Musk vill hætta við en Twitter ætlar í mál Samúel Karl Ólason skrifar 8. júlí 2022 22:15 Elon Musk hefur skrifað undir kaupsamning en vill nú fá hann felldan úr gildi. Getty/Matt Cardy Auðjöfurinn Elon Musk segir að hann vilji hætta við að kaupa samfélagsmiðilinn Twitter á 44 milljarða dala. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast ætla að höfða mál gegn Musk og segjast vongóðir um að þeir muni bera sigur úr bítum. Musk skrifaði undir kaupsamning í maí en hann á fyrir 9,2 prósent í Twitter. Lauslega reiknað samsvara 44 milljarðar dala um sex billjónum króna. Í bréfi sem Musk hefur sent til forsvarsmanna Twitter segir hann fyrirtækið ekki hafa staðið við kaupsamninginn með því að útvega honum ekki nánari upplýsingar um raunverulegan fjölda falskra reikninga og svokallaðra botta á samfélagsmiðlinum. Eins og fram kom í frétt Vísis í gær hafa forsvarsmenn Twitter lengi sagt að fjöldi þessara reikninga samsvari um fimm prósentum af um 230 milljónum daglegum notendum samfélagsmiðilsins. Musk hefur dregið það í efa og sakað Twitter um að veita sér ekki nægjanlega góðar upplýsingar. Musk og hans fólk segir ekki hægt að meta raunverulegt verðmæti Twitter án þessara upplýsinga. Forsvarsmenn Twitter sögðu frá því í gær að um milljón falskir reikningar og bottar væru fjarlægðir af samfélagsmiðlinum á degi hverjum. Bottarnir væru mun færri en fimm prósent heildarnotenda en til að fá það hlutfall út, greina starfsmenn fyrirtækisins þúsundir reikninga sem valdir eru að handahófi. Bret Taylor, stjórnarformaður Twitter, tísti um ákvörðun Musks fyrir skömmu og sagði að stjórnin ætlaði sér að tryggja að kaupsamningnum yrði framfylgt og að dómsmál yrði höfðað gegn Musk. The Twitter Board is committed to closing the transaction on the price and terms agreed upon with Mr. Musk and plans to pursue legal action to enforce the merger agreement. We are confident we will prevail in the Delaware Court of Chancery.— Bret Taylor (@btaylor) July 8, 2022 Jafnvel þó Musk takist að sannfæra dómara um fella kaupsamninginn niður gæti hann þurft að greiða Twitter einn milljarð dala. Allt frá því hann gerði upprunalegt kauptilboð sitt í Twitter hafa verið uppi efasemdir um að Musk hafi raunverulega ætlað sér að kaupa samfélagsmiðilinn. Stærstur hluti auðæfa hans er bundinn í hlutabréfum og hafa lækkanir á mörkuðum komið niður á sjóðum hans. Þá hefur virði Twitter einnig lækkað og hefur það að hluta til verið rakið til ummæla Musks. Eins og bent er á í frétt AP fréttaveitunnar er virði hlutabréfa Twitter nú 36,81 dalir. Samkvæmt kauptilboðinu sem Musk skrifaði undir á hann að kaupa hlutinn á 54,2 dali. Twitter Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tesla SpaceX Tengdar fréttir Kaup Musks á Twitter sögð „í hættu“ Kaup auðjöfursins Elons Musk á samfélagsmiðlinum Twitter eru sögð í hættu. Musk heldur því fram að ekki sé hægt að sannreyna tölur Twitter um fjölda falskra reikninga og svokallaðra botta á samfélagsmiðlinum og er auðjöfurinn sagður vera hættur viðræðum um fjármögnun kaupanna. 7. júlí 2022 23:29 Eignaðist tvíbura með stjórnanda hjá fyrirtæki í sinni eigu Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX, eignaðist tvíbura á síðasta ári með Shivon Zilis, stjórnanda hjá Neuralink, en fyrirtækið er í eigu Musk. 7. júlí 2022 08:52 Ætla að láta Musk standa við gerðan samning Stjórn samfélagsmiðilsins Twitter segist ætla að láta Elon Musk standa við gerðan samning um kaup hans á miðlinum fyrir 44 milljarða dollara. Musk reynir nú að nota hlutfall gervireikninga á Twitter til að gera breytingar á samningnum eða komast undan honum. 18. maí 2022 20:01 Musk skapar enn meiri vafa um kaupin á Twitter Kaup auðkýfingsins Elons Musk á samfélagsmiðlinum Twitter eru nú í lausu lofti eftir að hann byrjaði að efast um tölur stjórnenda Twitter um hversu hátt hlutfall reikninga eru gervireikningar eða yrki (e. bot). Hann vill greiða minna en tilboðið sem hann lagði fram í síðasta mánuði. 17. maí 2022 17:40 Musk segir Twitter-kaupin í bið Elon Musk, auðugasti maður heims, segir kaup hans á samfélagsmiðlinum Twitter vera í bið. Það sé á meðan verið sé að ganga úr skugga um hve margir falskir reikningar og ruslpóstsbottar séu í rauninni. 13. maí 2022 10:11 Fáránlega ríkur maður með takmarkaðan skilning á málfrelsi Kaup Elon Musk á samfélagsmiðlinum Twitter hafa vakið mikil viðbrögð um allan heim. Milljarðamæringurinn segist ætla að efla tjáningarfrelsi á miðlinum og útrýma gervimennum. Sérfræðingar setja stórt spurningamerki við þær fyrirætlanir. 26. apríl 2022 21:01 Stjórn Twitter samþykkir kauptilboð Musk Stjórn samfélagsmiðlafyrirtækisins Twitter hefur ákveðið að samþykkja kauptilboð auðkýfingsins Elon Musk í fyrirtækið. 25. apríl 2022 19:12 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Musk skrifaði undir kaupsamning í maí en hann á fyrir 9,2 prósent í Twitter. Lauslega reiknað samsvara 44 milljarðar dala um sex billjónum króna. Í bréfi sem Musk hefur sent til forsvarsmanna Twitter segir hann fyrirtækið ekki hafa staðið við kaupsamninginn með því að útvega honum ekki nánari upplýsingar um raunverulegan fjölda falskra reikninga og svokallaðra botta á samfélagsmiðlinum. Eins og fram kom í frétt Vísis í gær hafa forsvarsmenn Twitter lengi sagt að fjöldi þessara reikninga samsvari um fimm prósentum af um 230 milljónum daglegum notendum samfélagsmiðilsins. Musk hefur dregið það í efa og sakað Twitter um að veita sér ekki nægjanlega góðar upplýsingar. Musk og hans fólk segir ekki hægt að meta raunverulegt verðmæti Twitter án þessara upplýsinga. Forsvarsmenn Twitter sögðu frá því í gær að um milljón falskir reikningar og bottar væru fjarlægðir af samfélagsmiðlinum á degi hverjum. Bottarnir væru mun færri en fimm prósent heildarnotenda en til að fá það hlutfall út, greina starfsmenn fyrirtækisins þúsundir reikninga sem valdir eru að handahófi. Bret Taylor, stjórnarformaður Twitter, tísti um ákvörðun Musks fyrir skömmu og sagði að stjórnin ætlaði sér að tryggja að kaupsamningnum yrði framfylgt og að dómsmál yrði höfðað gegn Musk. The Twitter Board is committed to closing the transaction on the price and terms agreed upon with Mr. Musk and plans to pursue legal action to enforce the merger agreement. We are confident we will prevail in the Delaware Court of Chancery.— Bret Taylor (@btaylor) July 8, 2022 Jafnvel þó Musk takist að sannfæra dómara um fella kaupsamninginn niður gæti hann þurft að greiða Twitter einn milljarð dala. Allt frá því hann gerði upprunalegt kauptilboð sitt í Twitter hafa verið uppi efasemdir um að Musk hafi raunverulega ætlað sér að kaupa samfélagsmiðilinn. Stærstur hluti auðæfa hans er bundinn í hlutabréfum og hafa lækkanir á mörkuðum komið niður á sjóðum hans. Þá hefur virði Twitter einnig lækkað og hefur það að hluta til verið rakið til ummæla Musks. Eins og bent er á í frétt AP fréttaveitunnar er virði hlutabréfa Twitter nú 36,81 dalir. Samkvæmt kauptilboðinu sem Musk skrifaði undir á hann að kaupa hlutinn á 54,2 dali.
Twitter Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tesla SpaceX Tengdar fréttir Kaup Musks á Twitter sögð „í hættu“ Kaup auðjöfursins Elons Musk á samfélagsmiðlinum Twitter eru sögð í hættu. Musk heldur því fram að ekki sé hægt að sannreyna tölur Twitter um fjölda falskra reikninga og svokallaðra botta á samfélagsmiðlinum og er auðjöfurinn sagður vera hættur viðræðum um fjármögnun kaupanna. 7. júlí 2022 23:29 Eignaðist tvíbura með stjórnanda hjá fyrirtæki í sinni eigu Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX, eignaðist tvíbura á síðasta ári með Shivon Zilis, stjórnanda hjá Neuralink, en fyrirtækið er í eigu Musk. 7. júlí 2022 08:52 Ætla að láta Musk standa við gerðan samning Stjórn samfélagsmiðilsins Twitter segist ætla að láta Elon Musk standa við gerðan samning um kaup hans á miðlinum fyrir 44 milljarða dollara. Musk reynir nú að nota hlutfall gervireikninga á Twitter til að gera breytingar á samningnum eða komast undan honum. 18. maí 2022 20:01 Musk skapar enn meiri vafa um kaupin á Twitter Kaup auðkýfingsins Elons Musk á samfélagsmiðlinum Twitter eru nú í lausu lofti eftir að hann byrjaði að efast um tölur stjórnenda Twitter um hversu hátt hlutfall reikninga eru gervireikningar eða yrki (e. bot). Hann vill greiða minna en tilboðið sem hann lagði fram í síðasta mánuði. 17. maí 2022 17:40 Musk segir Twitter-kaupin í bið Elon Musk, auðugasti maður heims, segir kaup hans á samfélagsmiðlinum Twitter vera í bið. Það sé á meðan verið sé að ganga úr skugga um hve margir falskir reikningar og ruslpóstsbottar séu í rauninni. 13. maí 2022 10:11 Fáránlega ríkur maður með takmarkaðan skilning á málfrelsi Kaup Elon Musk á samfélagsmiðlinum Twitter hafa vakið mikil viðbrögð um allan heim. Milljarðamæringurinn segist ætla að efla tjáningarfrelsi á miðlinum og útrýma gervimennum. Sérfræðingar setja stórt spurningamerki við þær fyrirætlanir. 26. apríl 2022 21:01 Stjórn Twitter samþykkir kauptilboð Musk Stjórn samfélagsmiðlafyrirtækisins Twitter hefur ákveðið að samþykkja kauptilboð auðkýfingsins Elon Musk í fyrirtækið. 25. apríl 2022 19:12 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Kaup Musks á Twitter sögð „í hættu“ Kaup auðjöfursins Elons Musk á samfélagsmiðlinum Twitter eru sögð í hættu. Musk heldur því fram að ekki sé hægt að sannreyna tölur Twitter um fjölda falskra reikninga og svokallaðra botta á samfélagsmiðlinum og er auðjöfurinn sagður vera hættur viðræðum um fjármögnun kaupanna. 7. júlí 2022 23:29
Eignaðist tvíbura með stjórnanda hjá fyrirtæki í sinni eigu Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX, eignaðist tvíbura á síðasta ári með Shivon Zilis, stjórnanda hjá Neuralink, en fyrirtækið er í eigu Musk. 7. júlí 2022 08:52
Ætla að láta Musk standa við gerðan samning Stjórn samfélagsmiðilsins Twitter segist ætla að láta Elon Musk standa við gerðan samning um kaup hans á miðlinum fyrir 44 milljarða dollara. Musk reynir nú að nota hlutfall gervireikninga á Twitter til að gera breytingar á samningnum eða komast undan honum. 18. maí 2022 20:01
Musk skapar enn meiri vafa um kaupin á Twitter Kaup auðkýfingsins Elons Musk á samfélagsmiðlinum Twitter eru nú í lausu lofti eftir að hann byrjaði að efast um tölur stjórnenda Twitter um hversu hátt hlutfall reikninga eru gervireikningar eða yrki (e. bot). Hann vill greiða minna en tilboðið sem hann lagði fram í síðasta mánuði. 17. maí 2022 17:40
Musk segir Twitter-kaupin í bið Elon Musk, auðugasti maður heims, segir kaup hans á samfélagsmiðlinum Twitter vera í bið. Það sé á meðan verið sé að ganga úr skugga um hve margir falskir reikningar og ruslpóstsbottar séu í rauninni. 13. maí 2022 10:11
Fáránlega ríkur maður með takmarkaðan skilning á málfrelsi Kaup Elon Musk á samfélagsmiðlinum Twitter hafa vakið mikil viðbrögð um allan heim. Milljarðamæringurinn segist ætla að efla tjáningarfrelsi á miðlinum og útrýma gervimennum. Sérfræðingar setja stórt spurningamerki við þær fyrirætlanir. 26. apríl 2022 21:01
Stjórn Twitter samþykkir kauptilboð Musk Stjórn samfélagsmiðlafyrirtækisins Twitter hefur ákveðið að samþykkja kauptilboð auðkýfingsins Elon Musk í fyrirtækið. 25. apríl 2022 19:12