Fjórfalda flotann og hlakka til að láta Hopp „svitna aðeins“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júlí 2022 11:30 Adam Karl Helgason er framkvæmdastjóri ZOLO. Aðsend Rafhlaupahjólaleigan ZOLO færir nú út kvíarnar og fer heildarfjöldi hjóla hjá fyrirtækinu úr 250 í þúsund. Þá hefur fyrirtækið stækkað umsvifasvæði sitt, sem nær nú í Kópavog, Breiðholt, Árbæ og Grafarvog, en áður hafi félagið haldið sig miðsvæðis í Reykjavík. Framkvæmdastjórinn segist hlakka til að láta keppinautana „svitna aðeins.“ „Já, við erum í hálfgerðum skölunarfasa og erum að færa út kvíarnar, loksins að fara að spila þetta almennilega,“ segir Adam Karl Helgason, framkvæmdastjóri ZOLO, í samtali við fréttastofu. Adam segir að fjórföldun hjólaflotans geri fyrirtækinu kleift að lækka verðið úr 34 krónum á mínútu í 30 krónur, en startgjaldið verði áfram hundrað krónur. „Þegar við erum komin upp í þessa stærð þá sjáum við möguleikann á því að lækka okkur aðeins, enda viljum við halda verðinu viðráðanlegu.“ Stefnt er að því að langstærstur hluti flotans verði á höfuðborgarsvæðinu, eða um 900 stykki. Þó bætast 50 hjól við á Selfossi, en 50 hjól voru þar fyrir. „Við erum bara að svara þörfinni, miðað við notkunartölur töldum við alveg vera pláss fyrir fleiri hjól og við erum stolt af þessu skrefi,“ segir Adam. Samstarf við Strætó á döfinni Auk fjölgunar í flotanum og lægra verðs boðar ZOLO samstarf við Strætó, rétt eins og helsti keppinauturinn á markaðnum, Hopp, hefur gert. „Við höfum verið að leita hvort til annars,“ segir Adam, spurður hver hafi átt frumkvæðið að fyrirhuguðu samstarfi. „Við erum búin að vera í samtölum og samvinnu með Strætó, og þetta er eitthvað sem við stefnum á að ráðast í með haustinu. Þetta verður þá líklega tilbúið í byrjun 2023, en þá verður hægt að gera þetta allt inni á sama appinu,“ segir Adam. Hugmyndin er þá sú að hægt verði að bóka hjól og fylgjast með strætóferðum inni í sama smáforritinu, auk þess sem hægt verði að fylgjast með staðsetningu strætisvagna og hlaupahjóla í rauntíma, á þar til gerðum skjáum á völdum biðstöðvum Strætó. „Síðan höfum við verið í sambandi við þau, við viljum auðvitað gera appið eins aðgengilegt og þægilegt og hægt er. Við höfum átt í mjög góðu samstarfi og Strætó er mjög viljugt til að bæta hlaupahjólunum inn í sinn rekstur og finna einhverja góða lendingu.“ Hoppað út í djúpu laugina Adam segir spennandi tíma fram undan hjá ZOLO, með auknum umsvifum. „Við erum bara svolítið að móta okkur upp á nýtt, komin með mun betri tækni og upplýsingar til að gera þetta enn fullkomnara. Við viljum geta svarað þörfum allra, vita hvar er best að vera á hverjum tíma og hvernig er best að nýta hjólin.“ Að sögn Adams er Hopp, sem er helsti samkeppnisaðilinn, með um þúsund hjól á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir spennandi að ráðast í aukna samkeppni. „Við byrjuðum á sama tíma, það er einhver mánuður á milli fyrirtækjanna árið 2019. Við höfum verið að taka þetta í hægari kantinum, enda bara fjölskyldufyrirtæki,“ segir Adam. Nú sé hins vegar komið að því að stækka við sig. „Það er bara gaman að láta þau svitna aðeins,“ segir Adam að lokum. Rafhlaupahjól Samgöngur Strætó Reykjavík Kópavogur Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Sjá meira
„Já, við erum í hálfgerðum skölunarfasa og erum að færa út kvíarnar, loksins að fara að spila þetta almennilega,“ segir Adam Karl Helgason, framkvæmdastjóri ZOLO, í samtali við fréttastofu. Adam segir að fjórföldun hjólaflotans geri fyrirtækinu kleift að lækka verðið úr 34 krónum á mínútu í 30 krónur, en startgjaldið verði áfram hundrað krónur. „Þegar við erum komin upp í þessa stærð þá sjáum við möguleikann á því að lækka okkur aðeins, enda viljum við halda verðinu viðráðanlegu.“ Stefnt er að því að langstærstur hluti flotans verði á höfuðborgarsvæðinu, eða um 900 stykki. Þó bætast 50 hjól við á Selfossi, en 50 hjól voru þar fyrir. „Við erum bara að svara þörfinni, miðað við notkunartölur töldum við alveg vera pláss fyrir fleiri hjól og við erum stolt af þessu skrefi,“ segir Adam. Samstarf við Strætó á döfinni Auk fjölgunar í flotanum og lægra verðs boðar ZOLO samstarf við Strætó, rétt eins og helsti keppinauturinn á markaðnum, Hopp, hefur gert. „Við höfum verið að leita hvort til annars,“ segir Adam, spurður hver hafi átt frumkvæðið að fyrirhuguðu samstarfi. „Við erum búin að vera í samtölum og samvinnu með Strætó, og þetta er eitthvað sem við stefnum á að ráðast í með haustinu. Þetta verður þá líklega tilbúið í byrjun 2023, en þá verður hægt að gera þetta allt inni á sama appinu,“ segir Adam. Hugmyndin er þá sú að hægt verði að bóka hjól og fylgjast með strætóferðum inni í sama smáforritinu, auk þess sem hægt verði að fylgjast með staðsetningu strætisvagna og hlaupahjóla í rauntíma, á þar til gerðum skjáum á völdum biðstöðvum Strætó. „Síðan höfum við verið í sambandi við þau, við viljum auðvitað gera appið eins aðgengilegt og þægilegt og hægt er. Við höfum átt í mjög góðu samstarfi og Strætó er mjög viljugt til að bæta hlaupahjólunum inn í sinn rekstur og finna einhverja góða lendingu.“ Hoppað út í djúpu laugina Adam segir spennandi tíma fram undan hjá ZOLO, með auknum umsvifum. „Við erum bara svolítið að móta okkur upp á nýtt, komin með mun betri tækni og upplýsingar til að gera þetta enn fullkomnara. Við viljum geta svarað þörfum allra, vita hvar er best að vera á hverjum tíma og hvernig er best að nýta hjólin.“ Að sögn Adams er Hopp, sem er helsti samkeppnisaðilinn, með um þúsund hjól á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir spennandi að ráðast í aukna samkeppni. „Við byrjuðum á sama tíma, það er einhver mánuður á milli fyrirtækjanna árið 2019. Við höfum verið að taka þetta í hægari kantinum, enda bara fjölskyldufyrirtæki,“ segir Adam. Nú sé hins vegar komið að því að stækka við sig. „Það er bara gaman að láta þau svitna aðeins,“ segir Adam að lokum.
Rafhlaupahjól Samgöngur Strætó Reykjavík Kópavogur Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Sjá meira