„Ísland birtist óvænt sem stórveldi“ Snorri Másson skrifar 28. júní 2022 11:55 Áætlað er að nýja verið, Mammoth, taki til starfa eftir eitt og hálft til tvö ár. Carbfix Afköst Íslendinga í kolefnisförgun eru í þann mund að margfaldast með tilkomu nýrrar verksmiðju á Hellisheiði. Landsvirkjun hefur þá ákveðið að hefja kolefnisförgun, en allt er þetta gert með aðferðum CarbFix. Í um áratug hefur CarbFix verið að fanga koltvíoxíð úr útblæstri jarðhitavirkjunarinnar á Hellisheiði og binda það í jörðu. Fyrir um ári hóf félagið, sem er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, að binda líka koltvíoxíð úr andrúmsloftinu, blanda því í vatn og binda það í jörðina. Nú á að margfalda umfang þeirrar starfsemi með nýju lofthreinsiveri; Mammoth; sem reist verður af svissneska fyrirtækinu Climeworks. „Verksmiðjan fangar þar núna um 4000 tonn á ári og mun þá fanga fjörutíu þúsund tonn þegar nýja verksmiðjan hefur verið reist; sem tekur til starfa eftir eitt og hálft til tvö ár. Þetta er töluvert mikilvægt innlegg inn í baráttuna við loftslagsvandann,“ segir Ólafur Teitur Guðnason kynningarfulltrúi CarbFix. Stækkun starfseminnar á Hellisheiði hefur þegar vakið heimsathygli; Reuters og Fortune hafa birt greinar þar sem vakin er athygli á þessum miklu sviptingum. Í Fortune segir að kapphlaupið sé hafið um stærstu kolefnisförgunarverksmiðju heims: „Þar er litla Ísland að birtast óvænt sem stórveldi í grænum lausnum.“ Climeworks reisir verksmiðjuna og borgar fyrir förgunina. Svo á svissneska fyrirtækið fyrir sitt leyti í viðskiptum við aðila sem vilja lækka sitt kolefnisspor. Sú lækkun kolefnisspors er þannig í raun keypt hjá Climeworks, sem aftur kaupir tæknina af CarbFix. Á sama tíma hefur Landsvirkjun tilkynnt um að fyrirtækið hyggist farga kolefni í virkjun sinni á Þeistareykjum. Í nýjustu loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að auk verulegs samdráttar í losun er föngun og förgun CO2 úr andrúmslofti nauðsynleg ef takmarka á hlýnun andrúmsloftsins við 1,5 gráður árið 2100. „Það er mikil þróun í þessari tækni akkúrat núna og reiknað með því að hún eigi mikla framtíð fyrir sér. Þetta mun ekki bjarga heiminum eitt og sér, þetta er engin töfralausn, en það er almennt talið að þetta muni verða mikilvægur hluti af viðleitni okkar mannfólksins til að draga úr styrk koltvíoxíðs í andrúmsloftinu,“ segir Ólafur Teitur. Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Landsvirkjun hefur föngun koltvísýrings Landsvirkjun ætlar að fanga og dæla niður koldíoxíði frá Þeistareykjastöð og jafnframt draga úr losun koldíoxíðs frá Kröflustöð með stýringu á vinnslu þar. Það er hluti af ætlun fyrirtækisins að verða algjörlega kolefnishlutlaust árið 2025. 28. júní 2022 09:46 Mun tífalda föngun og förgun koltvísýrings á Hellisheiði Framkvæmdir við Mammoth, nýju lofthreinsiveri Climeworks á Hellisheiði, eru hafnar og er áætlað að verið muni tífalda núverandi afköst föngunar og förgunar á koltvísýringi úr andrúmsloft á svæðinu. 28. júní 2022 07:59 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Í um áratug hefur CarbFix verið að fanga koltvíoxíð úr útblæstri jarðhitavirkjunarinnar á Hellisheiði og binda það í jörðu. Fyrir um ári hóf félagið, sem er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, að binda líka koltvíoxíð úr andrúmsloftinu, blanda því í vatn og binda það í jörðina. Nú á að margfalda umfang þeirrar starfsemi með nýju lofthreinsiveri; Mammoth; sem reist verður af svissneska fyrirtækinu Climeworks. „Verksmiðjan fangar þar núna um 4000 tonn á ári og mun þá fanga fjörutíu þúsund tonn þegar nýja verksmiðjan hefur verið reist; sem tekur til starfa eftir eitt og hálft til tvö ár. Þetta er töluvert mikilvægt innlegg inn í baráttuna við loftslagsvandann,“ segir Ólafur Teitur Guðnason kynningarfulltrúi CarbFix. Stækkun starfseminnar á Hellisheiði hefur þegar vakið heimsathygli; Reuters og Fortune hafa birt greinar þar sem vakin er athygli á þessum miklu sviptingum. Í Fortune segir að kapphlaupið sé hafið um stærstu kolefnisförgunarverksmiðju heims: „Þar er litla Ísland að birtast óvænt sem stórveldi í grænum lausnum.“ Climeworks reisir verksmiðjuna og borgar fyrir förgunina. Svo á svissneska fyrirtækið fyrir sitt leyti í viðskiptum við aðila sem vilja lækka sitt kolefnisspor. Sú lækkun kolefnisspors er þannig í raun keypt hjá Climeworks, sem aftur kaupir tæknina af CarbFix. Á sama tíma hefur Landsvirkjun tilkynnt um að fyrirtækið hyggist farga kolefni í virkjun sinni á Þeistareykjum. Í nýjustu loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að auk verulegs samdráttar í losun er föngun og förgun CO2 úr andrúmslofti nauðsynleg ef takmarka á hlýnun andrúmsloftsins við 1,5 gráður árið 2100. „Það er mikil þróun í þessari tækni akkúrat núna og reiknað með því að hún eigi mikla framtíð fyrir sér. Þetta mun ekki bjarga heiminum eitt og sér, þetta er engin töfralausn, en það er almennt talið að þetta muni verða mikilvægur hluti af viðleitni okkar mannfólksins til að draga úr styrk koltvíoxíðs í andrúmsloftinu,“ segir Ólafur Teitur.
Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Landsvirkjun hefur föngun koltvísýrings Landsvirkjun ætlar að fanga og dæla niður koldíoxíði frá Þeistareykjastöð og jafnframt draga úr losun koldíoxíðs frá Kröflustöð með stýringu á vinnslu þar. Það er hluti af ætlun fyrirtækisins að verða algjörlega kolefnishlutlaust árið 2025. 28. júní 2022 09:46 Mun tífalda föngun og förgun koltvísýrings á Hellisheiði Framkvæmdir við Mammoth, nýju lofthreinsiveri Climeworks á Hellisheiði, eru hafnar og er áætlað að verið muni tífalda núverandi afköst föngunar og förgunar á koltvísýringi úr andrúmsloft á svæðinu. 28. júní 2022 07:59 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Landsvirkjun hefur föngun koltvísýrings Landsvirkjun ætlar að fanga og dæla niður koldíoxíði frá Þeistareykjastöð og jafnframt draga úr losun koldíoxíðs frá Kröflustöð með stýringu á vinnslu þar. Það er hluti af ætlun fyrirtækisins að verða algjörlega kolefnishlutlaust árið 2025. 28. júní 2022 09:46
Mun tífalda föngun og förgun koltvísýrings á Hellisheiði Framkvæmdir við Mammoth, nýju lofthreinsiveri Climeworks á Hellisheiði, eru hafnar og er áætlað að verið muni tífalda núverandi afköst föngunar og förgunar á koltvísýringi úr andrúmsloft á svæðinu. 28. júní 2022 07:59
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent