Stúkan um annað mark ÍBV: „Afdrifarík mistök“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2022 13:00 Leikmenn ÍBV fagna öðru marki sínu þar sem um greinilega rangstöðu var að ræða. Vísir/Diego Stúkan rýndi í annað mark ÍBV er liðið gerði 3-3 jafntefli við Fram í Úlfarsárdal í Grafarholti. Nýtt myndefni sýnir að „Andri Rúnar Bjarnason er klárlega fyrir innan“ í aðdraganda marksins en atburðarrásin fyrir markið var vægast sagt undarleg. Fram og ÍBV gerðu jafntefli í einkar fjörum leik á mánudagskvöld. Annað mark gestanna frá Vestmannaeyjum fór í taugarnar á heimamönnum og réttilega. Í Stúkunni á mánudag var ekki hægt að sjá nákvæmlega hvað það var sem fór í taugarnar á heimamönnum en þökk sé nýju myndefni var hægt að skoða það í þætti gærdagsins. Atvikið og umræðuna má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Hér sjáum við markið sem Andri Rúnar skorar. Hér er Þórir (Guðjónsson) að sparka boltanum fram, hann er meiddur og sest niður,“ segir Guðmundur Benediktsson, þáttastjórnandi. Í kjölfarið sést að aðstoðardómarinn biður Þóri um að koma af velli, sem hann og gerir. Þetta gerir það að verkum að aðstoðardómarinn er ekki í línu og sér því ekki þegar Andri Rúnar fær sendingu í gegnum vörn Fram sem hann afgreiddi snyrtilega milli fóta Ólafs Íshólm í marki Fram. Þórir Guðjónsson meiddist í aðdraganda marksins.Vísir/Diego „En Andri Rúnar er klárlega fyrir innan þarna. Í raun eina sem er hægt að segja er að þetta eru mistök hjá aðstoðardómaranum,“ bætti Guðmundur við. „Það er þannig. Ég svo sem kann þessa reglu svo illa en við erum búin að fá góðar útskýringar á því að þetta eru bara mistök. Hann er ekki í línu, sér ekki línuna og treystir sér því ekki til að flagga rangstöðu – eftir að hafa gefið Þóri leyfi til að fara af velli,“ sagði Reynir Leósson um atvikið. „Þórir hefði ekki getað farið sjálfur af velli því að þá hefði hann getað verið að nýta sér það að reyna gera Andra Rúnar rangstæðan með því að stíga út fyrir og vera ekki hluti af leiknum. En hann fékk leyfi en það var bara orðið of seint,“ bætti Guðmundur við. „Ég helt þetta væri þannig og þess vegna hefði aðstoðardómarinn ekki flaggað því Þórir ætlaði að fara af velli til að gera Andra Rúnar rangstæðan. Þetta voru bara mistök, auðvitað gera allir mistök en þessi voru afdrifarík,“ sagði Reynir. Margrét Lára Viðarsdóttir endaði þó á að hrósa dómaranum fyrir að giska ekki út í bláinn. „Ótrúlega skondið atvik einhvern veginn. Mér finnst vel gert hjá aðstoðardómaranum að ef hann sér ekki atvikið þá getur hann ekki dæmt það. Hann er eflaust að meta þetta þannig að hann hafi ekki séð það.“ Klippa: Stúkan: Nýtt myndefni af öðru marki ÍBV gegn Fram Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Stúkan Fram ÍBV Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Fram og ÍBV gerðu jafntefli í einkar fjörum leik á mánudagskvöld. Annað mark gestanna frá Vestmannaeyjum fór í taugarnar á heimamönnum og réttilega. Í Stúkunni á mánudag var ekki hægt að sjá nákvæmlega hvað það var sem fór í taugarnar á heimamönnum en þökk sé nýju myndefni var hægt að skoða það í þætti gærdagsins. Atvikið og umræðuna má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Hér sjáum við markið sem Andri Rúnar skorar. Hér er Þórir (Guðjónsson) að sparka boltanum fram, hann er meiddur og sest niður,“ segir Guðmundur Benediktsson, þáttastjórnandi. Í kjölfarið sést að aðstoðardómarinn biður Þóri um að koma af velli, sem hann og gerir. Þetta gerir það að verkum að aðstoðardómarinn er ekki í línu og sér því ekki þegar Andri Rúnar fær sendingu í gegnum vörn Fram sem hann afgreiddi snyrtilega milli fóta Ólafs Íshólm í marki Fram. Þórir Guðjónsson meiddist í aðdraganda marksins.Vísir/Diego „En Andri Rúnar er klárlega fyrir innan þarna. Í raun eina sem er hægt að segja er að þetta eru mistök hjá aðstoðardómaranum,“ bætti Guðmundur við. „Það er þannig. Ég svo sem kann þessa reglu svo illa en við erum búin að fá góðar útskýringar á því að þetta eru bara mistök. Hann er ekki í línu, sér ekki línuna og treystir sér því ekki til að flagga rangstöðu – eftir að hafa gefið Þóri leyfi til að fara af velli,“ sagði Reynir Leósson um atvikið. „Þórir hefði ekki getað farið sjálfur af velli því að þá hefði hann getað verið að nýta sér það að reyna gera Andra Rúnar rangstæðan með því að stíga út fyrir og vera ekki hluti af leiknum. En hann fékk leyfi en það var bara orðið of seint,“ bætti Guðmundur við. „Ég helt þetta væri þannig og þess vegna hefði aðstoðardómarinn ekki flaggað því Þórir ætlaði að fara af velli til að gera Andra Rúnar rangstæðan. Þetta voru bara mistök, auðvitað gera allir mistök en þessi voru afdrifarík,“ sagði Reynir. Margrét Lára Viðarsdóttir endaði þó á að hrósa dómaranum fyrir að giska ekki út í bláinn. „Ótrúlega skondið atvik einhvern veginn. Mér finnst vel gert hjá aðstoðardómaranum að ef hann sér ekki atvikið þá getur hann ekki dæmt það. Hann er eflaust að meta þetta þannig að hann hafi ekki séð það.“ Klippa: Stúkan: Nýtt myndefni af öðru marki ÍBV gegn Fram Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Stúkan Fram ÍBV Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira