Einstaklingurinn er sagður hafa reynt að telja yfirvöldum trú um að teikningin væri ódýr eftirlíking en reikningur sem fannst í farangri farþegans frá listagalleríi í Zurich virtist staðfesta að teikningin væri í raun verk eftir Picasso. Á reikningnum kom fram að um verkið „Trois personnages“ eða „þrjár persónur“ frá árinu 1966 væri að ræða. Þetta kemur fram í umfjöllun CNN.
Svissnesk yfirvöld eru sögð hafa varað kollega sína á Ibiza við manninum og sagt hegðun hans vera grunsamlega.