„Ísland birtist óvænt sem stórveldi“ Snorri Másson skrifar 28. júní 2022 11:55 Áætlað er að nýja verið, Mammoth, taki til starfa eftir eitt og hálft til tvö ár. Carbfix Afköst Íslendinga í kolefnisförgun eru í þann mund að margfaldast með tilkomu nýrrar verksmiðju á Hellisheiði. Landsvirkjun hefur þá ákveðið að hefja kolefnisförgun, en allt er þetta gert með aðferðum CarbFix. Í um áratug hefur CarbFix verið að fanga koltvíoxíð úr útblæstri jarðhitavirkjunarinnar á Hellisheiði og binda það í jörðu. Fyrir um ári hóf félagið, sem er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, að binda líka koltvíoxíð úr andrúmsloftinu, blanda því í vatn og binda það í jörðina. Nú á að margfalda umfang þeirrar starfsemi með nýju lofthreinsiveri; Mammoth; sem reist verður af svissneska fyrirtækinu Climeworks. „Verksmiðjan fangar þar núna um 4000 tonn á ári og mun þá fanga fjörutíu þúsund tonn þegar nýja verksmiðjan hefur verið reist; sem tekur til starfa eftir eitt og hálft til tvö ár. Þetta er töluvert mikilvægt innlegg inn í baráttuna við loftslagsvandann,“ segir Ólafur Teitur Guðnason kynningarfulltrúi CarbFix. Stækkun starfseminnar á Hellisheiði hefur þegar vakið heimsathygli; Reuters og Fortune hafa birt greinar þar sem vakin er athygli á þessum miklu sviptingum. Í Fortune segir að kapphlaupið sé hafið um stærstu kolefnisförgunarverksmiðju heims: „Þar er litla Ísland að birtast óvænt sem stórveldi í grænum lausnum.“ Climeworks reisir verksmiðjuna og borgar fyrir förgunina. Svo á svissneska fyrirtækið fyrir sitt leyti í viðskiptum við aðila sem vilja lækka sitt kolefnisspor. Sú lækkun kolefnisspors er þannig í raun keypt hjá Climeworks, sem aftur kaupir tæknina af CarbFix. Á sama tíma hefur Landsvirkjun tilkynnt um að fyrirtækið hyggist farga kolefni í virkjun sinni á Þeistareykjum. Í nýjustu loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að auk verulegs samdráttar í losun er föngun og förgun CO2 úr andrúmslofti nauðsynleg ef takmarka á hlýnun andrúmsloftsins við 1,5 gráður árið 2100. „Það er mikil þróun í þessari tækni akkúrat núna og reiknað með því að hún eigi mikla framtíð fyrir sér. Þetta mun ekki bjarga heiminum eitt og sér, þetta er engin töfralausn, en það er almennt talið að þetta muni verða mikilvægur hluti af viðleitni okkar mannfólksins til að draga úr styrk koltvíoxíðs í andrúmsloftinu,“ segir Ólafur Teitur. Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Landsvirkjun hefur föngun koltvísýrings Landsvirkjun ætlar að fanga og dæla niður koldíoxíði frá Þeistareykjastöð og jafnframt draga úr losun koldíoxíðs frá Kröflustöð með stýringu á vinnslu þar. Það er hluti af ætlun fyrirtækisins að verða algjörlega kolefnishlutlaust árið 2025. 28. júní 2022 09:46 Mun tífalda föngun og förgun koltvísýrings á Hellisheiði Framkvæmdir við Mammoth, nýju lofthreinsiveri Climeworks á Hellisheiði, eru hafnar og er áætlað að verið muni tífalda núverandi afköst föngunar og förgunar á koltvísýringi úr andrúmsloft á svæðinu. 28. júní 2022 07:59 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Í um áratug hefur CarbFix verið að fanga koltvíoxíð úr útblæstri jarðhitavirkjunarinnar á Hellisheiði og binda það í jörðu. Fyrir um ári hóf félagið, sem er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, að binda líka koltvíoxíð úr andrúmsloftinu, blanda því í vatn og binda það í jörðina. Nú á að margfalda umfang þeirrar starfsemi með nýju lofthreinsiveri; Mammoth; sem reist verður af svissneska fyrirtækinu Climeworks. „Verksmiðjan fangar þar núna um 4000 tonn á ári og mun þá fanga fjörutíu þúsund tonn þegar nýja verksmiðjan hefur verið reist; sem tekur til starfa eftir eitt og hálft til tvö ár. Þetta er töluvert mikilvægt innlegg inn í baráttuna við loftslagsvandann,“ segir Ólafur Teitur Guðnason kynningarfulltrúi CarbFix. Stækkun starfseminnar á Hellisheiði hefur þegar vakið heimsathygli; Reuters og Fortune hafa birt greinar þar sem vakin er athygli á þessum miklu sviptingum. Í Fortune segir að kapphlaupið sé hafið um stærstu kolefnisförgunarverksmiðju heims: „Þar er litla Ísland að birtast óvænt sem stórveldi í grænum lausnum.“ Climeworks reisir verksmiðjuna og borgar fyrir förgunina. Svo á svissneska fyrirtækið fyrir sitt leyti í viðskiptum við aðila sem vilja lækka sitt kolefnisspor. Sú lækkun kolefnisspors er þannig í raun keypt hjá Climeworks, sem aftur kaupir tæknina af CarbFix. Á sama tíma hefur Landsvirkjun tilkynnt um að fyrirtækið hyggist farga kolefni í virkjun sinni á Þeistareykjum. Í nýjustu loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að auk verulegs samdráttar í losun er föngun og förgun CO2 úr andrúmslofti nauðsynleg ef takmarka á hlýnun andrúmsloftsins við 1,5 gráður árið 2100. „Það er mikil þróun í þessari tækni akkúrat núna og reiknað með því að hún eigi mikla framtíð fyrir sér. Þetta mun ekki bjarga heiminum eitt og sér, þetta er engin töfralausn, en það er almennt talið að þetta muni verða mikilvægur hluti af viðleitni okkar mannfólksins til að draga úr styrk koltvíoxíðs í andrúmsloftinu,“ segir Ólafur Teitur.
Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Landsvirkjun hefur föngun koltvísýrings Landsvirkjun ætlar að fanga og dæla niður koldíoxíði frá Þeistareykjastöð og jafnframt draga úr losun koldíoxíðs frá Kröflustöð með stýringu á vinnslu þar. Það er hluti af ætlun fyrirtækisins að verða algjörlega kolefnishlutlaust árið 2025. 28. júní 2022 09:46 Mun tífalda föngun og förgun koltvísýrings á Hellisheiði Framkvæmdir við Mammoth, nýju lofthreinsiveri Climeworks á Hellisheiði, eru hafnar og er áætlað að verið muni tífalda núverandi afköst föngunar og förgunar á koltvísýringi úr andrúmsloft á svæðinu. 28. júní 2022 07:59 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Landsvirkjun hefur föngun koltvísýrings Landsvirkjun ætlar að fanga og dæla niður koldíoxíði frá Þeistareykjastöð og jafnframt draga úr losun koldíoxíðs frá Kröflustöð með stýringu á vinnslu þar. Það er hluti af ætlun fyrirtækisins að verða algjörlega kolefnishlutlaust árið 2025. 28. júní 2022 09:46
Mun tífalda föngun og förgun koltvísýrings á Hellisheiði Framkvæmdir við Mammoth, nýju lofthreinsiveri Climeworks á Hellisheiði, eru hafnar og er áætlað að verið muni tífalda núverandi afköst föngunar og förgunar á koltvísýringi úr andrúmsloft á svæðinu. 28. júní 2022 07:59