Bergmál úr fortíðinni Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 30. júní 2022 08:01 Allt frá upphafi Úkraínustríðsins þegar Rússland þverbraut alþjóðalög enn á ný og réðist inn í Úkraínu, hafa þingmenn og stjórnvöld verið einhuga um algjöra samstöðu með Úkraínu og með öðrum lýðræðisríkjum. Það er jákvætt enda eiga fáar þjóðir meira undir því en við Íslendingar að brot á alþjóðalögum séu ekki liðin. Á þeim tíma sem liðinn er frá innrásinni hafa úrtöluraddir og samúð með rússneskum stjórnvöldum sem betur fer farið mjög lágt hér á landi. Íslendingar hafa sent skýr skilaboð um að við stöndum með Austur-Evrópuþjóðum sem hafa hallað sér að Vesturlöndum og stutt við málstað þeirra með öllum tiltækum ráðum. Síðastliðinn mánudag ritaði fyrrum þingmaður og ráðherra, Hjörleifur Guttormsson, hins vegar grein í Morgunblaðið þar sem kvað að hluta við gamalkunnan tón. Þar kennir hann m.a. „viðskiptabann[i] Vesturlanda gegn Rússlandi og tundurduflagirðing[um] Úkraínumanna“ um yfirvofandi hungursneyð vegna skorts á matvælum. Um samskipti Rússa við nágrannalöndin vísar greinarhöfundur til þess að þau hafi „löngum verið hluti af flókinni sögu og ættu því átök á þessum slóðum ekki að koma mönnum í opna skjöldu.“ Honum virðist þykja það umræðuhæf og gerleg „fórn“ að Úkraínumenn gefi eftir héruð í austurhluta Úkraínu auk Krímskaga, enda njóti slík niðurstaða „stuðnings hluta íbúa þessara svæða“ og væri til þess fallin að „koma á friðarsamningi við Rússland.“ – Hvað dugði Hitler í friðarkaupasamningum? Pútín hefur sjálfur nefnt þau lönd sem hann telur tilheyra Rússlandi. Trúir Hjörleifur ekki Pútín? Hvaða erindi átti setningin „Þar við bætist það mat margra sérfróðra á viðskiptalífi Úkraínu, að leitun sé að spilltara efnahagskerfi en þarlendis.“ Það er alkunna að spilling í Úkraínu hefur farið hratt minnkandi undir núverandi stjórn og Rússland er t.a.m. mun spilltara land en Úkraína, sbr. m.a. lista Transparency International. Svona skrif er því ekki hægt að láta óátalin. Eftir innlimun Rússlands á Krímskaga 2014 voru svona viðhorf og meðvirkni með Pútín útbreiddari en þau eru í dag. Leiðtogar helstu forysturíkja ESB gerðust m.a. sekir um alvarlegan dómgreindarbrest með samskiptum sínum við rússnesk stjórnvöld þannig að Evrópu varð háð Rússum. Aðgerðir Pútíns síðan þá, heimsvaldagræðgi hans og grimmd, hafa í það minnsta hreyft við flestum frjálshuga mönnum sem sjá að það eina sem stöðvar Pútín er hervald og öflugur fælingarmáttur. Þeir átta sig á því að aftur er árið 1938 í Evrópu og skella ekki við skollaeyrum. Og loka ekki augunum fyrir því að árið 1939 gæti endurtekið sig. Hjörleifur ætti að líta til sögunnar. Samstaða Vesturlanda og sú staðreynd að enn fjölgar í hópi þeirra ríkja sem velja vestrænt lýðræði og mannréttindi umfram sósíalismann er e.t.v. enn of stór biti fyrir einhverja að kyngja. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Rússland Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Sjá meira
Allt frá upphafi Úkraínustríðsins þegar Rússland þverbraut alþjóðalög enn á ný og réðist inn í Úkraínu, hafa þingmenn og stjórnvöld verið einhuga um algjöra samstöðu með Úkraínu og með öðrum lýðræðisríkjum. Það er jákvætt enda eiga fáar þjóðir meira undir því en við Íslendingar að brot á alþjóðalögum séu ekki liðin. Á þeim tíma sem liðinn er frá innrásinni hafa úrtöluraddir og samúð með rússneskum stjórnvöldum sem betur fer farið mjög lágt hér á landi. Íslendingar hafa sent skýr skilaboð um að við stöndum með Austur-Evrópuþjóðum sem hafa hallað sér að Vesturlöndum og stutt við málstað þeirra með öllum tiltækum ráðum. Síðastliðinn mánudag ritaði fyrrum þingmaður og ráðherra, Hjörleifur Guttormsson, hins vegar grein í Morgunblaðið þar sem kvað að hluta við gamalkunnan tón. Þar kennir hann m.a. „viðskiptabann[i] Vesturlanda gegn Rússlandi og tundurduflagirðing[um] Úkraínumanna“ um yfirvofandi hungursneyð vegna skorts á matvælum. Um samskipti Rússa við nágrannalöndin vísar greinarhöfundur til þess að þau hafi „löngum verið hluti af flókinni sögu og ættu því átök á þessum slóðum ekki að koma mönnum í opna skjöldu.“ Honum virðist þykja það umræðuhæf og gerleg „fórn“ að Úkraínumenn gefi eftir héruð í austurhluta Úkraínu auk Krímskaga, enda njóti slík niðurstaða „stuðnings hluta íbúa þessara svæða“ og væri til þess fallin að „koma á friðarsamningi við Rússland.“ – Hvað dugði Hitler í friðarkaupasamningum? Pútín hefur sjálfur nefnt þau lönd sem hann telur tilheyra Rússlandi. Trúir Hjörleifur ekki Pútín? Hvaða erindi átti setningin „Þar við bætist það mat margra sérfróðra á viðskiptalífi Úkraínu, að leitun sé að spilltara efnahagskerfi en þarlendis.“ Það er alkunna að spilling í Úkraínu hefur farið hratt minnkandi undir núverandi stjórn og Rússland er t.a.m. mun spilltara land en Úkraína, sbr. m.a. lista Transparency International. Svona skrif er því ekki hægt að láta óátalin. Eftir innlimun Rússlands á Krímskaga 2014 voru svona viðhorf og meðvirkni með Pútín útbreiddari en þau eru í dag. Leiðtogar helstu forysturíkja ESB gerðust m.a. sekir um alvarlegan dómgreindarbrest með samskiptum sínum við rússnesk stjórnvöld þannig að Evrópu varð háð Rússum. Aðgerðir Pútíns síðan þá, heimsvaldagræðgi hans og grimmd, hafa í það minnsta hreyft við flestum frjálshuga mönnum sem sjá að það eina sem stöðvar Pútín er hervald og öflugur fælingarmáttur. Þeir átta sig á því að aftur er árið 1938 í Evrópu og skella ekki við skollaeyrum. Og loka ekki augunum fyrir því að árið 1939 gæti endurtekið sig. Hjörleifur ætti að líta til sögunnar. Samstaða Vesturlanda og sú staðreynd að enn fjölgar í hópi þeirra ríkja sem velja vestrænt lýðræði og mannréttindi umfram sósíalismann er e.t.v. enn of stór biti fyrir einhverja að kyngja. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun