Arnór orðaður við endurkomu til Norrköping Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2022 10:31 Arnór Sigurðsson í leik með íslenska landsliðinu á dögunum. Ahmad Mora/Getty Images Staðarmiðlar í Norrköping halda því fram að landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson gæti verið að snúa aftur í raðir félagsins. Arnór gerði gott mót með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni áður en hann færði sig um set til Rússlands. Hinn 23 ára gamli Skagamaður hefur átt erfitt uppdráttar undanfarna mánuði en hann var á láni hjá Venezia í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, á nýafstaðinni leiktíð. Þar fékk hann ekki mikinn spiltíma var almennt ekki inn í myndinni. Hann var á láni frá CSKA Moskvu í Rússlandi en í gær var staðfest að hann þyrfti ekki að snúa aftur til Moskvu. Arnór lék með Norrköping frá 2017 til 2018 og stóð sig með prýði. Raunar stóð hann sig það vel að félagið seldi hann fyrir metfé til Rússlands. Nú virðist sem leikmaðurinn gæti snúið aftur til Svíþjóðar. Íþróttastjóri Norrköping, Tony Martinsson, segir í viðtali við Football Skanalen að hann geti ekki tjáð sig um málið en það virðist sem orðrómarnir séu þó ekki gripnir úr lausu lofti. Arnór stóð sig einkar vel með íslenska landsliðinu á dögunum og minnti um margt á þann leikmann sem spilaði með Norrköping í Svíþjóð fyrir nokkrum árum. Alls hefur Arnór spilað 21 A-landsleik og skorað tvö mörk. Peking sägs försöka landa spektakulär värvning.https://t.co/rFNsIDi1QK pic.twitter.com/BS0uO3sSFQ— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) June 22, 2022 Ekkert sumarfrí er í sænsku deildinni og fer 11. umferð fram um komandi helgi. Sem stendur sitja Ari Freyr Skúlason og félagar í Norrköping í 9. sæti deildarinnar með 14 stig. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Skagamaður hefur átt erfitt uppdráttar undanfarna mánuði en hann var á láni hjá Venezia í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, á nýafstaðinni leiktíð. Þar fékk hann ekki mikinn spiltíma var almennt ekki inn í myndinni. Hann var á láni frá CSKA Moskvu í Rússlandi en í gær var staðfest að hann þyrfti ekki að snúa aftur til Moskvu. Arnór lék með Norrköping frá 2017 til 2018 og stóð sig með prýði. Raunar stóð hann sig það vel að félagið seldi hann fyrir metfé til Rússlands. Nú virðist sem leikmaðurinn gæti snúið aftur til Svíþjóðar. Íþróttastjóri Norrköping, Tony Martinsson, segir í viðtali við Football Skanalen að hann geti ekki tjáð sig um málið en það virðist sem orðrómarnir séu þó ekki gripnir úr lausu lofti. Arnór stóð sig einkar vel með íslenska landsliðinu á dögunum og minnti um margt á þann leikmann sem spilaði með Norrköping í Svíþjóð fyrir nokkrum árum. Alls hefur Arnór spilað 21 A-landsleik og skorað tvö mörk. Peking sägs försöka landa spektakulär värvning.https://t.co/rFNsIDi1QK pic.twitter.com/BS0uO3sSFQ— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) June 22, 2022 Ekkert sumarfrí er í sænsku deildinni og fer 11. umferð fram um komandi helgi. Sem stendur sitja Ari Freyr Skúlason og félagar í Norrköping í 9. sæti deildarinnar með 14 stig.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira