Biðu á ganginum í meira en klukkustund þrátt fyrir skothljóð úr kennslustofunni Samúel Karl Ólason skrifar 13. júlí 2022 11:03 Lögregluþjónar réðust til atlögu gegn árásarmanninum og skutu hann til bana rúmlega klukkustund eftir að þeir mættu á staðinn. Myndbönd úr öryggismyndavélum skóla í Uvalde í Texas, þar sem ungur maður skaut nítján börn og tvo kennara til bana í maí, sýna lögregluþjóna hörfa frá árásarmanninum og bíða á göngum skólans í meira en klukkustund. Héraðsmiðillinn Austin American Statesman birti í gær myndband úr upptökum öryggismynda í skólanum. Þar má meðal annars sjá þegar árásarmaðurinn keyrir útaf veginum nærri skólanum og skýtur á tvo menn sem nálguðust hann. Þar má einnig heyra kennara hringja á Neyðarlínuna og sjá árásarmanninn koma inn í skólann. Einn nemandi sem sá árásarmanninn á leið inn í kennslustofurnar hefur verið gerður óþekkjanlegur og þá hafa öskur barna úr skólastofunum þar sem árásarmaðurinn myrti 21 barn og kennara verið fjarlægð af myndbandinu. Skothríðin heyrist þó greinilega en hún stóð yfir í nokkrar mínútur. Myndbandið sýnir einnig hvernig lögregluþjónar komu inn í skólann og nálguðust skólastofurnar. Þeir hörfuðu þó þegar árásarmaðurinn skaut á þá og biðu með að gera aðra atlögu í rúma klukkustund. Jafnvel þó börn sem þóttust vera dáin í skólastofunum voru að hringja í Neyðarlínuna og það að árásarmaðurinn skaut fleiri skotum meðan lögregluþjónarnir voru fyrir utan. Sjá einnig: Leita svara um hæg viðbrögð lögreglunnar í Uvalde 74 mínútum eftir að lögregluþjónar mættu á vettvang réðust þeir til atlögu gegn árásarmanninum og skutu hann til bana. Statesman birti óklippta útgáfu af myndbandinu á Youtube, sem sjá má hér að neðan. Viðbrögð lögreglunnar í Uvalde hafa vakið mikla reiði meðal foreldra og annarra sem að málinu koma. Yfirmaður almannavarna í Texas hefur meðal annars lýst viðbrögðunum sem „ömurlegu klúðri“ og sagt að lögregluþjónar hefðu átt að fella árásarmanninn um leið og þeir mættu á vettvang. Sjá einnig: Hefðu átt að stoppa byssumanninn eftir þrjár mínútur Myndband Statesman hefur vakið töluverða reiði en auk þess að sýna aðgerðarleysi lögregluþjóna í meira en klukkustund, sýnir það meðal annars lögregluþjóna skoða síma sína og setja sótthreinsiefni á hendur sínar. Gagnrýna birtinguna CNN segir embættismenn í Uvalda og fjölskyldumeðlimi fórnarlamba þó hafa gagnrýnt birtingu myndbandsins. Enginn af þeim hafi séð það áður en það hafi verið birt og það sé erfitt fyrir þau að sjá myndbandið og heyra skothríð árásarmannsins. Manny Garcia, ritstjóri Statesman, birti grein þar sem hann varði ákvörðunina um birtingu myndbandsins. Þar segir Garcia að ákvörðunin hafi ekki verið tekin án umhugsunar. Hann sagði myndbandið hluta af sögunni og að gagnsæi og fréttaflutningur sem þessi væri leið til að ná fram breytingum. „Þessi harmleikur hefur verið enn verri vegna breytinga í frásögnum, hetjusögum sem reyndust ósannar og tafa við afgreiðslu eða hafnanir beiðna um upplýsingar frá lögreglu, embættismönnum eða stjórnmálamönnum,“ skrifaði Garcia meðal annars. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í grunnskóla í Uvalde Tengdar fréttir Fimmtán repúblikanar greiddu atkvæði með nýrri skotvopnalöggjöf Bandaríska öldungadeildin samþykkti í nótt lög um takmörkun á skotvopnaeign en um er að ræða mestu breytingu á slíkum lögum í fjölda ára. 24. júní 2022 07:07 Skólabyggingin í Uvalde verður rifin Bæjarstjórinn í Uvalde, bænum þar sem byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara á dögunum, segir að skólinn þar sem ódæðið var framið verði rifinn. 22. júní 2022 07:45 Kennari í Uvalde segir lögreglumenn „raggeitur“ Lögreglumenn sem biðu í klukkustund áður en þeir létu loks til skarar skríða á meðan byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara í bænum Uvalde í Texas eru „raggeitur“, að sögn kennara sem særðist í árásinni. Hann segist aldrei geta fyrirgefið lögreglunni. 8. júní 2022 12:30 Segja að lögreglustjórinn hafi ekki verið látinn vita af örvæntingarfullum símtölum nemendanna Lögreglustjórinn sem stýrði aðgerðum þegar byssumaður skaut nítján börn og tvo kennara til bana í Texas var ekki látinn vita af því að börn sem væru föst inni í skólastofu með honum hefðu hringt í neyðarlínu. Viðbrögð lögreglu hafa sætt harðri gagnrýni. 