshokkíleikmanna á undanförnum árum. Kanadískir þingmenn hafa gagnrýnt sambandið harðlega en málið verður tekið fyrir af sérstakri þingnefnd í næstu viku. Síðan lögsóknin var opinberuð hafa stórir styrktaðilar sagst ætla að draga styrki sína til baka og þá hefur Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagt meðhöndlun sambandsins á málinu vera „óásættanlega.“ Talsmaður sambandsins segir að sjóðurinn eigi að dekka hin ýmsu útgjöld er kemur að öryggi, vellíðan og jafnrétti innan sambandsins. Einnig á sjóðurinn að dekka kostnað sem tryggingar gera ekki, þar má nefna líkamlegan skaða, áreiti eða kynferðisbrot. Hockey Canada says its National Equity Fund will no longer be used to settle sexual assault claims.HC statement: Hockey Canada recognizes we have significant work to do to rebuild trust with Canadians." pic.twitter.com/KwvXeY1h1X— Rick Westhead (@rwesthead) July 20, 2022 Eftir að fréttir bárust að sjóðurinn hefði verið notaður til að greiða meintum fórnarlömbum kynferðisofbeldis hefur talsmaður sambandsins stigið fram og sagt að það verði ekki gert aftur. Í yfirlýsingu frá sambandinu segist það vita að mikil vinna sé framundan til að hinn hefðbundni Kanadamaður geti treyst því á ný. Það eru eflaust orð að sönnu en í vitnisburði tengdum málinu frá 2018 kom fram að ein til tvær ásakanir hafi komið árlega á borð Íshokkísambandsins undanfarin sex ár. Kanada Íshokkí Kynferðisofbeldi Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Sambandið hefur sætt mikilli gagnrýni í sumar eftir að kona steig fram í apríl síðastliðnum og sakaði átta kanadíska unglingalandsliðsmenn um nauðgun sem hún segir hafa átt sér stað árið 2018. This is a shocking report. A slush fund paid for by the fees of kids playing hockey. If true, this could bring down all of Hockey Canada. pic.twitter.com/1sVbGSU4Wc— Damien Cox (@DamoSpin) July 19, 2022 Í frétt á íþróttavefnum The Athletic er greint frá því að sambandið hafi nýtt sérstakan sjóð til að borga meintum fórnarlömbum kynferðisofbeldis, má því segja að um svokallaðan mútusjóð sé að ræða. Í fréttinni kemur einnig fram að alls hafi rúmir tveir milljarðar íslenskra króna nú þegar verið greiddir til meintra fórnarlamba íshokkíleikmanna á undanförnum árum. Kanadískir þingmenn hafa gagnrýnt sambandið harðlega en málið verður tekið fyrir af sérstakri þingnefnd í næstu viku. Síðan lögsóknin var opinberuð hafa stórir styrktaðilar sagst ætla að draga styrki sína til baka og þá hefur Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagt meðhöndlun sambandsins á málinu vera „óásættanlega.“ Talsmaður sambandsins segir að sjóðurinn eigi að dekka hin ýmsu útgjöld er kemur að öryggi, vellíðan og jafnrétti innan sambandsins. Einnig á sjóðurinn að dekka kostnað sem tryggingar gera ekki, þar má nefna líkamlegan skaða, áreiti eða kynferðisbrot. Hockey Canada says its National Equity Fund will no longer be used to settle sexual assault claims.HC statement: Hockey Canada recognizes we have significant work to do to rebuild trust with Canadians." pic.twitter.com/KwvXeY1h1X— Rick Westhead (@rwesthead) July 20, 2022 Eftir að fréttir bárust að sjóðurinn hefði verið notaður til að greiða meintum fórnarlömbum kynferðisofbeldis hefur talsmaður sambandsins stigið fram og sagt að það verði ekki gert aftur. Í yfirlýsingu frá sambandinu segist það vita að mikil vinna sé framundan til að hinn hefðbundni Kanadamaður geti treyst því á ný. Það eru eflaust orð að sönnu en í vitnisburði tengdum málinu frá 2018 kom fram að ein til tvær ásakanir hafi komið árlega á borð Íshokkísambandsins undanfarin sex ár.
Kanada Íshokkí Kynferðisofbeldi Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira