Fyrsta nautahlaup San Fermín hátíðarinnar í þrjú ár Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 7. júlí 2022 14:30 Frá nautahlaupinu í Pamplona í morgun. Burak Akbulut/GettyImages San Fermín hátíðin í Pamplóna á Spáni hófst í morgun með hinu víðfræga nautahlaupi um götur borgarinnar. Þetta er í fyrsta sinn í 3 ár sem hátíðin fer fram vegna Covid-farsóttarinnar. Talið er að um milljón manns sæki hátíðina í ár. Það ríkti gríðarleg eftirvænting og gleði klukkan 8 í morgun þegar nautunum 12 var hleypt af stað niður götur borgarinnar niður að nautahringnum í miðborg Pamplóna. Þetta er ekki löng leið, rétt 850 metrar og hlaupið tók nákvæmlega 2 mínútur og 35 sekúndur. Á undan nautunum hlaupa þúsundir hátíðargesta og svona hefst hver dagur á hinni 8 daga San Fermín hátíð, sem er án nokkurs vafa frægasta borgarhátíð Spánar. Öll hlaupin 8 eru sýnd í beinni útsendingu í spænska ríkissjónvarpinu og það eru hvorki fleiri né færri en 30 myndavélar sjónvarpsins sem dekka hlaupið. Hér er hægt að horfa á hlaupið í morgun. Hátíðin gefur miklar tekjur af sér Íbúar Pamplóna eru að öllu jöfnu um 200.000, en í vikunni sem San Fermín hátíðin er haldin, fer íbúafjöldinn vel yfir milljón. Hátíðin er því mikil efnahagsleg innspýting fyrir samfélagið, að öllu leyti. Bara til að nefna tvö dæmi, verð á hótelgistingu er um það bil sex sinnum hærra vikuna sem hátíðin stendur, og nóttin á góðu hóteli losar hæglega andvirði 200.000 króna. Þá leigja íbúðaeigendur við þær götur þar sem nautin hlaupa um á morgnana, út stæði á svölunum sínum. Eðlilegt verð fyrir slíkt stæði er um 140 evrur, andvirði um 20.000 króna. Slíkar svalir taka oft um 4 menn og því getur íbúðaeigandinn hagnast um rúmlega 600.000 krónur á svölunum sínum þá daga sem hlaupin fara fram. Ernest Hemingway gerði hátíðina heimsfræga Upphaf hátíðarinnar má rekja til miðalda, en það var svo í raun Nóbelsskáldið Ernest Hemingway sem gerði hátíðina heimsfræga, en hún er umgjörð fyrstu skáldsögu hans, The Sun Also Rises sem kom út árið 1926. En þrátt fyrir að San Fermín hátíðin sé fyrst og fremst fræg fyrir nautahlaupin að morgni dags, þá eru þau svo miklu, miklu meira og það er fyrst og fremst þess vegna sem íbúar Pamplóna og þúsundir annarra Spánverja hlakka svo mikið til þessarar hátíðar. Alls eru rúmlega 500 atriði á dagskránni þessa 9 daga sem hátíðin stendur yfir; tónleikar, listsýningar, leiklistarsýningar, götuskemmtanir, flugeldasýningar og barna- og fjölskylduskemmtanir af öllu tagi. Í hugum Spánverja er þetta stærsta bæjar- og borgarhátíð landsins, og það mátti greina svo skýrt eftirvæntinguna í titrandi röddum fjölmiðlafólks sem lýsti herlegheitunum í morgun fyrir þeim sem heima sátu. Svona svipað kannski og við heyrum eftir tæpan mánuð þegar Vestmannaeyingar og aðrir landsmenn flykkjast í Herjólfsdal hrópandi í fögnuði sínum: „Loksins, loksins…“ Spánn Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Það ríkti gríðarleg eftirvænting og gleði klukkan 8 í morgun þegar nautunum 12 var hleypt af stað niður götur borgarinnar niður að nautahringnum í miðborg Pamplóna. Þetta er ekki löng leið, rétt 850 metrar og hlaupið tók nákvæmlega 2 mínútur og 35 sekúndur. Á undan nautunum hlaupa þúsundir hátíðargesta og svona hefst hver dagur á hinni 8 daga San Fermín hátíð, sem er án nokkurs vafa frægasta borgarhátíð Spánar. Öll hlaupin 8 eru sýnd í beinni útsendingu í spænska ríkissjónvarpinu og það eru hvorki fleiri né færri en 30 myndavélar sjónvarpsins sem dekka hlaupið. Hér er hægt að horfa á hlaupið í morgun. Hátíðin gefur miklar tekjur af sér Íbúar Pamplóna eru að öllu jöfnu um 200.000, en í vikunni sem San Fermín hátíðin er haldin, fer íbúafjöldinn vel yfir milljón. Hátíðin er því mikil efnahagsleg innspýting fyrir samfélagið, að öllu leyti. Bara til að nefna tvö dæmi, verð á hótelgistingu er um það bil sex sinnum hærra vikuna sem hátíðin stendur, og nóttin á góðu hóteli losar hæglega andvirði 200.000 króna. Þá leigja íbúðaeigendur við þær götur þar sem nautin hlaupa um á morgnana, út stæði á svölunum sínum. Eðlilegt verð fyrir slíkt stæði er um 140 evrur, andvirði um 20.000 króna. Slíkar svalir taka oft um 4 menn og því getur íbúðaeigandinn hagnast um rúmlega 600.000 krónur á svölunum sínum þá daga sem hlaupin fara fram. Ernest Hemingway gerði hátíðina heimsfræga Upphaf hátíðarinnar má rekja til miðalda, en það var svo í raun Nóbelsskáldið Ernest Hemingway sem gerði hátíðina heimsfræga, en hún er umgjörð fyrstu skáldsögu hans, The Sun Also Rises sem kom út árið 1926. En þrátt fyrir að San Fermín hátíðin sé fyrst og fremst fræg fyrir nautahlaupin að morgni dags, þá eru þau svo miklu, miklu meira og það er fyrst og fremst þess vegna sem íbúar Pamplóna og þúsundir annarra Spánverja hlakka svo mikið til þessarar hátíðar. Alls eru rúmlega 500 atriði á dagskránni þessa 9 daga sem hátíðin stendur yfir; tónleikar, listsýningar, leiklistarsýningar, götuskemmtanir, flugeldasýningar og barna- og fjölskylduskemmtanir af öllu tagi. Í hugum Spánverja er þetta stærsta bæjar- og borgarhátíð landsins, og það mátti greina svo skýrt eftirvæntinguna í titrandi röddum fjölmiðlafólks sem lýsti herlegheitunum í morgun fyrir þeim sem heima sátu. Svona svipað kannski og við heyrum eftir tæpan mánuð þegar Vestmannaeyingar og aðrir landsmenn flykkjast í Herjólfsdal hrópandi í fögnuði sínum: „Loksins, loksins…“
Spánn Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent