Dauðskelkuð Griner biðlar til Bandaríkjaforseta: Gerðu það, ekki gleyma mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2022 09:31 Brittney Griner hefur ekkert getað spilað með Phoenix Mercury því hún hefur dúsað í fangelsi í Moskvu síðan í febrúar. Getty/Christian Petersen/ Bréf frá bandarísku körfuboltakonunni Brittney Griner, skrifað í fangelsi í Rússlandi, komst alla leið í Hvíta húsið. Bandarískir fjölmiðlar fengu að birta brot úr því á Þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna 4. júlí. Griner hefur verið í haldi í Rússlandi síðan hún var handtekin á flugvellinum í Moskvu fyrir að vera með hassolíu í sínum förum en hana notaði Griner í rafrettu sína. Það kom ekki fram hvernig bréfið komst úr fangelsinu í Moskvu alla leið í Hvíta húsið í Washington DC. Fjölmiðlar fengu heldur ekki afrit af öllu bréfinu heldur aðeins brot úr því. Það sem er vitað er að í þessu bréfi biðlaði Griner beint til Joe Biden Bandaríkjaforseta. „Ég er dauðskelkuð um að ég verði hér alla tíð,“ skrifaði Brittney Griner. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Griner er ein besta körfuboltakona heims, 206 sentímetra miðherji sem hefur bæði orðið WNBA-meistari sem og verið stigahæsti leikmaður WNBA deildarinnar í tvígang. Hún hefur líka átta sinnum varið flest skot á tímabili og þrisvar sinnum verið kosin í úrvalslið ársins. Réttarhöldin yfir Griner hófust síðastliðinn föstudag. Lögfræðisérfræðingar og bandarískir fulltrúar hafa sagt að réttarhöldin séu í raun aðeins sýndarréttarhöld og því löngu ljóst að hún verði dæmd sek og í langt fangelsi. „Ég átta mig á því að þú ert að glíma við marga hluti en gerðu það ekki gleyma mér og hinum sem eru líka í gæsluvarðhaldi,“ skrifaði Griner. Griner handskrifaði bréfið og þar nefnir hún meðal annars að faðir hennar hafi verið í Víetnam. „Fjórða júlí, heiðrar mín fjölskylda vanalega þá sem börðust fyrir frelsi okkar og meðal þeirra er faðir minn sem barðist í Víetnam. Það er mjög sárt að hugsa um það hvernig ég held vanalega upp á þennan dag því frelsi þýðir eitthvað allt annað fyrir mig í dag,“ skrifaði Griner. „Ég kaus í fyrsta sinn árið 2020 og þá kaus ég þig. Ég trúi á þig. Ég á enn svo margt gott eftir að láta af mér leiða og þú getur hjálpað mér að geta það. Ég sakna eiginkonu minnar. Ég sakna fjölskyldunnar. Ég sakna liðsfélaganna. Það er mjög erfitt að vita að þeir eru ganga í gegnum þetta kvalræði. Ég er þakklát fyrir allt sem þú getur gert til að hjálpa mér að komast heim,“ skrifaði Griner. Mál Brittney Griner NBA Innrás Rússa í Úkraínu Joe Biden Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni Sjá meira
Griner hefur verið í haldi í Rússlandi síðan hún var handtekin á flugvellinum í Moskvu fyrir að vera með hassolíu í sínum förum en hana notaði Griner í rafrettu sína. Það kom ekki fram hvernig bréfið komst úr fangelsinu í Moskvu alla leið í Hvíta húsið í Washington DC. Fjölmiðlar fengu heldur ekki afrit af öllu bréfinu heldur aðeins brot úr því. Það sem er vitað er að í þessu bréfi biðlaði Griner beint til Joe Biden Bandaríkjaforseta. „Ég er dauðskelkuð um að ég verði hér alla tíð,“ skrifaði Brittney Griner. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Griner er ein besta körfuboltakona heims, 206 sentímetra miðherji sem hefur bæði orðið WNBA-meistari sem og verið stigahæsti leikmaður WNBA deildarinnar í tvígang. Hún hefur líka átta sinnum varið flest skot á tímabili og þrisvar sinnum verið kosin í úrvalslið ársins. Réttarhöldin yfir Griner hófust síðastliðinn föstudag. Lögfræðisérfræðingar og bandarískir fulltrúar hafa sagt að réttarhöldin séu í raun aðeins sýndarréttarhöld og því löngu ljóst að hún verði dæmd sek og í langt fangelsi. „Ég átta mig á því að þú ert að glíma við marga hluti en gerðu það ekki gleyma mér og hinum sem eru líka í gæsluvarðhaldi,“ skrifaði Griner. Griner handskrifaði bréfið og þar nefnir hún meðal annars að faðir hennar hafi verið í Víetnam. „Fjórða júlí, heiðrar mín fjölskylda vanalega þá sem börðust fyrir frelsi okkar og meðal þeirra er faðir minn sem barðist í Víetnam. Það er mjög sárt að hugsa um það hvernig ég held vanalega upp á þennan dag því frelsi þýðir eitthvað allt annað fyrir mig í dag,“ skrifaði Griner. „Ég kaus í fyrsta sinn árið 2020 og þá kaus ég þig. Ég trúi á þig. Ég á enn svo margt gott eftir að láta af mér leiða og þú getur hjálpað mér að geta það. Ég sakna eiginkonu minnar. Ég sakna fjölskyldunnar. Ég sakna liðsfélaganna. Það er mjög erfitt að vita að þeir eru ganga í gegnum þetta kvalræði. Ég er þakklát fyrir allt sem þú getur gert til að hjálpa mér að komast heim,“ skrifaði Griner.
Mál Brittney Griner NBA Innrás Rússa í Úkraínu Joe Biden Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni Sjá meira