Brettum upp ermar Hugrún Elvarsdóttir skrifar 7. júlí 2022 10:30 Skýr stefnumörkun og gagnsætt bókhald er grundvöllur þess að hægt sé að meta árangur af beitingu stjórntækja, líkt og grænum sköttum, ívilnunum og styrkjum sem notuð eru í þágu loftslagsmarkmiða. Umræða um loftslagstengda fjármálastefnu, fjárlagagerð og notkun tekna af tekjuskapandi loftslagsaðgerðum hefur aukist verulega á alþjóðlegum vettvangi. Íslensk stjórnvöld hafa tekið fyrstu skrefin í átt að auknu gagnsæi þegar kemur að kostnaði vegna loftslagsaðgerða en samkvæmt skýrslu OECD frá árinu 2019 er enn mikilla úrbóta þörf á gagnsæi hvað varðar innheimt umhverfisgjöld. Aukið fjármagn eitt og sér leysir auðvitað ekki vandann. Það þarf að vera skýrt hvernig fénu skal varið og hvers vegna. Kortleggja þarf nauðsynlegar aðgerðir á sviði loftslagsmála, forgangsraða verkefnum miðað við losun og skilgreina lykilárangursmælikvarða svo hægt sé að meta kostnað og árangur þeirra aðgerða sem ráðist er í. Þannig væri hægt að fylgjast með framgangi einstakra verkefna og bregðast við með viðeigandi hætti miðað við árangur eða þegar nýjar áskoranir koma fram. Aukin fjárframlög til umhverfis- og loftslagsmála verða þannig að byggja á metnaðarfullri heildarstefnu og fjármögnuðum vörðum á leiðinni ef við ætlum að ná 55% samdrætti í losun fyrir 2030. Stefnulaus skattheimta Atvinnulífið hefur ítrekað bent á að tryggja þurfi aukið gagnsæi í loftslagshagstjórn landsins. Hvað eftir annað hefur verið bent á að grænt fjármagn sé lykilþáttur í að finna lausnir á loftslagsvandanum og mikilvægt sé að fjármagn fari í réttan farveg. Aftur á móti er ekki birt bókhald yfir ,,grænar tekjur“ á móti ,,grænum útgjöldum“ hins opinbera og ógagnsæi ríkir því um hvert fjármagnið fer, sem innheimt er í formi grænna skatta. Tilgangur og markmið skattheimtunnar eru því óskýr. Í nýútgefinni skýrslu Loftslagsráðs er farið yfir tekjur ríkissjóðs af loftslagsaðgerðum. Þar kemur fram að helstu tekjustofnar ríkisins eru kolefnisgjaldið, skattur á F-gös og tekjur af uppboðsheimildum vegna þátttöku í ETS-kerfinu. Benda má á að tekjur af kolefnisgjaldi jukust verulega á undanförnum árum. Atvinnulífið hefur margsinnis bent á að það væri eðlileg þróun að fjárframlög sem eru sambærileg tekjum af kolefnisgjaldi og öðrum umhverfissköttum renni til verkefna sem miða að því að loftslagsmarkmið Íslands náist. Árið 2012 var að finna ákvæði í lögum um loftslagsmál um að helmingur tekna Íslands af uppboðsheimildum rynnu í Loftslagssjóð og að tekjurnar skyldu standa undir rekstri viðskiptakerfisins í stjórnsýslunni, en ákvæðið var fellt úr gildi 2014. Til samanburðar runnu 78% tekna af sölu losunarheimilda innan ESB á tímabilinu 2013-2019 í verkefni á sviði umhverfis- og orkumála, skv. skýrslu framkvæmdastjórnar ESB frá árinu 2020. Tryggja þarf að tekjur sem koma frá ETS-kerfinu verði nýttar í þróun og uppbyggingu á umhverfisvænum lausnum í t.a.m. málmframleiðslu. Til upplýsinga þá er kostnaður innlendra málmframleiðenda af kaupum losunarheimilda vel yfir milljarður og tekjur íslenska ríkisins af ETS-kerfinu voru um 1,3 milljarðar árið 2020. Það kann að vera óhjákvæmilegt í einhverjum tilvikum að beita sköttum sem stjórntæki til að ná markmiðum Íslands í loftlagsmálum. Þó ber að hafa í huga að skattlagning á fyrirtæki, sem kemur í veg fyrir að fyrirtæki geti fjárfest í umhverfisvænum og grænum lausnum, dregur styrk úr hagkerfinu, minnkar samkeppnishæfni fyrirtækja, stuðlar að kolefnisleka og kemur niður á sameiginlegri baráttu okkar allra á þessu sviði. Grænir skattar eiga því að vera nýttir í að ná settum markmiðum í loftslagsmálum og styðja atvinnulífið og landsmenn í að fjárfesta í umhverfisvænum lausnum og/eða til að kolefnisjafna óhjákvæmilega losun, en ekki til almennrar tekjuöflunar fyrir ríkið. Verulegra úrbóta þörf Hið opinbera mun ekki ná tilskildum markmiðum með núverandi fyrirkomulagi enda forgangsröðun aðgerða og ráðstöfun opinberra fjármuna í þágu loftslagsmarkmiða með öllu óljós. Það liggur því í augum uppi að samhæfa þarf fjármál hins opinbera og stefnu ríkisins í loftslagsmálum. Fram undan eru stór verkefni í umhverfis- og loftslagsmálum. Mikilvægt er að stjórnvöld og atvinnulíf haldi í sameiningu utan um árangur aðgerða m.t.t fjárframlaga þannig að framvinda markmiðs um 55% samdrátt í losun 2030 og kolefnishlutleysi 2040 sé ávallt ljós, en öflug samvinna atvinnulífs og stjórnvalda mun varða leiðina að þessu metnaðarfulla markmiði. Tími fjármögnunar til fræðslu er liðinn, við vitum hver áskorunin er. Nú þarf að bretta upp ermar og setja mælanleg markmið svo hægt sé að greina hvað skilar mestum árangri í samdrætti miðað við kostnað. Í kjölfarið er hægt að taka gagnadrifnar ákvarðanir og verja fjármagni í verkefni sem atvinnulífið þróar og sem draga mest úr losun. Höfundur er verkefnastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Skattar og tollar Efnahagsmál Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Skoðun Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Skýr stefnumörkun og gagnsætt bókhald er grundvöllur þess að hægt sé að meta árangur af beitingu stjórntækja, líkt og grænum sköttum, ívilnunum og styrkjum sem notuð eru í þágu loftslagsmarkmiða. Umræða um loftslagstengda fjármálastefnu, fjárlagagerð og notkun tekna af tekjuskapandi loftslagsaðgerðum hefur aukist verulega á alþjóðlegum vettvangi. Íslensk stjórnvöld hafa tekið fyrstu skrefin í átt að auknu gagnsæi þegar kemur að kostnaði vegna loftslagsaðgerða en samkvæmt skýrslu OECD frá árinu 2019 er enn mikilla úrbóta þörf á gagnsæi hvað varðar innheimt umhverfisgjöld. Aukið fjármagn eitt og sér leysir auðvitað ekki vandann. Það þarf að vera skýrt hvernig fénu skal varið og hvers vegna. Kortleggja þarf nauðsynlegar aðgerðir á sviði loftslagsmála, forgangsraða verkefnum miðað við losun og skilgreina lykilárangursmælikvarða svo hægt sé að meta kostnað og árangur þeirra aðgerða sem ráðist er í. Þannig væri hægt að fylgjast með framgangi einstakra verkefna og bregðast við með viðeigandi hætti miðað við árangur eða þegar nýjar áskoranir koma fram. Aukin fjárframlög til umhverfis- og loftslagsmála verða þannig að byggja á metnaðarfullri heildarstefnu og fjármögnuðum vörðum á leiðinni ef við ætlum að ná 55% samdrætti í losun fyrir 2030. Stefnulaus skattheimta Atvinnulífið hefur ítrekað bent á að tryggja þurfi aukið gagnsæi í loftslagshagstjórn landsins. Hvað eftir annað hefur verið bent á að grænt fjármagn sé lykilþáttur í að finna lausnir á loftslagsvandanum og mikilvægt sé að fjármagn fari í réttan farveg. Aftur á móti er ekki birt bókhald yfir ,,grænar tekjur“ á móti ,,grænum útgjöldum“ hins opinbera og ógagnsæi ríkir því um hvert fjármagnið fer, sem innheimt er í formi grænna skatta. Tilgangur og markmið skattheimtunnar eru því óskýr. Í nýútgefinni skýrslu Loftslagsráðs er farið yfir tekjur ríkissjóðs af loftslagsaðgerðum. Þar kemur fram að helstu tekjustofnar ríkisins eru kolefnisgjaldið, skattur á F-gös og tekjur af uppboðsheimildum vegna þátttöku í ETS-kerfinu. Benda má á að tekjur af kolefnisgjaldi jukust verulega á undanförnum árum. Atvinnulífið hefur margsinnis bent á að það væri eðlileg þróun að fjárframlög sem eru sambærileg tekjum af kolefnisgjaldi og öðrum umhverfissköttum renni til verkefna sem miða að því að loftslagsmarkmið Íslands náist. Árið 2012 var að finna ákvæði í lögum um loftslagsmál um að helmingur tekna Íslands af uppboðsheimildum rynnu í Loftslagssjóð og að tekjurnar skyldu standa undir rekstri viðskiptakerfisins í stjórnsýslunni, en ákvæðið var fellt úr gildi 2014. Til samanburðar runnu 78% tekna af sölu losunarheimilda innan ESB á tímabilinu 2013-2019 í verkefni á sviði umhverfis- og orkumála, skv. skýrslu framkvæmdastjórnar ESB frá árinu 2020. Tryggja þarf að tekjur sem koma frá ETS-kerfinu verði nýttar í þróun og uppbyggingu á umhverfisvænum lausnum í t.a.m. málmframleiðslu. Til upplýsinga þá er kostnaður innlendra málmframleiðenda af kaupum losunarheimilda vel yfir milljarður og tekjur íslenska ríkisins af ETS-kerfinu voru um 1,3 milljarðar árið 2020. Það kann að vera óhjákvæmilegt í einhverjum tilvikum að beita sköttum sem stjórntæki til að ná markmiðum Íslands í loftlagsmálum. Þó ber að hafa í huga að skattlagning á fyrirtæki, sem kemur í veg fyrir að fyrirtæki geti fjárfest í umhverfisvænum og grænum lausnum, dregur styrk úr hagkerfinu, minnkar samkeppnishæfni fyrirtækja, stuðlar að kolefnisleka og kemur niður á sameiginlegri baráttu okkar allra á þessu sviði. Grænir skattar eiga því að vera nýttir í að ná settum markmiðum í loftslagsmálum og styðja atvinnulífið og landsmenn í að fjárfesta í umhverfisvænum lausnum og/eða til að kolefnisjafna óhjákvæmilega losun, en ekki til almennrar tekjuöflunar fyrir ríkið. Verulegra úrbóta þörf Hið opinbera mun ekki ná tilskildum markmiðum með núverandi fyrirkomulagi enda forgangsröðun aðgerða og ráðstöfun opinberra fjármuna í þágu loftslagsmarkmiða með öllu óljós. Það liggur því í augum uppi að samhæfa þarf fjármál hins opinbera og stefnu ríkisins í loftslagsmálum. Fram undan eru stór verkefni í umhverfis- og loftslagsmálum. Mikilvægt er að stjórnvöld og atvinnulíf haldi í sameiningu utan um árangur aðgerða m.t.t fjárframlaga þannig að framvinda markmiðs um 55% samdrátt í losun 2030 og kolefnishlutleysi 2040 sé ávallt ljós, en öflug samvinna atvinnulífs og stjórnvalda mun varða leiðina að þessu metnaðarfulla markmiði. Tími fjármögnunar til fræðslu er liðinn, við vitum hver áskorunin er. Nú þarf að bretta upp ermar og setja mælanleg markmið svo hægt sé að greina hvað skilar mestum árangri í samdrætti miðað við kostnað. Í kjölfarið er hægt að taka gagnadrifnar ákvarðanir og verja fjármagni í verkefni sem atvinnulífið þróar og sem draga mest úr losun. Höfundur er verkefnastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun