Þakkir frá Okkar Hveragerði Sandra Sigurðardóttir skrifar 21. júlí 2022 11:31 Fyrir hönd Okkar Hveragerðis vil ég þakka kjósendum í Hveragerði kærlega fyrir það mikla traust sem þeir sýndu framboðinu í sveitarstjórnarkosningunum þann 14. maí s.l. Árangur Okkar Hveragerðis er því að þakka að Hvergerðingar hafa trú á okkur og þeim stefnumálum sem við berjumst fyrir. Þetta er í annað skipti sem Okkar Hveragerði, sem er óháð stjórnmálaafl, býður fram til sveitarstjórnarkosninga og það er nú orðið stærsta stjórnmálaaflið í Hveragerði með tæplega 40% fylgi, aukningu um 7% atkvæða og einn bæjarfulltrúa frá síðustu kosningum. Ef niðurstöðurnar eru skoðaðar í sögulegu samhengi þá er þetta einungis í annað skipti á síðustu 40 árum sem tvö framboð mynda meirihluta í bæjarstjórn Hveragerðis. Síðustu 11 kjörtímabil hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið sjö sinnum með hreinan meirihluta og hefur aðeins einu sinni fengið verri útkomu, ef niðurstöður alveg frá miðri síðustu öld eru skoðaðar. Kosningarnar 14. maí s.l. voru því sögulegar á margan hátt. Ákall um breytingar Niðurstaða kosninganna var skýr yfirlýsing íbúa um breytingar. Kjörtímabilið er rétt að byrja og við erum mætt til starfa. Samstarfið milli Okkar Hveragerðis og Framsóknar er gott og hreinskiptið og við höfum látið hendur standa fram úr ermum þær sjö vikur sem liðnar eru frá því að meirihlutinn tók formlega til starfa. Okkar Hveragerði lagði fram 150 daga áætlun fyrir kosningar með tíu málefnum sem við ætluðum okkur að koma í framkvæmd og skemmtilegt er að segja frá því að sjö af þessum tíu málefnum hefur nú þegar verið hrint í framkvæmd eða komið í ferli. Við erum svo sannarlega reiðubúin til að vinna ötullega í þágu og í samvinnu við bæjarbúa með hagsmuni þeirra að leiðarljósi næstu fjögur árin. Fyrstu sjö vikurnar Ráðning bæjarstjóra á faglegum forsendum var eitt helsta áhersluatriði okkar fyrir kosningar og þann 1. ágúst kemur Geir Sveinsson til með að hefja störf sem bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. Við höfum staðið fyrir tveimur íbúakönnunum, annars vegar um staðsetningu ærslabelgs og hinsvegar um staðsetningu grenndargáma. Íbúar völdu ærslabelgnum sama stað og áður og er þegar búið að semja við framkvæmdaraðila um uppsetningu hans. Íbúakönnun vegna grenndargáma er að ljúka og verður uppsetningu hrint í framkvæmd um leið og niðurstöður könnunarinnar liggja fyrir. Búið er að samþykkja lækkun leikskólagjalda fyrir öll leikskólabörn og jafnframt er verið að leita að bráðabirgðalausn svo öll 12 mánaða börn fái inngöngu á leikskóla strax í haust. Hönnun á nýjum leikskóla við Hrauntungu í Kambalandi er farin af stað og unnið er að því að áfangar 3 og 4 í stækkun grunnskólans verði byggðir samhliða í ljósi fyrirséðrar þarfar vegna íbúafjölgunar og er hönnun þeirra í vinnslu. Búið er að taka ákvörðun um ráðningu þroskaþjálfa til að sinna málefnum fatlaðs fólks, taka ákvörðun um að fara í úttekt á rekstri bæjarins í samstarfi og samvinnu við nýjan bæjarstjóra. Málefni Hamarshallarinnar hafa verið fyrirferðarmikil í vinnu nýs meirihluta síðustu vikur og hefur málið verið skoðað frá mörgum hliðum með það að markmiði að taka ákvörðun sem er hagkvæm fyrir bæjarfélagið og íbúa til langs tíma. Tekin var ákvörðun á síðasta bæjarstjórnarfundi að fara af stað með hönnunarhóp og í framhaldi af þeirri vinnu verður farið í að útbúa útboðsgögn fyrir byggingu úr föstu efni sem mun rísa á grunni Hamarshallarinnar. Þá hefur meirihlutinn átt fundi með fjárfestum og verktökum sem áhuga hafa á frekari uppbyggingu í Hveragerði, þar má til dæmis nefna að undirrituð hefur verið viljayfirlýsing milli þróunarfélags HNLFÍ og Hveragerðisbæjar um uppbyggingu rúmlega þúsund íbúða byggðar sem mun hafa sjálfbærni og umhverfismál að leiðarljósi í svokölluðu Sólborgarlandi. Þetta er einungis brot af því sem nýr meirihluti hefur verið að vinna að og því er glögglega hægt að sjá að ekkert okkar hefur setið auðum höndum undanfarnar vikur. Öflugt samfélag Það er mikill heiður að fá að gegna forystuhlutverki í bæjarstjórn Hveragerðis. Samfélagið okkar er öflugt með kraftmikið og hugmyndaríkt fólk á öllum sviðum sem brennur fyrir Hveragerði og vill láta gott af sér leiða. Tækifærin í Hveragerði eru á hverju horni og framtíðin er björt. Ég hlakka til að vinna að málefnum Hvergerðinga, með þeim og fyrir þá. Horfum til framtíðar. Höfundur er oddviti Okkar Hveragerðis og formaður bæjarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Sjá meira
Fyrir hönd Okkar Hveragerðis vil ég þakka kjósendum í Hveragerði kærlega fyrir það mikla traust sem þeir sýndu framboðinu í sveitarstjórnarkosningunum þann 14. maí s.l. Árangur Okkar Hveragerðis er því að þakka að Hvergerðingar hafa trú á okkur og þeim stefnumálum sem við berjumst fyrir. Þetta er í annað skipti sem Okkar Hveragerði, sem er óháð stjórnmálaafl, býður fram til sveitarstjórnarkosninga og það er nú orðið stærsta stjórnmálaaflið í Hveragerði með tæplega 40% fylgi, aukningu um 7% atkvæða og einn bæjarfulltrúa frá síðustu kosningum. Ef niðurstöðurnar eru skoðaðar í sögulegu samhengi þá er þetta einungis í annað skipti á síðustu 40 árum sem tvö framboð mynda meirihluta í bæjarstjórn Hveragerðis. Síðustu 11 kjörtímabil hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið sjö sinnum með hreinan meirihluta og hefur aðeins einu sinni fengið verri útkomu, ef niðurstöður alveg frá miðri síðustu öld eru skoðaðar. Kosningarnar 14. maí s.l. voru því sögulegar á margan hátt. Ákall um breytingar Niðurstaða kosninganna var skýr yfirlýsing íbúa um breytingar. Kjörtímabilið er rétt að byrja og við erum mætt til starfa. Samstarfið milli Okkar Hveragerðis og Framsóknar er gott og hreinskiptið og við höfum látið hendur standa fram úr ermum þær sjö vikur sem liðnar eru frá því að meirihlutinn tók formlega til starfa. Okkar Hveragerði lagði fram 150 daga áætlun fyrir kosningar með tíu málefnum sem við ætluðum okkur að koma í framkvæmd og skemmtilegt er að segja frá því að sjö af þessum tíu málefnum hefur nú þegar verið hrint í framkvæmd eða komið í ferli. Við erum svo sannarlega reiðubúin til að vinna ötullega í þágu og í samvinnu við bæjarbúa með hagsmuni þeirra að leiðarljósi næstu fjögur árin. Fyrstu sjö vikurnar Ráðning bæjarstjóra á faglegum forsendum var eitt helsta áhersluatriði okkar fyrir kosningar og þann 1. ágúst kemur Geir Sveinsson til með að hefja störf sem bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. Við höfum staðið fyrir tveimur íbúakönnunum, annars vegar um staðsetningu ærslabelgs og hinsvegar um staðsetningu grenndargáma. Íbúar völdu ærslabelgnum sama stað og áður og er þegar búið að semja við framkvæmdaraðila um uppsetningu hans. Íbúakönnun vegna grenndargáma er að ljúka og verður uppsetningu hrint í framkvæmd um leið og niðurstöður könnunarinnar liggja fyrir. Búið er að samþykkja lækkun leikskólagjalda fyrir öll leikskólabörn og jafnframt er verið að leita að bráðabirgðalausn svo öll 12 mánaða börn fái inngöngu á leikskóla strax í haust. Hönnun á nýjum leikskóla við Hrauntungu í Kambalandi er farin af stað og unnið er að því að áfangar 3 og 4 í stækkun grunnskólans verði byggðir samhliða í ljósi fyrirséðrar þarfar vegna íbúafjölgunar og er hönnun þeirra í vinnslu. Búið er að taka ákvörðun um ráðningu þroskaþjálfa til að sinna málefnum fatlaðs fólks, taka ákvörðun um að fara í úttekt á rekstri bæjarins í samstarfi og samvinnu við nýjan bæjarstjóra. Málefni Hamarshallarinnar hafa verið fyrirferðarmikil í vinnu nýs meirihluta síðustu vikur og hefur málið verið skoðað frá mörgum hliðum með það að markmiði að taka ákvörðun sem er hagkvæm fyrir bæjarfélagið og íbúa til langs tíma. Tekin var ákvörðun á síðasta bæjarstjórnarfundi að fara af stað með hönnunarhóp og í framhaldi af þeirri vinnu verður farið í að útbúa útboðsgögn fyrir byggingu úr föstu efni sem mun rísa á grunni Hamarshallarinnar. Þá hefur meirihlutinn átt fundi með fjárfestum og verktökum sem áhuga hafa á frekari uppbyggingu í Hveragerði, þar má til dæmis nefna að undirrituð hefur verið viljayfirlýsing milli þróunarfélags HNLFÍ og Hveragerðisbæjar um uppbyggingu rúmlega þúsund íbúða byggðar sem mun hafa sjálfbærni og umhverfismál að leiðarljósi í svokölluðu Sólborgarlandi. Þetta er einungis brot af því sem nýr meirihluti hefur verið að vinna að og því er glögglega hægt að sjá að ekkert okkar hefur setið auðum höndum undanfarnar vikur. Öflugt samfélag Það er mikill heiður að fá að gegna forystuhlutverki í bæjarstjórn Hveragerðis. Samfélagið okkar er öflugt með kraftmikið og hugmyndaríkt fólk á öllum sviðum sem brennur fyrir Hveragerði og vill láta gott af sér leiða. Tækifærin í Hveragerði eru á hverju horni og framtíðin er björt. Ég hlakka til að vinna að málefnum Hvergerðinga, með þeim og fyrir þá. Horfum til framtíðar. Höfundur er oddviti Okkar Hveragerðis og formaður bæjarráðs.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar