„Þetta virðist vera stjórnlaust ástand“ Tryggvi Páll Tryggvason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 21. júní 2022 20:30 Einar Þorsteinsson er formaður borgarráðs og oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn. Vísir/Vilhelm Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs og oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn segir að ástandið á húsnæðismarkaði sé stjórnlaust. Hann vonast til þess að fyrstu aðgerðir til að flýta úthlutun lóða í borginni komist á koppinn í sumar. Árshækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu mælist nú 24 prósent. Sérbýli hefur hækkað mest eða um ríflega fjórðung á sama tíma og fjölbýli hefur hækkað um tæplega 24 prósent. Reiknað er með að Seðlabanki Íslands muni reyna að slá á þessa hækkum með hækkun stýrivaxta á morgun. Hagfræðingur sagði þó í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að enn væri nóg eldsneyti á bálinu til að viðhalda hækkunum á húsnæðisverði næstu vikur og mánuði. Framsóknarflokkurinn lagði mikla áherslu á húsnæðismálin í aðdraganda borgarstjórnarskosninganna. Nú þegar flokkurinn er kominn í meirihluta er því spurningin hvernig flokkurinn hyggst beita sér í húsnæðismálum. Einar sat fyrir svörum í beinni útsendingu í kvöldfréttum okkar í kvöld. „Þetta virðist vera stjórnlaust ástand á húsnæðismarkaðinum og eina leiðin til að koma böndum á þessa óstjórn er að úthluta lóðum, færa lóðir upp úr teikningunum og yfir í byggingarhæfar lóðir. Flýta því öllu eins og við getum,“ sagði Einar. Þar minntist hann á í fyrstu aðgerðum væri gert ráð fyrir að úthluta tæplega fjögur hundruð íbúðum í Úlfarsárdal, auk íbúða á Kjalarnesi, Gufunesi og fleiri stöðum. Mikilvægt væri að flýta öllum þessum áformum. „Þetta er bara stóra verkefnið, að auka magnið, hraða framkvæmdum og reyna að ná árangri í þessu.“ Þetta tekur tíma, hvenær megum við sjá einhvern árangur? „Nú eru tæpar tvær vikur síðan ég fékk stimpilkort inn í ráðhúsinu. Það tekur smá tíma að kortleggja en fyrstu aðgerðir verða núna vonandi strax í sumar.“ Húsnæðismál Borgarstjórn Skipulag Framsóknarflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Enn heilmikið eldsneyti á bálinu til að viðhalda hækkunum á húsnæðisverði Árshækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu mælist nú 24 prósent. Sérbýli hefur hækkað mest eða um ríflega fjórðung á sama tíma og fjölbýli hefur hækkað um tæplega 24 prósent 21. júní 2022 19:16 Sársaukafullar vaxtahækkanir framundan Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7% í apríl sem þýðir að húsnæðisverð hefur hækkað um 8,5% á þremur mánuðum. Árshækkunartakturinn stendur nánast í stað og er nú 22,3%. 3. júní 2022 09:00 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Árshækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu mælist nú 24 prósent. Sérbýli hefur hækkað mest eða um ríflega fjórðung á sama tíma og fjölbýli hefur hækkað um tæplega 24 prósent. Reiknað er með að Seðlabanki Íslands muni reyna að slá á þessa hækkum með hækkun stýrivaxta á morgun. Hagfræðingur sagði þó í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að enn væri nóg eldsneyti á bálinu til að viðhalda hækkunum á húsnæðisverði næstu vikur og mánuði. Framsóknarflokkurinn lagði mikla áherslu á húsnæðismálin í aðdraganda borgarstjórnarskosninganna. Nú þegar flokkurinn er kominn í meirihluta er því spurningin hvernig flokkurinn hyggst beita sér í húsnæðismálum. Einar sat fyrir svörum í beinni útsendingu í kvöldfréttum okkar í kvöld. „Þetta virðist vera stjórnlaust ástand á húsnæðismarkaðinum og eina leiðin til að koma böndum á þessa óstjórn er að úthluta lóðum, færa lóðir upp úr teikningunum og yfir í byggingarhæfar lóðir. Flýta því öllu eins og við getum,“ sagði Einar. Þar minntist hann á í fyrstu aðgerðum væri gert ráð fyrir að úthluta tæplega fjögur hundruð íbúðum í Úlfarsárdal, auk íbúða á Kjalarnesi, Gufunesi og fleiri stöðum. Mikilvægt væri að flýta öllum þessum áformum. „Þetta er bara stóra verkefnið, að auka magnið, hraða framkvæmdum og reyna að ná árangri í þessu.“ Þetta tekur tíma, hvenær megum við sjá einhvern árangur? „Nú eru tæpar tvær vikur síðan ég fékk stimpilkort inn í ráðhúsinu. Það tekur smá tíma að kortleggja en fyrstu aðgerðir verða núna vonandi strax í sumar.“
Húsnæðismál Borgarstjórn Skipulag Framsóknarflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Enn heilmikið eldsneyti á bálinu til að viðhalda hækkunum á húsnæðisverði Árshækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu mælist nú 24 prósent. Sérbýli hefur hækkað mest eða um ríflega fjórðung á sama tíma og fjölbýli hefur hækkað um tæplega 24 prósent 21. júní 2022 19:16 Sársaukafullar vaxtahækkanir framundan Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7% í apríl sem þýðir að húsnæðisverð hefur hækkað um 8,5% á þremur mánuðum. Árshækkunartakturinn stendur nánast í stað og er nú 22,3%. 3. júní 2022 09:00 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Enn heilmikið eldsneyti á bálinu til að viðhalda hækkunum á húsnæðisverði Árshækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu mælist nú 24 prósent. Sérbýli hefur hækkað mest eða um ríflega fjórðung á sama tíma og fjölbýli hefur hækkað um tæplega 24 prósent 21. júní 2022 19:16
Sársaukafullar vaxtahækkanir framundan Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7% í apríl sem þýðir að húsnæðisverð hefur hækkað um 8,5% á þremur mánuðum. Árshækkunartakturinn stendur nánast í stað og er nú 22,3%. 3. júní 2022 09:00