Tók saman kort með andlátum ferðamanna á Íslandi undanfarin ár Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. júlí 2022 15:40 Staðsetningar á andlátum ferðamanna á Íslandi vöktu forvitni Kristjáns Hlyns Ingólfssonar í Covid-faraldrinum. Hann ákvað því að taka saman fréttatilkynningar um dauðsföll ferðamanna og hefur núna búið til kortasjá. Samsett/Aðsent Kristján Hlynur Ingólfsson hefur undanfarin tvö ár tekið saman upplýsingar um dauðsföll ferðamanna á Íslandi og er núna búinn að búa til kortasjá sem sýnir hvar á landinu ferðamenn hafa dáið. Hann segir þrjá staði á Suður- og Suðvesturlandi vera stærstu álagssvæðin. Kristján Hlynur, yfirleitt kallaður Hlynur, vinnur við þróun á landfræðilegum upplýsingakerfum hjá Statskraft í Noregi. Þar sem hann fær ekkert að búa sjálfur til kort í vinnunni hefur hann tekið upp kortagerð í frítíma sínum. Þaðan spratt svo hugmyndin um að búa til kortasjá sem taki saman dauðsföll ferðamanna. „Þetta byrjaði eiginlega í Covid þegar mér leiddist. Svo dúkka upp tilkynningar af andlátum á fjölmiðlum og af því ég vinn með landfræðiupplýsingar var ég forvitinn að vita hvar þetta væri að gerast á landinu. Hvort að gögnin bentu til að það væru einhver svæði á landinu sem væru einfaldlega hættulegri en önnur,“ sagði Hlynur í samtali við blaðamann. Bjó til kortasjána á meðan hann fylgdist með kjaraviðræðum flugmanna Hlynur segist hafa byrjað í Covid-faraldrinum á að taka saman andlát ferðamanna og þá hafi hann líka bætti inn þeim andlátum sem hann fann fyrir árið 2020. Til að byrja með gerði hann hins vegar ekkert við gögnin sem hann fann. En eftir að umræðan um seinustu drukknun í Reynisfjöru fór af stað segir hann að sér hafi dottið í hug að henda gögnunum saman og búa eitthvað til úr þeim. Það sé ekki svo gott að átta sig á svona upplýsingum í excel-töflu en maður sjái strax dreifinguna þegar þær eru á korti. Kristján Hlynur Ingólfsson ákvað fyrir forvitnissakir að taka saman tilkynningar um dauðsföll ferðamanna á Íslandi og búa til kortasjá úr þeim.Skjáskot „Í gær var ég að bíða milli vonar og ótta að verkfallið hjá SAS myndi leysast af því ég átti flug heim í sumarfrí í morgun og þurfti að hanga fyrir framan tölvuna til að sjá fréttirnar. Þá datt mér í hug að henda þessu upp og gerði það bara á meðan ég beið,“ sagði Hlynur. Hann segist vera viss um að hann sé ekki með öll andlát ferðamanna á Íslandi undanfarin ár en á kortasjánni séu samt öll þau andlát sem hann fann á fjölmiðlum. Fær útrás í kortagerðinni Hlynur vinnur hjá Statkraft, norska ríkisorkufyrirtækinu, við þróun á landfræðilegum upplýsingakerfum. Sjálfur segist hann bera óþjálasta starfstitil í heimi sem sé á ensku „geographical information system developer“ en slík kerfi séu kölluð landfræðileg upplýsingakerfi á íslensku. Hlynur segist fá skapandi útrás í kortagerðinni og upp af henni hafi vaknað hugmynd um kort með staðsetningum andláta ferðamanna.Aðsent Hann fái hins vegar aldrei að gera kort í vinnunni heldur vinni bara með töluleg gögn. Til að fá skapandi útrás hafi hann því tekið upp kortagerð í frítíma sínum og á Instagram haldi hann úti reikningi með gamaldags „artífartí“ listrænum kortum, eins og hann orðar það. „Kortin eru dauð, fólk notar bara Google Maps,“ sagði hann um áhugamál sitt. Í tengslum við það datt honum í hug að búa til einhvers konar kort úr andlátsupplýsingum en það sé ekkert hægt að búa til bókstaflegt kort úr upplýsingunum. Kortasjá sé betri svo fólk geti fiktað í gögnunum, súmmað inn og út og valið sér sérstaka flokka til að skoða. View this post on Instagram A post shared by Hlynur Ingólfsson (@colorblindcartographer) Áhættusvæðin séu þrjú Hlynur segist taka þrjú áhættusvæði á landinu út úr rannsóknum sínum og skráningum á andlátunum. Þau séu Þingvallavatn, svæðið milli Reynisfjöru og flugvélarflaksins á Sólheimasandi, vegurinn frá Vík að öræfum. Í kringum Reynisfjöru sé helsta dánarorsökin ofkulnun eða drukknun, við Þingvallavatn sé það drukknun en þar hafi bæst við töluverður fjöldi vegna flugslyssins sem varð í febrúar og á veginum frá Vík til öræfa látist flestir í bílslysum. Hann segir kortasjána ekki vera fullkomlega nákvæma enda byggi skrásetningin á fréttum um dauðsföllin og því felist ákveðin túlkun í kortasjánni. Hann þurfi sjálfur að geta sér sirka til um hvar dauðsföllin verða en hann reyni að fylgja upplýsingum fréttanna eins vel og hann getur. Flugvélaflakið á Sólheimasandi er vinsæll ferðamannastaður.Vísir/Vilhelm Suðurlandið sé því hættulegast miðað við kortasjána sem hann segir að sé kannski ekki skrítið þar sem þar séu flestir ferðamenn staðsettir á landinu. Hlynur tók fram að hann væri ekki að gera kortasjána til að vera með nein leiðindi, þetta væri bara hobbí sem gæti kannski gagnast einhverjum. Fyrir þá sem vilja skoða kortasjána er það hægt með því að smella á þennan hlekk. Áhættumat á ferðamannastöðum Þess má geta að undanfarið hefur verið mikil umræða um dauðsföll ferðamanna eftir röð drukknana í Reynisfjöru á Suðurlandi. Af því tilefni skipaði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, verkefnastjórn um öryggismál stjórnvalda og ferðaþjónustu. Þann 8. júlí skilaði verkefnastjórnin svo niðurstöðum þar sem voru lagðar til nokkrar aðgerðir. Þar á meðal að hafin yrði vinna við að skilgreina tilgreind áhættusvæði og að það yrði gert að skyldu að áhættumeta umrædd svæði með reglubundnum hætti. Björgunarsveitir hafa fjórum sinnum verið kallaðar út á síðustu sjö árum vegna drukknunar í Reynisfjöru.Vísir/Vilhelm Svæðin sem verkefnastjórn lagði til að yrðu áhættumetin fyrir ferðamenn væru Fimmvörðuháls, Laugavegur, Þingvellir, Stuðlagil, Reynisfjara, Sólheimasandur, Sólheimajökull, Hvannadalshnjúkur, Reykjadalur og Djúpalónssandur. Hópurinn benti einnig á að lögregla hefði nú þegar heimild til að loka aðgengi að fjölsóttum ferðamannastöðum eða takmarka aðgengi að þeim vegna öryggissjónarmiða. Að mati verkefnastjórnar veitti sú heimild viðbragðsaðilum tækifæri til að bregðast við með skjótum og einföldum hætti, meðal annars vegna þeirra ólíku aðstæðna sem gætu skapað hættu á fjölsóttum ferðamannastöðum. Reynisfjara Mýrdalshreppur Þingvellir Ferðamennska á Íslandi Slysavarnir Tengdar fréttir Tíu ferðamannastaðir verði áhættumetnir Verkefnastjórn um öryggismál stjórnvalda og ferðaþjónustu aðila hefur óskað eftir því Fimmvörðuháls, Laugavegur, Þingvellir, Stuðlagil, Reynisfjara, Sólheimasandur, Sólheimajökull, Hvannadalshnjúkur, Reykjadalur og Djúpalónssandur verði öll áhættumetin fyrir ferðamenn. Einnig þurfi að útbúa viðbragðsáætlanir fyrir svæðin. 8. júlí 2022 13:01 Grænt ljós á aðvörunarljós í Reynisfjöru sem fara upp á næstunni Unnið er að því að setja upp aðvörunarljós í Reynisfjöru. Reiknað er með því að ljósin verði kominn upp í næsta mánuði. 28. júní 2022 14:24 Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Fleiri fréttir Grímuskylda á Landspítalanum Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Sjá meira
Kristján Hlynur, yfirleitt kallaður Hlynur, vinnur við þróun á landfræðilegum upplýsingakerfum hjá Statskraft í Noregi. Þar sem hann fær ekkert að búa sjálfur til kort í vinnunni hefur hann tekið upp kortagerð í frítíma sínum. Þaðan spratt svo hugmyndin um að búa til kortasjá sem taki saman dauðsföll ferðamanna. „Þetta byrjaði eiginlega í Covid þegar mér leiddist. Svo dúkka upp tilkynningar af andlátum á fjölmiðlum og af því ég vinn með landfræðiupplýsingar var ég forvitinn að vita hvar þetta væri að gerast á landinu. Hvort að gögnin bentu til að það væru einhver svæði á landinu sem væru einfaldlega hættulegri en önnur,“ sagði Hlynur í samtali við blaðamann. Bjó til kortasjána á meðan hann fylgdist með kjaraviðræðum flugmanna Hlynur segist hafa byrjað í Covid-faraldrinum á að taka saman andlát ferðamanna og þá hafi hann líka bætti inn þeim andlátum sem hann fann fyrir árið 2020. Til að byrja með gerði hann hins vegar ekkert við gögnin sem hann fann. En eftir að umræðan um seinustu drukknun í Reynisfjöru fór af stað segir hann að sér hafi dottið í hug að henda gögnunum saman og búa eitthvað til úr þeim. Það sé ekki svo gott að átta sig á svona upplýsingum í excel-töflu en maður sjái strax dreifinguna þegar þær eru á korti. Kristján Hlynur Ingólfsson ákvað fyrir forvitnissakir að taka saman tilkynningar um dauðsföll ferðamanna á Íslandi og búa til kortasjá úr þeim.Skjáskot „Í gær var ég að bíða milli vonar og ótta að verkfallið hjá SAS myndi leysast af því ég átti flug heim í sumarfrí í morgun og þurfti að hanga fyrir framan tölvuna til að sjá fréttirnar. Þá datt mér í hug að henda þessu upp og gerði það bara á meðan ég beið,“ sagði Hlynur. Hann segist vera viss um að hann sé ekki með öll andlát ferðamanna á Íslandi undanfarin ár en á kortasjánni séu samt öll þau andlát sem hann fann á fjölmiðlum. Fær útrás í kortagerðinni Hlynur vinnur hjá Statkraft, norska ríkisorkufyrirtækinu, við þróun á landfræðilegum upplýsingakerfum. Sjálfur segist hann bera óþjálasta starfstitil í heimi sem sé á ensku „geographical information system developer“ en slík kerfi séu kölluð landfræðileg upplýsingakerfi á íslensku. Hlynur segist fá skapandi útrás í kortagerðinni og upp af henni hafi vaknað hugmynd um kort með staðsetningum andláta ferðamanna.Aðsent Hann fái hins vegar aldrei að gera kort í vinnunni heldur vinni bara með töluleg gögn. Til að fá skapandi útrás hafi hann því tekið upp kortagerð í frítíma sínum og á Instagram haldi hann úti reikningi með gamaldags „artífartí“ listrænum kortum, eins og hann orðar það. „Kortin eru dauð, fólk notar bara Google Maps,“ sagði hann um áhugamál sitt. Í tengslum við það datt honum í hug að búa til einhvers konar kort úr andlátsupplýsingum en það sé ekkert hægt að búa til bókstaflegt kort úr upplýsingunum. Kortasjá sé betri svo fólk geti fiktað í gögnunum, súmmað inn og út og valið sér sérstaka flokka til að skoða. View this post on Instagram A post shared by Hlynur Ingólfsson (@colorblindcartographer) Áhættusvæðin séu þrjú Hlynur segist taka þrjú áhættusvæði á landinu út úr rannsóknum sínum og skráningum á andlátunum. Þau séu Þingvallavatn, svæðið milli Reynisfjöru og flugvélarflaksins á Sólheimasandi, vegurinn frá Vík að öræfum. Í kringum Reynisfjöru sé helsta dánarorsökin ofkulnun eða drukknun, við Þingvallavatn sé það drukknun en þar hafi bæst við töluverður fjöldi vegna flugslyssins sem varð í febrúar og á veginum frá Vík til öræfa