Draga úr notkun Bandaríkjahers á jarðsprengjum Kjartan Kjartansson skrifar 21. júní 2022 15:12 Alþjóðlegt viðvörunarskilti við jarðsprengjusvæði í Bagram, fyrrverandi herflugvöll Bandaríkjahers í Afganistan. AP/Mikhail Metzel Ríkisstjórn Joes Biden Bandaríkjaforseta tilkynnti í dag að Bandaríkjaher hætti notkun á jarðsprengjum utan Kóreuskaga. Jarðsprengjur verða þúsundum manna að bana á hverju ári, aðallega börnum. Ákvörðun Bandaríkjastjórnar kemur í kjölfar árslangrar endurskoðunar á notkun jarðsprengna. Donald Trump, forveri Biden í embætti, hafði rýmkað heimildir hersins til að nota sprengjurnar. Samkvæmt nýrri stefnu Bandaríkjastjórnar verða jarðsprengur nú aðeins notaðar til þess að verja Suður-Kóreu fyrir innrás frá Norður-Kóreu, að sögn AP-fréttastofunnar. Bandaríkin uppfylla því enn ekki Ottawa-sáttmálann frá 1997 en honum var ætlað að útrýma notkun jarðsprengna í heiminum. Jarðsprengjur sem eru grafnar í jörðu eða lagðar á jörðu í stríðsátökum geta verið virkar og kostað mannslíf mörgum árum eftir að stillt hefur verið til friðar. Bandarísk yfirvöld áætla að um sjö þúsund manns látist á hverju ári af völdum jarðsprengna vítt um og breitt um heiminn. Mikill meirihluti þeirra sem látast eru óbreyttir borgarar og að minnsta kosti helmingur fórnarlambanna er talinn vera börn, að því er segir í frétt Washington Post. Rússar leggja nú jarðsprengjur í innrás sinni í Úkraínu. Adrienne Watson, talskona þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, fordæmdi notkun Rússa á sprengjunum í yfirlýsingu í dag. „Heimurinn hefur enn og aftur orðið vitni að hrikalegum afleiðingum sem jarðsprengjur geta haft í samhengi við hrottalegt og tilhæfulaust stríð Rússlands í Úkraínu þar sem rússneski herinn notar þessi og önnur hergögn sem valda óbreyttum borgurum og borgaralegum hlutum gríðarlegum skaða,“ sagði Watson. Hernaður Bandaríkin Norður-Kórea Joe Biden Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Ákvörðun Bandaríkjastjórnar kemur í kjölfar árslangrar endurskoðunar á notkun jarðsprengna. Donald Trump, forveri Biden í embætti, hafði rýmkað heimildir hersins til að nota sprengjurnar. Samkvæmt nýrri stefnu Bandaríkjastjórnar verða jarðsprengur nú aðeins notaðar til þess að verja Suður-Kóreu fyrir innrás frá Norður-Kóreu, að sögn AP-fréttastofunnar. Bandaríkin uppfylla því enn ekki Ottawa-sáttmálann frá 1997 en honum var ætlað að útrýma notkun jarðsprengna í heiminum. Jarðsprengjur sem eru grafnar í jörðu eða lagðar á jörðu í stríðsátökum geta verið virkar og kostað mannslíf mörgum árum eftir að stillt hefur verið til friðar. Bandarísk yfirvöld áætla að um sjö þúsund manns látist á hverju ári af völdum jarðsprengna vítt um og breitt um heiminn. Mikill meirihluti þeirra sem látast eru óbreyttir borgarar og að minnsta kosti helmingur fórnarlambanna er talinn vera börn, að því er segir í frétt Washington Post. Rússar leggja nú jarðsprengjur í innrás sinni í Úkraínu. Adrienne Watson, talskona þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, fordæmdi notkun Rússa á sprengjunum í yfirlýsingu í dag. „Heimurinn hefur enn og aftur orðið vitni að hrikalegum afleiðingum sem jarðsprengjur geta haft í samhengi við hrottalegt og tilhæfulaust stríð Rússlands í Úkraínu þar sem rússneski herinn notar þessi og önnur hergögn sem valda óbreyttum borgurum og borgaralegum hlutum gríðarlegum skaða,“ sagði Watson.
Hernaður Bandaríkin Norður-Kórea Joe Biden Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira