Aron, Bjarki, Orri og Viktor fá að spila í Meistaradeild Evrópu Sindri Sverrisson skrifar 27. júní 2022 17:01 Bjarki Már Elísson spilar í Meistaradeild Evrópu með Veszprém eins og búast mátti við. EPA-EFE/Tibor Illyes Sjö leikmenn íslenska landsliðsins í handbolta munu leika í Meistaradeild Evrópu í handbolta á næstu leiktíð. Þetta varð ljóst í dag þegar Handknattleikssamband Evrópu, EHF, gaf út hvaða lið fengju keppnisrétt. Dregið verður í tvo átta liða riðla Meistaradeildarinnar í Vínarborg á föstudaginn. Af liðunum sextán sem verða með í vetur eru sex lið með Íslendinga innanborðs. Fyrir daginn í dag var öruggt að Magdeburg frá Þýskalandi (Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson) og pólska liðið Vive Kielce (Haukur Þrastarson) yrðu með í Meistaradeildinni ásamt GOG frá Danmörku, Barcelona frá Spáni, PSG frá Frakklandi, Kiel frá Þýskalandi, Pick Szeged frá Ungverjalandi, Porto frá Portúgal og Dinamo Búkarest frá Rúmeníu. View this post on Instagram A post shared by EHF Champions League (@ehfcl) Aron og Hansen saman í Meistaradeildinni Í dag bættust svo sjö lið í hópinn, samkvæmt ákvörðun framkvæmdastjórnar EHF sem byggði á áliti matsnefndar. Þar af eru fjögur Íslendingalið. Álaborg frá Danmörku, sem tefla mun fram Mikkel Hansen og Aroni Pálmarssyni á næstu leiktíð, er þar á meðal þrátt fyrir að hafa misst af danska meistaratitlinum til Viktors Gísla Hallgrímssonar og félaga í GOG. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Álaborgar. Fáir þekkja Meistaradeild Evrópu betur en Aron Pálmarsson sem unnið hefur keppnina þrisvar sinnum.Getty Franska liðið Nantes, sem Viktor Gísli fer til í sumar, fékk einnig inngöngu sem og Veszprém, nýja liðið hans Bjarka Más Elíssonar. Hið sama á við um Elverum frá Noregi sem Orri Freyr Þorkelsson leikur með en Aron Dagur Pálsson leikur ekki með liðinu því hann samdi við Val á dögunum. Hin þrjú liðin eru svo Zagreb frá Króatíu, Wisla Plock frá Póllandi og Celje Lasko frá Slóveníu. Lið Aðalsteins og Óðins komst ekki inn Á meðal þeirra liða sem var hafnað sæti í Meistaradeildinni eru svissnesku meistararnir í Kadetten Schaffhausen, sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar og Óðinn Þór Ríkharðsson mun leika með. Hin voru Granollers frá Spáni, Sporting frá Portúgal, Minaur Baia Mare frá Rúmeníu, Ystad frá Svíþjóð og Motor frá Úkraínu. Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Sjá meira
Dregið verður í tvo átta liða riðla Meistaradeildarinnar í Vínarborg á föstudaginn. Af liðunum sextán sem verða með í vetur eru sex lið með Íslendinga innanborðs. Fyrir daginn í dag var öruggt að Magdeburg frá Þýskalandi (Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson) og pólska liðið Vive Kielce (Haukur Þrastarson) yrðu með í Meistaradeildinni ásamt GOG frá Danmörku, Barcelona frá Spáni, PSG frá Frakklandi, Kiel frá Þýskalandi, Pick Szeged frá Ungverjalandi, Porto frá Portúgal og Dinamo Búkarest frá Rúmeníu. View this post on Instagram A post shared by EHF Champions League (@ehfcl) Aron og Hansen saman í Meistaradeildinni Í dag bættust svo sjö lið í hópinn, samkvæmt ákvörðun framkvæmdastjórnar EHF sem byggði á áliti matsnefndar. Þar af eru fjögur Íslendingalið. Álaborg frá Danmörku, sem tefla mun fram Mikkel Hansen og Aroni Pálmarssyni á næstu leiktíð, er þar á meðal þrátt fyrir að hafa misst af danska meistaratitlinum til Viktors Gísla Hallgrímssonar og félaga í GOG. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Álaborgar. Fáir þekkja Meistaradeild Evrópu betur en Aron Pálmarsson sem unnið hefur keppnina þrisvar sinnum.Getty Franska liðið Nantes, sem Viktor Gísli fer til í sumar, fékk einnig inngöngu sem og Veszprém, nýja liðið hans Bjarka Más Elíssonar. Hið sama á við um Elverum frá Noregi sem Orri Freyr Þorkelsson leikur með en Aron Dagur Pálsson leikur ekki með liðinu því hann samdi við Val á dögunum. Hin þrjú liðin eru svo Zagreb frá Króatíu, Wisla Plock frá Póllandi og Celje Lasko frá Slóveníu. Lið Aðalsteins og Óðins komst ekki inn Á meðal þeirra liða sem var hafnað sæti í Meistaradeildinni eru svissnesku meistararnir í Kadetten Schaffhausen, sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar og Óðinn Þór Ríkharðsson mun leika með. Hin voru Granollers frá Spáni, Sporting frá Portúgal, Minaur Baia Mare frá Rúmeníu, Ystad frá Svíþjóð og Motor frá Úkraínu.
Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Sjá meira