Umdeildar framkvæmdir við Vatnsstíg: „Ég hef mikla samúð með fólki sem býr hérna“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. júlí 2022 19:20 Anna Þóra Björnsdóttir er eigandi gleraugnaverslunarinnar Sjáðu á Hverfisgötu og næsti nágranni framkvæmdanna við Vatnsstíg. Gunnar Smári Magnússon byggingarstjóri framkvæmdanna segir tafirnar eiga sér eðlilegar skýringar. Samsett Atvinnurekandi við Hverfisgötu segir óbærilegt hvernig staðið hefur verið að framkvæmdum á reit við Vatnsstíg. Byggingarstjóri hefur fulla samúð með íbúum og harmar seinkun framkvæmdanna en hún eigi sér eðlilegar skýringar. Íbúar við byggingarsvæðið á Vatnsstíg voru orðnir langþreyttir á óhljóðum sem heyra má í upphafi meðfylgjandi fréttar nú á vormánuðum, þegar beita þurfti fleyg til að bora niður í klöppina undir reitnum. Íbúar sem fréttastofa hefur rætt við segja höggin hafa verið viðvarandi allan liðlangan daginn um margra mánaða skeið. Mestu lætin kláruðust þó nánast um miðjan mars. En það var svo í fyrradag sem aftur þurfti að ræsa fleyginn, fleyga aðeins upp úr undirlaginu hjá aðliggjandi húsi sem stendur við Hverfisgötu. Og eftir því var sannarlega tekið. Anna Þóra Björnsdóttir, eigandi gleraugnaverslunarinnar Sjáðu í umræddu húsi, sem hefur mátt þola einna mesta skarkalann, segir ástandið, bæði hvað varðar óhljóðin og almennt umstang, hafa verið hörmulegt frá því framkvæmdir hófust síðasta sumar. Fleygunin, sem þeim hafi verið sagt að ætti að taka tíu daga, hafi á endanum tekið sex mánuði. „Það hefur margsinnis allt brotnað niður hérna niðri í búð hjá okkur, brotnað og skemmst. Kúnnarnir hrökklast út í hávaða. Það er ekki hægt að taka sjónpróf í minni búð, það þarf að vera kyrrð og ró. Og við höfum reynt að vera samvinnufús og reyna að taka tillit. Auðvitað skiljum við að það þurfi að byggja upp í borginni en þetta eru kannski aðeins of stórar byggingar sem verið er að setja á pínulítinn blett.“ Dæmi séu um að fólk hafi hreinlega flutt burt af svæðinu vegna ágangsins. Hún kallar eftir betra samráði við nágranna. Hefur mikla samúð með nágrönnum Gunnar Smári Magnússon byggingarstjóri framkvæmdarinnar skilur þá afstöðu. „Ég hef mikla samúð með fólki sem býr hérna og ég skil hundrað prósent að fólki líði illa í þessum aðstæðum. En því miður, þegar er verið að taka svona upp og gera í miðri borg, þá verður þessi röskun,“ segir Gunnar. „Við hefðum, má kannski segja, getað haft betra samráð við þetta fólk.“ Zeppelin arkitektar Á reitnum er verið að reisa tvö hús með á fimmta tug íbúða, bílakjallara og þakgarði, eins og meðfylgjandi myndir frá Zeppelin-arkitektum sýna. Gunnar telur þetta mikla bót frá því sem áður var og bendir á að þarna hafi verið hús í mikilli niðurníðslu fyrir. En hann harmar að framkvæmdir hafi tafist. Að hans sögn nema tafirnar þó ekki nema þremur mánuðum. „Klöppin var miklu harðari en við áttum von á. Það gekk miklu verr að fleyga þetta en við áttum von á, ásamt þessum töfum sem urðu við það að bíða eftir og reyna að hliðra til fyrir eigendum hérna,“ segir Gunnar. Verklok liggja ekki fyrir en reiknað er með því að mikið verði í höfn um áramótin. Þá verði raskið í það minnsta orðið mun minna, að sögn Gunnars. Horft framan á fyrirhugaðar nýbyggingar frá Vatnsstíg. Gulu húsin lengst til hægri standa við Laugaveg.Zeppelin arkitektar Reykjavík Skipulag Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Íbúar við byggingarsvæðið á Vatnsstíg voru orðnir langþreyttir á óhljóðum sem heyra má í upphafi meðfylgjandi fréttar nú á vormánuðum, þegar beita þurfti fleyg til að bora niður í klöppina undir reitnum. Íbúar sem fréttastofa hefur rætt við segja höggin hafa verið viðvarandi allan liðlangan daginn um margra mánaða skeið. Mestu lætin kláruðust þó nánast um miðjan mars. En það var svo í fyrradag sem aftur þurfti að ræsa fleyginn, fleyga aðeins upp úr undirlaginu hjá aðliggjandi húsi sem stendur við Hverfisgötu. Og eftir því var sannarlega tekið. Anna Þóra Björnsdóttir, eigandi gleraugnaverslunarinnar Sjáðu í umræddu húsi, sem hefur mátt þola einna mesta skarkalann, segir ástandið, bæði hvað varðar óhljóðin og almennt umstang, hafa verið hörmulegt frá því framkvæmdir hófust síðasta sumar. Fleygunin, sem þeim hafi verið sagt að ætti að taka tíu daga, hafi á endanum tekið sex mánuði. „Það hefur margsinnis allt brotnað niður hérna niðri í búð hjá okkur, brotnað og skemmst. Kúnnarnir hrökklast út í hávaða. Það er ekki hægt að taka sjónpróf í minni búð, það þarf að vera kyrrð og ró. Og við höfum reynt að vera samvinnufús og reyna að taka tillit. Auðvitað skiljum við að það þurfi að byggja upp í borginni en þetta eru kannski aðeins of stórar byggingar sem verið er að setja á pínulítinn blett.“ Dæmi séu um að fólk hafi hreinlega flutt burt af svæðinu vegna ágangsins. Hún kallar eftir betra samráði við nágranna. Hefur mikla samúð með nágrönnum Gunnar Smári Magnússon byggingarstjóri framkvæmdarinnar skilur þá afstöðu. „Ég hef mikla samúð með fólki sem býr hérna og ég skil hundrað prósent að fólki líði illa í þessum aðstæðum. En því miður, þegar er verið að taka svona upp og gera í miðri borg, þá verður þessi röskun,“ segir Gunnar. „Við hefðum, má kannski segja, getað haft betra samráð við þetta fólk.“ Zeppelin arkitektar Á reitnum er verið að reisa tvö hús með á fimmta tug íbúða, bílakjallara og þakgarði, eins og meðfylgjandi myndir frá Zeppelin-arkitektum sýna. Gunnar telur þetta mikla bót frá því sem áður var og bendir á að þarna hafi verið hús í mikilli niðurníðslu fyrir. En hann harmar að framkvæmdir hafi tafist. Að hans sögn nema tafirnar þó ekki nema þremur mánuðum. „Klöppin var miklu harðari en við áttum von á. Það gekk miklu verr að fleyga þetta en við áttum von á, ásamt þessum töfum sem urðu við það að bíða eftir og reyna að hliðra til fyrir eigendum hérna,“ segir Gunnar. Verklok liggja ekki fyrir en reiknað er með því að mikið verði í höfn um áramótin. Þá verði raskið í það minnsta orðið mun minna, að sögn Gunnars. Horft framan á fyrirhugaðar nýbyggingar frá Vatnsstíg. Gulu húsin lengst til hægri standa við Laugaveg.Zeppelin arkitektar
Reykjavík Skipulag Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira