Versta hitabylgja í Japan í eina og hálfa öld Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2022 09:14 Japönsk yfirvöld hafa sagt fólki að ganga ekki með sóttvarnagrímur utandyra til að draga úr líkum á hitaslagi. Ekki hafa allir orðið við þeim tilmælum. Vísir/EPA Hitabylgja sem gengur nú yfir Japan er sú versta í júnímánuði í tæplega 150 ár. Mikið álag er á raforkukerfi landsins vegna hitans og vara yfirvöld við því að ekki sé útilokað að grípa þurfi til skammtana. Hitinn í Tókýó náði 35,1°C fyrir klukkan 13:00 að staðartíma í dag. Þetta er fjórði dagurinn í röð sem hitinn fer yfir 35 gráður. Það gerðist síðast í júnímánuði árið 1875. Viðvörun var gefin út vegna hættu á hitaslagi víða um Japan í dag og í Tókýó voru 76 fluttir á sjúkrahús. Ekkert lát virðist ætla að verða á hitanum í bráð. Japanska veðurstofan spáir því að hitinn nái 36 gráðum í höfuðborginni á fimmtudag og 35 gráðum á föstudag. Yfirvöld hafa biðlað til almennings að draga úr rafmagnsnotkun til að forðast rafmagnsleysi. Sparnaðurinn ætti þó að vera innan skynsamlegra marka. Koichi Hagiuda, viðskipta- og iðnaðarráðherra, segir dæmi um að eldra fólk hafi slökkt á loftkælingu eftir að almenningur var beðinn um að spara við sig. „Geriði það, það er heitt, ekki hika við að kæla ykkur,“ sagði ráðherrann. Erfiðlega hefur einnig gengið að sannfæra allan almenning um að skilja sóttvarnagrímur eftir heima til að draga úr líkum á að hitinn beri fólk ofurliði. Japan Loftslagsmál Tengdar fréttir Íbúar í Tókýó hvattir til að draga úr orkunotkun vegna hitabylgju Yfirvöld í Japan hvetja íbúa stórborgarinnar Tókýó til að draga úr rafmagnsnotkun í dag en mikil hitabylgja gengur nú yfir svæðið sem hefur orsakað mikinn orkuskort. 27. júní 2022 07:25 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Hitinn í Tókýó náði 35,1°C fyrir klukkan 13:00 að staðartíma í dag. Þetta er fjórði dagurinn í röð sem hitinn fer yfir 35 gráður. Það gerðist síðast í júnímánuði árið 1875. Viðvörun var gefin út vegna hættu á hitaslagi víða um Japan í dag og í Tókýó voru 76 fluttir á sjúkrahús. Ekkert lát virðist ætla að verða á hitanum í bráð. Japanska veðurstofan spáir því að hitinn nái 36 gráðum í höfuðborginni á fimmtudag og 35 gráðum á föstudag. Yfirvöld hafa biðlað til almennings að draga úr rafmagnsnotkun til að forðast rafmagnsleysi. Sparnaðurinn ætti þó að vera innan skynsamlegra marka. Koichi Hagiuda, viðskipta- og iðnaðarráðherra, segir dæmi um að eldra fólk hafi slökkt á loftkælingu eftir að almenningur var beðinn um að spara við sig. „Geriði það, það er heitt, ekki hika við að kæla ykkur,“ sagði ráðherrann. Erfiðlega hefur einnig gengið að sannfæra allan almenning um að skilja sóttvarnagrímur eftir heima til að draga úr líkum á að hitinn beri fólk ofurliði.
Japan Loftslagsmál Tengdar fréttir Íbúar í Tókýó hvattir til að draga úr orkunotkun vegna hitabylgju Yfirvöld í Japan hvetja íbúa stórborgarinnar Tókýó til að draga úr rafmagnsnotkun í dag en mikil hitabylgja gengur nú yfir svæðið sem hefur orsakað mikinn orkuskort. 27. júní 2022 07:25 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Íbúar í Tókýó hvattir til að draga úr orkunotkun vegna hitabylgju Yfirvöld í Japan hvetja íbúa stórborgarinnar Tókýó til að draga úr rafmagnsnotkun í dag en mikil hitabylgja gengur nú yfir svæðið sem hefur orsakað mikinn orkuskort. 27. júní 2022 07:25