„Ísland birtist óvænt sem stórveldi“ Snorri Másson skrifar 28. júní 2022 11:55 Áætlað er að nýja verið, Mammoth, taki til starfa eftir eitt og hálft til tvö ár. Carbfix Afköst Íslendinga í kolefnisförgun eru í þann mund að margfaldast með tilkomu nýrrar verksmiðju á Hellisheiði. Landsvirkjun hefur þá ákveðið að hefja kolefnisförgun, en allt er þetta gert með aðferðum CarbFix. Í um áratug hefur CarbFix verið að fanga koltvíoxíð úr útblæstri jarðhitavirkjunarinnar á Hellisheiði og binda það í jörðu. Fyrir um ári hóf félagið, sem er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, að binda líka koltvíoxíð úr andrúmsloftinu, blanda því í vatn og binda það í jörðina. Nú á að margfalda umfang þeirrar starfsemi með nýju lofthreinsiveri; Mammoth; sem reist verður af svissneska fyrirtækinu Climeworks. „Verksmiðjan fangar þar núna um 4000 tonn á ári og mun þá fanga fjörutíu þúsund tonn þegar nýja verksmiðjan hefur verið reist; sem tekur til starfa eftir eitt og hálft til tvö ár. Þetta er töluvert mikilvægt innlegg inn í baráttuna við loftslagsvandann,“ segir Ólafur Teitur Guðnason kynningarfulltrúi CarbFix. Stækkun starfseminnar á Hellisheiði hefur þegar vakið heimsathygli; Reuters og Fortune hafa birt greinar þar sem vakin er athygli á þessum miklu sviptingum. Í Fortune segir að kapphlaupið sé hafið um stærstu kolefnisförgunarverksmiðju heims: „Þar er litla Ísland að birtast óvænt sem stórveldi í grænum lausnum.“ Climeworks reisir verksmiðjuna og borgar fyrir förgunina. Svo á svissneska fyrirtækið fyrir sitt leyti í viðskiptum við aðila sem vilja lækka sitt kolefnisspor. Sú lækkun kolefnisspors er þannig í raun keypt hjá Climeworks, sem aftur kaupir tæknina af CarbFix. Á sama tíma hefur Landsvirkjun tilkynnt um að fyrirtækið hyggist farga kolefni í virkjun sinni á Þeistareykjum. Í nýjustu loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að auk verulegs samdráttar í losun er föngun og förgun CO2 úr andrúmslofti nauðsynleg ef takmarka á hlýnun andrúmsloftsins við 1,5 gráður árið 2100. „Það er mikil þróun í þessari tækni akkúrat núna og reiknað með því að hún eigi mikla framtíð fyrir sér. Þetta mun ekki bjarga heiminum eitt og sér, þetta er engin töfralausn, en það er almennt talið að þetta muni verða mikilvægur hluti af viðleitni okkar mannfólksins til að draga úr styrk koltvíoxíðs í andrúmsloftinu,“ segir Ólafur Teitur. Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Landsvirkjun hefur föngun koltvísýrings Landsvirkjun ætlar að fanga og dæla niður koldíoxíði frá Þeistareykjastöð og jafnframt draga úr losun koldíoxíðs frá Kröflustöð með stýringu á vinnslu þar. Það er hluti af ætlun fyrirtækisins að verða algjörlega kolefnishlutlaust árið 2025. 28. júní 2022 09:46 Mun tífalda föngun og förgun koltvísýrings á Hellisheiði Framkvæmdir við Mammoth, nýju lofthreinsiveri Climeworks á Hellisheiði, eru hafnar og er áætlað að verið muni tífalda núverandi afköst föngunar og förgunar á koltvísýringi úr andrúmsloft á svæðinu. 28. júní 2022 07:59 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Í um áratug hefur CarbFix verið að fanga koltvíoxíð úr útblæstri jarðhitavirkjunarinnar á Hellisheiði og binda það í jörðu. Fyrir um ári hóf félagið, sem er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, að binda líka koltvíoxíð úr andrúmsloftinu, blanda því í vatn og binda það í jörðina. Nú á að margfalda umfang þeirrar starfsemi með nýju lofthreinsiveri; Mammoth; sem reist verður af svissneska fyrirtækinu Climeworks. „Verksmiðjan fangar þar núna um 4000 tonn á ári og mun þá fanga fjörutíu þúsund tonn þegar nýja verksmiðjan hefur verið reist; sem tekur til starfa eftir eitt og hálft til tvö ár. Þetta er töluvert mikilvægt innlegg inn í baráttuna við loftslagsvandann,“ segir Ólafur Teitur Guðnason kynningarfulltrúi CarbFix. Stækkun starfseminnar á Hellisheiði hefur þegar vakið heimsathygli; Reuters og Fortune hafa birt greinar þar sem vakin er athygli á þessum miklu sviptingum. Í Fortune segir að kapphlaupið sé hafið um stærstu kolefnisförgunarverksmiðju heims: „Þar er litla Ísland að birtast óvænt sem stórveldi í grænum lausnum.“ Climeworks reisir verksmiðjuna og borgar fyrir förgunina. Svo á svissneska fyrirtækið fyrir sitt leyti í viðskiptum við aðila sem vilja lækka sitt kolefnisspor. Sú lækkun kolefnisspors er þannig í raun keypt hjá Climeworks, sem aftur kaupir tæknina af CarbFix. Á sama tíma hefur Landsvirkjun tilkynnt um að fyrirtækið hyggist farga kolefni í virkjun sinni á Þeistareykjum. Í nýjustu loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að auk verulegs samdráttar í losun er föngun og förgun CO2 úr andrúmslofti nauðsynleg ef takmarka á hlýnun andrúmsloftsins við 1,5 gráður árið 2100. „Það er mikil þróun í þessari tækni akkúrat núna og reiknað með því að hún eigi mikla framtíð fyrir sér. Þetta mun ekki bjarga heiminum eitt og sér, þetta er engin töfralausn, en það er almennt talið að þetta muni verða mikilvægur hluti af viðleitni okkar mannfólksins til að draga úr styrk koltvíoxíðs í andrúmsloftinu,“ segir Ólafur Teitur.
Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Landsvirkjun hefur föngun koltvísýrings Landsvirkjun ætlar að fanga og dæla niður koldíoxíði frá Þeistareykjastöð og jafnframt draga úr losun koldíoxíðs frá Kröflustöð með stýringu á vinnslu þar. Það er hluti af ætlun fyrirtækisins að verða algjörlega kolefnishlutlaust árið 2025. 28. júní 2022 09:46 Mun tífalda föngun og förgun koltvísýrings á Hellisheiði Framkvæmdir við Mammoth, nýju lofthreinsiveri Climeworks á Hellisheiði, eru hafnar og er áætlað að verið muni tífalda núverandi afköst föngunar og förgunar á koltvísýringi úr andrúmsloft á svæðinu. 28. júní 2022 07:59 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Landsvirkjun hefur föngun koltvísýrings Landsvirkjun ætlar að fanga og dæla niður koldíoxíði frá Þeistareykjastöð og jafnframt draga úr losun koldíoxíðs frá Kröflustöð með stýringu á vinnslu þar. Það er hluti af ætlun fyrirtækisins að verða algjörlega kolefnishlutlaust árið 2025. 28. júní 2022 09:46
Mun tífalda föngun og förgun koltvísýrings á Hellisheiði Framkvæmdir við Mammoth, nýju lofthreinsiveri Climeworks á Hellisheiði, eru hafnar og er áætlað að verið muni tífalda núverandi afköst föngunar og förgunar á koltvísýringi úr andrúmsloft á svæðinu. 28. júní 2022 07:59