Bókasafn óstarfhæft vegna óánægju með hinsegin bókmenntir Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. júlí 2022 17:05 Bókasafnið í Vinton er óstarfhæft eftir röð uppsagna hjá starfsfólki safnsins sem kennir áreitni bæjarbúa um. Vinton Public Library Bókasafni í bænum Vinton í Iowa hefur verið lokað tímabundið vegna uppsagna meirihluta starfsfólksins. Ástæðurnar fyrir uppsögnunum segir starfsfólkið vera áreitni bókasafnsgesta á starfsfólkinu yfir útleigu safnsins á hinsegin bókmenntum. Almenningsbókasafnið í Vinton hefur verið opið almenningi frá árinu 1904 en síðasta föstudag þurfti að loka safninu vegna manneklu. Eftir að hafa verið með sama yfirbókavörðinn í 32 ár virðist nú ómögulegt að halda fólki í starfinu. Frá síðasta sumri hafa þrír sinnt starfi yfirbókavarðar. Uppsagnirnar koma í kjölfar mikillar óánægju bæjarbúa með bókasafnskost safnsins. Meðal þess sem bæjarbúar eru óánægð yfir er að safnið sé með bækur eftir þekkta demókrata til sýnis, það sé með hinsegin bókmenntir til sýnis og að það vinni hinsegin fólk á safninu. Bækurnar látnar hverfa Janette McMahon sem tók við starfi yfirbókavarðar í maí 2020 og sagði starfinu lausu í júlí 2021 sagði vandræði safnsins hafa hafist með kvörtunum á því hvaða bækur voru til sýnis. Nokkrir bókasafnsgestanna hafi kvartað yfir því að safnið væri með bækur eftir Kamölu Harris og Jill Biden til sýnis. Í stað þess að óánægðir bókasafnsgestir færu í gegnum viðurkennda ferla segir McMahon að fólkið hafi fengið bækurnar lánaðar og svo sleppt því að skila þeim aftur. Það væri alveg eins og að stela bókunum, sagði hún. Síðar hafi borist fleiri kvartanir, nema þá yfir því að safnið væri ekki með nógu margar bækur um Donald Trump til útláns. Fljótlega hafi kvartanirnar breyst í persónulegar árásir og henni hafi ekki liðið öruggri. Því hafi hún sagt starfi sínu lausu. Hinsegin bókmenntir hluti af „frjálslyndum áróðri“ Renee Greenlee tók við sem yfirbókavörður í safninu í nóvember 2021. Hún segir að það hafi aðeins liðið nokkrir mánuðir áður en hún og starfsfólk hennar urðu skotmörk bæjarbúa. Samkvæmt fréttamiðlum í Iowa mætti Brooke Kruckenberg, íbúi Vinton, á stjórnarfund bókasafnsins og las þar upp fyrir fram undirbúna yfirlýsingu. Þar ásakaði Kruckenberg safnið um að bera út „frjálslyndan áróður“ í barnabókavali og ráðningum á Greenlee og starfsfólki hennar sem eru sum hver hinsegin. Greenlee svaraði ásökunum Kruckenberg á þann veg að það væru um 5.800 bækur í barnabókadeildinni og þar af væru innan við tíu barnabækur sem bæru titla sem tengdust hinsegin málefnum. Á fundinum varði Greenlee starfsfólk sitt og sagði safnið sinna öllum bókasafnsgestum. Á næsta stjórnarfundi héldu mótmælin áfram og í maímánuði sagði Greenlee upp. Aðspurð hvers vegna hún hefði hætt neitaði hún að svara. En þá var ekki öll sagan búin. John Neely, starfsmaður safnsins, tók við sem tímabundinn yfirbókavörður eftir að Greenlee hætti. Það entist ekki lengi af því Neely hætti fyrr í þessum mánuði og skildi safnið eftir starfsmannalaust. Bókmenntir Hinsegin Bandaríkin Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Innlent Fleiri fréttir Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Sjá meira
Almenningsbókasafnið í Vinton hefur verið opið almenningi frá árinu 1904 en síðasta föstudag þurfti að loka safninu vegna manneklu. Eftir að hafa verið með sama yfirbókavörðinn í 32 ár virðist nú ómögulegt að halda fólki í starfinu. Frá síðasta sumri hafa þrír sinnt starfi yfirbókavarðar. Uppsagnirnar koma í kjölfar mikillar óánægju bæjarbúa með bókasafnskost safnsins. Meðal þess sem bæjarbúar eru óánægð yfir er að safnið sé með bækur eftir þekkta demókrata til sýnis, það sé með hinsegin bókmenntir til sýnis og að það vinni hinsegin fólk á safninu. Bækurnar látnar hverfa Janette McMahon sem tók við starfi yfirbókavarðar í maí 2020 og sagði starfinu lausu í júlí 2021 sagði vandræði safnsins hafa hafist með kvörtunum á því hvaða bækur voru til sýnis. Nokkrir bókasafnsgestanna hafi kvartað yfir því að safnið væri með bækur eftir Kamölu Harris og Jill Biden til sýnis. Í stað þess að óánægðir bókasafnsgestir færu í gegnum viðurkennda ferla segir McMahon að fólkið hafi fengið bækurnar lánaðar og svo sleppt því að skila þeim aftur. Það væri alveg eins og að stela bókunum, sagði hún. Síðar hafi borist fleiri kvartanir, nema þá yfir því að safnið væri ekki með nógu margar bækur um Donald Trump til útláns. Fljótlega hafi kvartanirnar breyst í persónulegar árásir og henni hafi ekki liðið öruggri. Því hafi hún sagt starfi sínu lausu. Hinsegin bókmenntir hluti af „frjálslyndum áróðri“ Renee Greenlee tók við sem yfirbókavörður í safninu í nóvember 2021. Hún segir að það hafi aðeins liðið nokkrir mánuðir áður en hún og starfsfólk hennar urðu skotmörk bæjarbúa. Samkvæmt fréttamiðlum í Iowa mætti Brooke Kruckenberg, íbúi Vinton, á stjórnarfund bókasafnsins og las þar upp fyrir fram undirbúna yfirlýsingu. Þar ásakaði Kruckenberg safnið um að bera út „frjálslyndan áróður“ í barnabókavali og ráðningum á Greenlee og starfsfólki hennar sem eru sum hver hinsegin. Greenlee svaraði ásökunum Kruckenberg á þann veg að það væru um 5.800 bækur í barnabókadeildinni og þar af væru innan við tíu barnabækur sem bæru titla sem tengdust hinsegin málefnum. Á fundinum varði Greenlee starfsfólk sitt og sagði safnið sinna öllum bókasafnsgestum. Á næsta stjórnarfundi héldu mótmælin áfram og í maímánuði sagði Greenlee upp. Aðspurð hvers vegna hún hefði hætt neitaði hún að svara. En þá var ekki öll sagan búin. John Neely, starfsmaður safnsins, tók við sem tímabundinn yfirbókavörður eftir að Greenlee hætti. Það entist ekki lengi af því Neely hætti fyrr í þessum mánuði og skildi safnið eftir starfsmannalaust.
Bókmenntir Hinsegin Bandaríkin Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Innlent Fleiri fréttir Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Sjá meira