3. júní 2022 09:15 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Héraðsmiðillinn Austin American Statesman birti í gær myndband úr upptökum öryggismynda í skólanum. Þar má meðal annars sjá þegar árásarmaðurinn keyrir útaf veginum nærri skólanum og skýtur á tvo menn sem nálguðust hann. Þar má einnig heyra kennara hringja á Neyðarlínuna og sjá árásarmanninn koma inn í skólann. Einn nemandi sem sá árásarmanninn á leið inn í kennslustofurnar hefur verið gerður óþekkjanlegur og þá hafa öskur barna úr skólastofunum þar sem árásarmaðurinn myrti 21 barn og kennara verið fjarlægð af myndbandinu. Skothríðin heyrist þó greinilega en hún stóð yfir í nokkrar mínútur. Myndbandið sýnir einnig hvernig lögregluþjónar komu inn í skólann og nálguðust skólastofurnar. Þeir hörfuðu þó þegar árásarmaðurinn skaut á þá og biðu með að gera aðra atlögu í rúma klukkustund. Jafnvel þó börn sem þóttust vera dáin í skólastofunum voru að hringja í Neyðarlínuna og það að árásarmaðurinn skaut fleiri skotum meðan lögregluþjónarnir voru fyrir utan. Sjá einnig: Leita svara um hæg viðbrögð lögreglunnar í Uvalde 74 mínútum eftir að lögregluþjónar mættu á vettvang réðust þeir til atlögu gegn árásarmanninum og skutu hann til bana. Statesman birti óklippta útgáfu af myndbandinu á Youtube, sem sjá má hér að neðan. Viðbrögð lögreglunnar í Uvalde hafa vakið mikla reiði meðal foreldra og annarra sem að málinu koma. Yfirmaður almannavarna í Texas hefur meðal annars lýst viðbrögðunum sem „ömurlegu klúðri“ og sagt að lögregluþjónar hefðu átt að fella árásarmanninn um leið og þeir mættu á vettvang. Sjá einnig: Hefðu átt að stoppa byssumanninn eftir þrjár mínútur Myndband Statesman hefur vakið töluverða reiði en auk þess að sýna aðgerðarleysi lögregluþjóna í meira en klukkustund, sýnir það meðal annars lögregluþjóna skoða síma sína og setja sótthreinsiefni á hendur sínar. Gagnrýna birtinguna CNN segir embættismenn í Uvalda og fjölskyldumeðlimi fórnarlamba þó hafa gagnrýnt birtingu myndbandsins. Enginn af þeim hafi séð það áður en það hafi verið birt og það sé erfitt fyrir þau að sjá myndbandið og heyra skothríð árásarmannsins. Manny Garcia, ritstjóri Statesman, birti grein þar sem hann varði ákvörðunina um birtingu myndbandsins. Þar segir Garcia að ákvörðunin hafi ekki verið tekin án umhugsunar. Hann sagði myndbandið hluta af sögunni og að gagnsæi og fréttaflutningur sem þessi væri leið til að ná fram breytingum. „Þessi harmleikur hefur verið enn verri vegna breytinga í frásögnum, hetjusögum sem reyndust ósannar og tafa við afgreiðslu eða hafnanir beiðna um upplýsingar frá lögreglu, embættismönnum eða stjórnmálamönnum,“ skrifaði Garcia meðal annars.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í grunnskóla í Uvalde Tengdar fréttir Fimmtán repúblikanar greiddu atkvæði með nýrri skotvopnalöggjöf Bandaríska öldungadeildin samþykkti í nótt lög um takmörkun á skotvopnaeign en um er að ræða mestu breytingu á slíkum lögum í fjölda ára. 24. júní 2022 07:07 Skólabyggingin í Uvalde verður rifin Bæjarstjórinn í Uvalde, bænum þar sem byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara á dögunum, segir að skólinn þar sem ódæðið var framið verði rifinn. 22. júní 2022 07:45 Kennari í Uvalde segir lögreglumenn „raggeitur“ Lögreglumenn sem biðu í klukkustund áður en þeir létu loks til skarar skríða á meðan byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara í bænum Uvalde í Texas eru „raggeitur“, að sögn kennara sem særðist í árásinni. Hann segist aldrei geta fyrirgefið lögreglunni. 8. júní 2022 12:30 Segja að lögreglustjórinn hafi ekki verið látinn vita af örvæntingarfullum símtölum nemendanna Lögreglustjórinn sem stýrði aðgerðum þegar byssumaður skaut nítján börn og tvo kennara til bana í Texas var ekki látinn vita af því að börn sem væru föst inni í skólastofu með honum hefðu hringt í neyðarlínu. Viðbrögð lögreglu hafa sætt harðri gagnrýni. 3. júní 2022 09:15 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Fimmtán repúblikanar greiddu atkvæði með nýrri skotvopnalöggjöf Bandaríska öldungadeildin samþykkti í nótt lög um takmörkun á skotvopnaeign en um er að ræða mestu breytingu á slíkum lögum í fjölda ára. 24. júní 2022 07:07
Skólabyggingin í Uvalde verður rifin Bæjarstjórinn í Uvalde, bænum þar sem byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara á dögunum, segir að skólinn þar sem ódæðið var framið verði rifinn. 22. júní 2022 07:45
Kennari í Uvalde segir lögreglumenn „raggeitur“ Lögreglumenn sem biðu í klukkustund áður en þeir létu loks til skarar skríða á meðan byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara í bænum Uvalde í Texas eru „raggeitur“, að sögn kennara sem særðist í árásinni. Hann segist aldrei geta fyrirgefið lögreglunni. 8. júní 2022 12:30
Segja að lögreglustjórinn hafi ekki verið látinn vita af örvæntingarfullum símtölum nemendanna Lögreglustjórinn sem stýrði aðgerðum þegar byssumaður skaut nítján börn og tvo kennara til bana í Texas var ekki látinn vita af því að börn sem væru föst inni í skólastofu með honum hefðu hringt í neyðarlínu. Viðbrögð lögreglu hafa sætt harðri gagnrýni. 3. júní 2022 09:15