látist flestir í bílslysum. Hann segir kortasjána ekki vera fullkomlega nákvæma enda byggi skrásetningin á fréttum um dauðsföllin og því felist ákveðin túlkun í kortasjánni. Hann þurfi sjálfur að geta sér sirka til um hvar dauðsföllin verða en hann reyni að fylgja upplýsingum fréttanna eins vel og hann getur. Flugvélaflakið á Sólheimasandi er vinsæll ferðamannastaður.Vísir/Vilhelm Suðurlandið sé því hættulegast miðað við kortasjána sem hann segir að sé kannski ekki skrítið þar sem þar séu flestir ferðamenn staðsettir á landinu. Hlynur tók fram að hann væri ekki að gera kortasjána til að vera með nein leiðindi, þetta væri bara hobbí sem gæti kannski gagnast einhverjum. Fyrir þá sem vilja skoða kortasjána er það hægt með því að smella á þennan hlekk. Áhættumat á ferðamannastöðum Þess má geta að undanfarið hefur verið mikil umræða um dauðsföll ferðamanna eftir röð drukknana í Reynisfjöru á Suðurlandi. Af því tilefni skipaði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, verkefnastjórn um öryggismál stjórnvalda og ferðaþjónustu. Þann 8. júlí skilaði verkefnastjórnin svo niðurstöðum þar sem voru lagðar til nokkrar aðgerðir. Þar á meðal að hafin yrði vinna við að skilgreina tilgreind áhættusvæði og að það yrði gert að skyldu að áhættumeta umrædd svæði með reglubundnum hætti. Björgunarsveitir hafa fjórum sinnum verið kallaðar út á síðustu sjö árum vegna drukknunar í Reynisfjöru.Vísir/Vilhelm Svæðin sem verkefnastjórn lagði til að yrðu áhættumetin fyrir ferðamenn væru Fimmvörðuháls, Laugavegur, Þingvellir, Stuðlagil, Reynisfjara, Sólheimasandur, Sólheimajökull, Hvannadalshnjúkur, Reykjadalur og Djúpalónssandur. Hópurinn benti einnig á að lögregla hefði nú þegar heimild til að loka aðgengi að fjölsóttum ferðamannastöðum eða takmarka aðgengi að þeim vegna öryggissjónarmiða. Að mati verkefnastjórnar veitti sú heimild viðbragðsaðilum tækifæri til að bregðast við með skjótum og einföldum hætti, meðal annars vegna þeirra ólíku aðstæðna sem gætu skapað hættu á fjölsóttum ferðamannastöðum.
Reynisfjara Mýrdalshreppur Þingvellir Ferðamennska á Íslandi Slysavarnir Tengdar fréttir Tíu ferðamannastaðir verði áhættumetnir Verkefnastjórn um öryggismál stjórnvalda og ferðaþjónustu aðila hefur óskað eftir því Fimmvörðuháls, Laugavegur, Þingvellir, Stuðlagil, Reynisfjara, Sólheimasandur, Sólheimajökull, Hvannadalshnjúkur, Reykjadalur og Djúpalónssandur verði öll áhættumetin fyrir ferðamenn. Einnig þurfi að útbúa viðbragðsáætlanir fyrir svæðin. 8. júlí 2022 13:01 Grænt ljós á aðvörunarljós í Reynisfjöru sem fara upp á næstunni Unnið er að því að setja upp aðvörunarljós í Reynisfjöru. Reiknað er með því að ljósin verði kominn upp í næsta mánuði. 28. júní 2022 14:24 Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Fleiri fréttir Grímuskylda á Landspítalanum Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Sjá meira
Tíu ferðamannastaðir verði áhættumetnir Verkefnastjórn um öryggismál stjórnvalda og ferðaþjónustu aðila hefur óskað eftir því Fimmvörðuháls, Laugavegur, Þingvellir, Stuðlagil, Reynisfjara, Sólheimasandur, Sólheimajökull, Hvannadalshnjúkur, Reykjadalur og Djúpalónssandur verði öll áhættumetin fyrir ferðamenn. Einnig þurfi að útbúa viðbragðsáætlanir fyrir svæðin. 8. júlí 2022 13:01
Grænt ljós á aðvörunarljós í Reynisfjöru sem fara upp á næstunni Unnið er að því að setja upp aðvörunarljós í Reynisfjöru. Reiknað er með því að ljósin verði kominn upp í næsta mánuði. 28. júní 2022 14:24