„Við erum ekki betri en þetta eins og staðan er“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júlí 2022 21:30 Rúnar Kristinsson, þjálfari KR. Vísir/Hulda Margrét „Gríðarlega vonsvikinn, við vorum ömurlega lélegir. Skömminn skárri í seinni hálfleik en mjög slakir í fyrri hálfleik, þorðum ekki að spila og vorum ekki líkir sjálfum okkur ef við getum verið eitthvað,“ sagði svekktur Rúnar Kristinsson að loknu 1-1 jafntefli KR og Fram í lokaleik 13. umferðar Bestu deildar karla í fótbolta. KR lenti undir undir lok fyrri hálfleiks í leik kvöldsins en skiptingar Rúnars báru árangur og liðið jafnaði strax í upphafi þess síðari. Það dugði hins vegar ekki til sigurs þar sem leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Rúnar var eins og sést á upphafssvari hans vægast sagt ósáttur með sína menn. „Nei, ég vildi að ég hefði hana. Það vantaði aga í allt sem við vorum að gera, það vantaði betri hreyfingu á mansnkapinn. Við þurftum að reyna spila okkur betur út úr vörninni, Framarar lokuðu vel á okkur. Ekkert sem kom á óvart hvernig þeir vörðust okkar en við náðum ekki að leysa það,“ sagði Rúnar aðspurður hvort hann hefði einhver svör varðandi slaka byrjun KR-liðsins í dag. Rúnar gerði töluverðar breytingar í hálfleik og báru þær árangur í upphafi síðari hálfleiks. Segja má að KR hafi spilað útfærslu af 3-5-2 leikkerfi en Kennie Chopart var fjarverandi í dag og þá er fjöldi leikmanna enn á meiðslalistanum eða tæpir. „Við spiluðum örlítið betur í síðari hálfleik, skorum mjög snemma og þá hélt ég að við myndum kannski ná yfirhöndinni, róa okkur og spila aðeins meira. Um leið og við breyttum um kerfi þá breytti Fram um kerfi og náði að hægja á okkar sóknarleik. Þeir eru vel spilandi og góðir, gerðu okkur ofboðslega erfitt fyrir í dag og kannski ástæðan fyrir að við vorum ekki betri að Framararnir voru góðir.“ „Við verðum að halda áfram, leggja á okkur og bæta okkar leik. Þetta er búið að vera erfitt og er aftur erfitt á heimavelli núna eftir mjög góða viku eftir Evrópuleik en við náðum ekki að sýna sama karakter og í þeim leik. Kannski full óþolinmóðir oft en það er erfitt þegar illa gengur og menn eru að horfa upp fyrir sig, vilja komast hærra í töflunni og allt þetta. Vita kannski að innst inni ef við værum eins og menn þá værum við hærra í töflunni en taflan lýgur ekkert, við erum ekki betri en þetta eins og staðan er.“ Fótbolti Íslenski boltinn KR Besta deild karla Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
KR lenti undir undir lok fyrri hálfleiks í leik kvöldsins en skiptingar Rúnars báru árangur og liðið jafnaði strax í upphafi þess síðari. Það dugði hins vegar ekki til sigurs þar sem leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Rúnar var eins og sést á upphafssvari hans vægast sagt ósáttur með sína menn. „Nei, ég vildi að ég hefði hana. Það vantaði aga í allt sem við vorum að gera, það vantaði betri hreyfingu á mansnkapinn. Við þurftum að reyna spila okkur betur út úr vörninni, Framarar lokuðu vel á okkur. Ekkert sem kom á óvart hvernig þeir vörðust okkar en við náðum ekki að leysa það,“ sagði Rúnar aðspurður hvort hann hefði einhver svör varðandi slaka byrjun KR-liðsins í dag. Rúnar gerði töluverðar breytingar í hálfleik og báru þær árangur í upphafi síðari hálfleiks. Segja má að KR hafi spilað útfærslu af 3-5-2 leikkerfi en Kennie Chopart var fjarverandi í dag og þá er fjöldi leikmanna enn á meiðslalistanum eða tæpir. „Við spiluðum örlítið betur í síðari hálfleik, skorum mjög snemma og þá hélt ég að við myndum kannski ná yfirhöndinni, róa okkur og spila aðeins meira. Um leið og við breyttum um kerfi þá breytti Fram um kerfi og náði að hægja á okkar sóknarleik. Þeir eru vel spilandi og góðir, gerðu okkur ofboðslega erfitt fyrir í dag og kannski ástæðan fyrir að við vorum ekki betri að Framararnir voru góðir.“ „Við verðum að halda áfram, leggja á okkur og bæta okkar leik. Þetta er búið að vera erfitt og er aftur erfitt á heimavelli núna eftir mjög góða viku eftir Evrópuleik en við náðum ekki að sýna sama karakter og í þeim leik. Kannski full óþolinmóðir oft en það er erfitt þegar illa gengur og menn eru að horfa upp fyrir sig, vilja komast hærra í töflunni og allt þetta. Vita kannski að innst inni ef við værum eins og menn þá værum við hærra í töflunni en taflan lýgur ekkert, við erum ekki betri en þetta eins og staðan er.“
Fótbolti Íslenski boltinn KR Besta deild karla Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira