Múgur og margmenni við opnun Elko og Krónunnar í Skeifunni Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. júlí 2022 10:55 Fólk var mætt í röð fyrir utan nýja verslun Elko sem opnaði í Skeifunni í morgun. Magnús Jochum Elko og Krónan opnuðu ný útibú í Mylluhúsinu í Skeifunni klukkan 9 í morgun. Áður en verslanirnar opnuðu var mikill fjöldi fólks mættur í röð fyrir utan Elko enda hundrað eintök af Playstation 5 til sölu í versluninni auk fjölda tilboða vegna opnunarinnar. Blaðamaður hafði samband við Arinbjörn Hauksson, markaðsstjóra Elko, sem greindi frá opnun nýju verslunarinnar. „Við erum að flytja gamla búð í Skeifunni og erum að fara úr sirka þúsund fermetra búð yfir í fjórtánhundruð fermetra,“ sagði Arinbjörn um nýju búðina. Biðröðin teygði sig eftir öllum inngangi verslananna tveggja og út á götu.Magnús Jochum Ásamt því að fara úr gömlu rými í nýtt segir Arinbjörn verslunin vera innréttaða með glænýjum innréttingum og að fjöldi stórra hágæðaskjáa þeki veggina. Playstation 5 í verslun í fyrsta skiptið Verslunin opnaði klukkan 9 í morgun en þrátt fyrir rigningu og kulda var kominn löng röð af fólki fyrir utan verslunina um tuttugu mínútum áður en hún opnaði. „Við verðum með opnunartilboð alla helgina, við erum með þannig háttinn á þegar við opnum nýjar verslunar,“ sagði Arinbjörn um opnunina. Frá fimmtudegi og fram yfir helgina verða þessi opnunartilboð fáanleg í verslun Elko í Skeifunni. Fjöldi fólks var kominn með Playstation-tölvur í hendurnar um leið og búið var að opna verslunina.Magnús Jochum Vafalaust hafa einhverjir verið spenntir fyrir opnun nýju búðarinnar og þeim opnunartilboðum sem voru þar í boði. En þær hundrað Playstation 5 tölvur sem voru til sölu við opnunina hafa líklega spilað stærsta rullu í að trekkja fólkið að. Stafli af um 25 Playstation 5 tölvum sem verður vafalaust horfinn í lok dags.Magnús Jochum Frá því að þessi fimmta og nýjasta útgáfa Playstation-tölvunnar kom út í nóvember 2020 hefur tölvan verið illfáanleg um allan heim. Hérlendis hefur hún yfirleitt selst hratt upp í hvert skipti sem bæst hefur í lagerinn. Fólk hefur því eflaust hugsað sér gott til glóðarinnar þegar það heyrði af tölvunum hundrað. „Við erum með Playstation 5 í verslun í fyrsta skipti í verslun. Við höfum eingöngu selt hana á vef upp á að hafa jafnt aðgengi fyrir alla. En núna erum við í fyrsta skipti með Playstation úti á gólfi, hundrað stykki,“ segir Arinbjörn. „Það hefur verið mjög erfitt að fá þær og að anna eftirspurn. Og verður erfitt að anna eftirspurn alveg fram á næsta ár,“ sagði Arinbjörn um tölvuna illfáanlegu. Eftir að fólkið var búið að bíða í röð fyrir utan Elko fór það inn í verslunina og beið þar í annarri röð.Magnús Jochum Verslun Reykjavík Tengdar fréttir Fyrstu PS5 tölvurnar afhentar á miðnætti í gær Vodafone hóf á miðnætti afhendingar á PlayStation 5 tölvum til viðskiptavina sinna en vélin seldist upp á örfáum klukkustundum þegar forsala hófst þann 17. september síðastliðinn. 19. nóvember 2020 22:09 Mest lesið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Sjá meira
Blaðamaður hafði samband við Arinbjörn Hauksson, markaðsstjóra Elko, sem greindi frá opnun nýju verslunarinnar. „Við erum að flytja gamla búð í Skeifunni og erum að fara úr sirka þúsund fermetra búð yfir í fjórtánhundruð fermetra,“ sagði Arinbjörn um nýju búðina. Biðröðin teygði sig eftir öllum inngangi verslananna tveggja og út á götu.Magnús Jochum Ásamt því að fara úr gömlu rými í nýtt segir Arinbjörn verslunin vera innréttaða með glænýjum innréttingum og að fjöldi stórra hágæðaskjáa þeki veggina. Playstation 5 í verslun í fyrsta skiptið Verslunin opnaði klukkan 9 í morgun en þrátt fyrir rigningu og kulda var kominn löng röð af fólki fyrir utan verslunina um tuttugu mínútum áður en hún opnaði. „Við verðum með opnunartilboð alla helgina, við erum með þannig háttinn á þegar við opnum nýjar verslunar,“ sagði Arinbjörn um opnunina. Frá fimmtudegi og fram yfir helgina verða þessi opnunartilboð fáanleg í verslun Elko í Skeifunni. Fjöldi fólks var kominn með Playstation-tölvur í hendurnar um leið og búið var að opna verslunina.Magnús Jochum Vafalaust hafa einhverjir verið spenntir fyrir opnun nýju búðarinnar og þeim opnunartilboðum sem voru þar í boði. En þær hundrað Playstation 5 tölvur sem voru til sölu við opnunina hafa líklega spilað stærsta rullu í að trekkja fólkið að. Stafli af um 25 Playstation 5 tölvum sem verður vafalaust horfinn í lok dags.Magnús Jochum Frá því að þessi fimmta og nýjasta útgáfa Playstation-tölvunnar kom út í nóvember 2020 hefur tölvan verið illfáanleg um allan heim. Hérlendis hefur hún yfirleitt selst hratt upp í hvert skipti sem bæst hefur í lagerinn. Fólk hefur því eflaust hugsað sér gott til glóðarinnar þegar það heyrði af tölvunum hundrað. „Við erum með Playstation 5 í verslun í fyrsta skipti í verslun. Við höfum eingöngu selt hana á vef upp á að hafa jafnt aðgengi fyrir alla. En núna erum við í fyrsta skipti með Playstation úti á gólfi, hundrað stykki,“ segir Arinbjörn. „Það hefur verið mjög erfitt að fá þær og að anna eftirspurn. Og verður erfitt að anna eftirspurn alveg fram á næsta ár,“ sagði Arinbjörn um tölvuna illfáanlegu. Eftir að fólkið var búið að bíða í röð fyrir utan Elko fór það inn í verslunina og beið þar í annarri röð.Magnús Jochum
Verslun Reykjavík Tengdar fréttir Fyrstu PS5 tölvurnar afhentar á miðnætti í gær Vodafone hóf á miðnætti afhendingar á PlayStation 5 tölvum til viðskiptavina sinna en vélin seldist upp á örfáum klukkustundum þegar forsala hófst þann 17. september síðastliðinn. 19. nóvember 2020 22:09 Mest lesið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Sjá meira
Fyrstu PS5 tölvurnar afhentar á miðnætti í gær Vodafone hóf á miðnætti afhendingar á PlayStation 5 tölvum til viðskiptavina sinna en vélin seldist upp á örfáum klukkustundum þegar forsala hófst þann 17. september síðastliðinn. 19. nóvember 2020 22:09