Vill sjá borgarstjórn bregðast við: „Þeir losna ekkert við mig“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. júlí 2022 21:32 Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins. Stöð 2 Ekkert aðgengi er fyrir fólk í hjólastól að Viðey þrátt fyrir ítrekuð áköll um úrbætur. Formaður MND félagsins segir það svíða að geta ekki komist allt eins og aðrir og krefst viðbragða frá borginni. Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins á Íslandi, hefur lengi barist fyrir bættu aðgengi og áður gagnrýnt að borgin haldi og niðurgreiði viðburði sem eiga vera fyrir alla en eru í raun bara fyrir suma. Það á til að mynda við í Viðey og hefur hann nú sent borgarstjórn áskorun um úrbætur. „Þetta snýst um algjört metnaðarleysi borgarinnar í aðgengismálum að Viðey,“ segir Guðjón um málið. „Eiginlega síðan að ég settist í stólinn fyrir átján árum þá hefur mér sviðið að komast ekki allt eins og allir aðrir.“ Varðandi aðgengi við Skarfarbakka hafi borgin bent á Faxaflóhafnir sem hafi á móti bent á vandamál tengd flóði og gjöru og því ekkert breyst. Ýmislegt þurfi að laga til að gera hjólastólanotendum kleift að ferðast til Viðeyjar. Til að byrja með þarf að ganga niður brattan ramp og þegar niður er komið blasir annað vandamál við en þá þarf að fara upp tröppur til að komast um borð í ferjuna sjálfa. Guðjón bendir enn fremur á að ferjan hafi aldrei verið hugsuð sem slík og að nú þurfi að gera þetta almennilega. Ekkert aðgengi er fyrir hjólastóla við ferjuna. Þá vísar hann til þess að annars staðar sé ekki sama vandamál og bindur nú vonir við að ný borgarstjórn geti leyst vandann. „Þeir ætla að löggilda samning sameinuðu þjóðanna um rétt fatlaðra þannig að þetta hlýtur að koma inn í það,“ segir Guðjón. Mikil vinna hafi farið í að bæta aðgengismál, ekki síst í Reykjavík, en mikið sé þó eftir. „Þetta kemur smám saman en hér hreyfist ekkert,“ segir Guðjón um Viðey, en lofar því þó að halda áfram baráttu sinni sama hvað þarf. „Þeir losna ekkert við mig.“ Reykjavík Borgarstjórn Málefni fatlaðs fólks Viðey Tengdar fréttir Sárt að vera skilinn eftir á bryggjunni Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins, kallar eftir því að Reykjavíkurborg ráðist í úrbætur á aðgengi að Viðey fyrir fólk sem notast við hjólastól. Metnaðarleysið og sýndarmennskan sé alger. 16. júlí 2022 18:55 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins á Íslandi, hefur lengi barist fyrir bættu aðgengi og áður gagnrýnt að borgin haldi og niðurgreiði viðburði sem eiga vera fyrir alla en eru í raun bara fyrir suma. Það á til að mynda við í Viðey og hefur hann nú sent borgarstjórn áskorun um úrbætur. „Þetta snýst um algjört metnaðarleysi borgarinnar í aðgengismálum að Viðey,“ segir Guðjón um málið. „Eiginlega síðan að ég settist í stólinn fyrir átján árum þá hefur mér sviðið að komast ekki allt eins og allir aðrir.“ Varðandi aðgengi við Skarfarbakka hafi borgin bent á Faxaflóhafnir sem hafi á móti bent á vandamál tengd flóði og gjöru og því ekkert breyst. Ýmislegt þurfi að laga til að gera hjólastólanotendum kleift að ferðast til Viðeyjar. Til að byrja með þarf að ganga niður brattan ramp og þegar niður er komið blasir annað vandamál við en þá þarf að fara upp tröppur til að komast um borð í ferjuna sjálfa. Guðjón bendir enn fremur á að ferjan hafi aldrei verið hugsuð sem slík og að nú þurfi að gera þetta almennilega. Ekkert aðgengi er fyrir hjólastóla við ferjuna. Þá vísar hann til þess að annars staðar sé ekki sama vandamál og bindur nú vonir við að ný borgarstjórn geti leyst vandann. „Þeir ætla að löggilda samning sameinuðu þjóðanna um rétt fatlaðra þannig að þetta hlýtur að koma inn í það,“ segir Guðjón. Mikil vinna hafi farið í að bæta aðgengismál, ekki síst í Reykjavík, en mikið sé þó eftir. „Þetta kemur smám saman en hér hreyfist ekkert,“ segir Guðjón um Viðey, en lofar því þó að halda áfram baráttu sinni sama hvað þarf. „Þeir losna ekkert við mig.“
Reykjavík Borgarstjórn Málefni fatlaðs fólks Viðey Tengdar fréttir Sárt að vera skilinn eftir á bryggjunni Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins, kallar eftir því að Reykjavíkurborg ráðist í úrbætur á aðgengi að Viðey fyrir fólk sem notast við hjólastól. Metnaðarleysið og sýndarmennskan sé alger. 16. júlí 2022 18:55 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Sárt að vera skilinn eftir á bryggjunni Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins, kallar eftir því að Reykjavíkurborg ráðist í úrbætur á aðgengi að Viðey fyrir fólk sem notast við hjólastól. Metnaðarleysið og sýndarmennskan sé alger. 16. júlí 2022 18:55