Draga úr leit þar sem fáir vilja kanínurnar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 24. júní 2022 22:45 Gréta Sóley Sigurðardóttir verkefnastjóri kanínuverkefnisins segir það hafa reynst erfitt að finna heimili fyrir kanínurnar. Vísir/Egill Sextíu kanínur sem tekist hefur að fanga í Elliðaárdalnum leita nú að framtíðarheimili en leitin hefur gengið hægt. Í byrjun árs hófst tilraunaverkefni sem gengur út á að fanga villtar kanínur í Elliðaárdalnum og finna fyrir þær heimili. Talið er að um tvö hundruð villtar kanínur séu í borginni. Verkefnið er á vegum Dýrahjálpar Íslands, Villikanína og Dýraþjónustu Reykjavíkur og hefur sjálfboðaliðum á þeirra vegum nú tekist að fanga hluta af þessum villtu kanínum. „Við erum komin með sextíu og þrjár kanínur. Þar af eru sem sagt fjórar þeirra heimiliskanínur sem hefur verið hent út,“ segir Gréta Sóley Sigurðardóttir verkefnastjóri kanínuverkefnisins. Kanínurnar hafa sumar hverjar verið í heimilisleit í nokkra mánuði.Vísir/Egill Flestum kanínunum hefur verið komið fyrir í húsnæði sem aðstandendur verkefnisins fengu tímabundið lánað. Reynt hefur verið að finna framtíðarheimili fyrir kanínurnar. Það hefur gengið hægt og aðeins tekist fyrir þrjár af þeim. Sextíu eru því enn heimilislausar. Sextíu og þrjár kanínur hafa verið fangaðar í Elliðaárdalnum.Vísir/Egill Þar sem fáir hafa verið tilbúnir að taka kanínurnar að sér til framtíðar hefur verið dregið úr leit að kanínum í dalnum. „Eins og er erum við ekki að taka inn í svona stórum hópum eins og við gerðum í byrjun en við erum í rauninni, við fylgjumst alltaf með niðri í dal, og á fleiri svæðum auðvitað líka. Við erum aðallega að einbeita okkur að sem sagt heimiliskanínum sem er hent út af því þær lifa ekki lengi eftir að þeim er hent út og svo erum við líka að fylgjast með hvort að þær séu særðar eða meiddar af því það er líka mikil neyð að koma þeim kanínum inn.“ Nokkrar af kanínunum eru heimiliskanínur sem sleppt hefur verið lausum í dalnum. Gréta segir þær lifa stutt þar þar sem baráttan sé hörð.Vísir/Egill Fréttina má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan Reykjavík Dýr Gæludýr Tengdar fréttir Þjást í reykvískri náttúru en fjölga sér eins og kanínurnar sem þær eru Gælukanínur sem látnar eru lausar í Elliðaárdal hljóta oft grimmileg örlög eftir stutta dvöl í náttúrunni. Nú á samstillt átak að koma þeim í skjól, enda stofninn að stækka of hratt. 12. janúar 2022 22:31 Bjarga villtum kanínum og finna þeim gott heimili Nýstofnuð dýraverndarsamtök hafa fangað um áttatíu villtar kanínur síðustu mánuði. Stofnendur samtakanna segja að villtum kanínum líði almennt illa í náttúrunni og séu oft veikar. 16. júlí 2020 21:20 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Í byrjun árs hófst tilraunaverkefni sem gengur út á að fanga villtar kanínur í Elliðaárdalnum og finna fyrir þær heimili. Talið er að um tvö hundruð villtar kanínur séu í borginni. Verkefnið er á vegum Dýrahjálpar Íslands, Villikanína og Dýraþjónustu Reykjavíkur og hefur sjálfboðaliðum á þeirra vegum nú tekist að fanga hluta af þessum villtu kanínum. „Við erum komin með sextíu og þrjár kanínur. Þar af eru sem sagt fjórar þeirra heimiliskanínur sem hefur verið hent út,“ segir Gréta Sóley Sigurðardóttir verkefnastjóri kanínuverkefnisins. Kanínurnar hafa sumar hverjar verið í heimilisleit í nokkra mánuði.Vísir/Egill Flestum kanínunum hefur verið komið fyrir í húsnæði sem aðstandendur verkefnisins fengu tímabundið lánað. Reynt hefur verið að finna framtíðarheimili fyrir kanínurnar. Það hefur gengið hægt og aðeins tekist fyrir þrjár af þeim. Sextíu eru því enn heimilislausar. Sextíu og þrjár kanínur hafa verið fangaðar í Elliðaárdalnum.Vísir/Egill Þar sem fáir hafa verið tilbúnir að taka kanínurnar að sér til framtíðar hefur verið dregið úr leit að kanínum í dalnum. „Eins og er erum við ekki að taka inn í svona stórum hópum eins og við gerðum í byrjun en við erum í rauninni, við fylgjumst alltaf með niðri í dal, og á fleiri svæðum auðvitað líka. Við erum aðallega að einbeita okkur að sem sagt heimiliskanínum sem er hent út af því þær lifa ekki lengi eftir að þeim er hent út og svo erum við líka að fylgjast með hvort að þær séu særðar eða meiddar af því það er líka mikil neyð að koma þeim kanínum inn.“ Nokkrar af kanínunum eru heimiliskanínur sem sleppt hefur verið lausum í dalnum. Gréta segir þær lifa stutt þar þar sem baráttan sé hörð.Vísir/Egill Fréttina má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan
Reykjavík Dýr Gæludýr Tengdar fréttir Þjást í reykvískri náttúru en fjölga sér eins og kanínurnar sem þær eru Gælukanínur sem látnar eru lausar í Elliðaárdal hljóta oft grimmileg örlög eftir stutta dvöl í náttúrunni. Nú á samstillt átak að koma þeim í skjól, enda stofninn að stækka of hratt. 12. janúar 2022 22:31 Bjarga villtum kanínum og finna þeim gott heimili Nýstofnuð dýraverndarsamtök hafa fangað um áttatíu villtar kanínur síðustu mánuði. Stofnendur samtakanna segja að villtum kanínum líði almennt illa í náttúrunni og séu oft veikar. 16. júlí 2020 21:20 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Þjást í reykvískri náttúru en fjölga sér eins og kanínurnar sem þær eru Gælukanínur sem látnar eru lausar í Elliðaárdal hljóta oft grimmileg örlög eftir stutta dvöl í náttúrunni. Nú á samstillt átak að koma þeim í skjól, enda stofninn að stækka of hratt. 12. janúar 2022 22:31
Bjarga villtum kanínum og finna þeim gott heimili Nýstofnuð dýraverndarsamtök hafa fangað um áttatíu villtar kanínur síðustu mánuði. Stofnendur samtakanna segja að villtum kanínum líði almennt illa í náttúrunni og séu oft veikar. 16. júlí 2020 21:20